Þegar Hernandez sá dóttur sína í síðasta sinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. apríl 2017 12:30 Hernandez sendir dóttur sinni fingurkoss. Það reyndist vera kveðjukoss föðurins sem nú er látinn aðeins 27 ára að aldri. vísir/getty Það er aðeins vika síðan dæmdi morðinginn Aaron Hernandez sá fjögurra ára dóttur sína. Það var í síðasta skiptið sem þau hittust. Hún var þá mætt í réttarsalinn þar sem faðir hennar var sakaður um tvöfalt morð. Hann var nokkru síðar sýknaður af þeim ásökunum en losnaði ekki úr steininum enda í lífstíðarfangelsi út af öðru morði. Lífstíðarfangelsi þar sem hann átti ekki möguleika á reynslulausn. Þetta var í fyrsta sinn sem stúlkan unga mætti í réttarsalinn. Það var líka í síðasta skiptið sem hún sá föður sinn.Sjá einnig: Hernandez svipti sig lífi Stúlkan grét svo mikið heima hjá sér yfir því að fá aldrei að sjá pabba sinn að móðir hennar gaf það eftir að taka hana með. Hernandez, sem er fyrrum stjarna í NFL-deildinni, átti augljóslega ekki von á því að sjá hana því honum brá er hann sá að dóttirinn var viðstödd. Það lifnaði þó fljótt yfir andliti hans og dóttir hans hresstist líka er hún sá föður sinn brosa.Hernandez brosir til dóttur sinnar.vísir/gettyÞað voru nokkrir bekkir á milli þeirra og fjöldi lögreglumanna en á þessu litla augnabliki voru þau faðir og dóttir. Hernandez snéri sér alls fjórum sinnum við í stólnum meðan á yfirheyrslum stóð til þess að horfa á dóttur sína og brosa til hennar. Er yfirheyrslum lauk varð hann að yfirgefa dómssalinn. Það gerði hann þó ekki fyrr en hann hafði sent dótturinni þrjá fingurkossa. Dóttirinn veifaði og grét svo er faðir hennar hvarf. Þetta var átakanlegt fyrir alla sem í salnum sátu því þarna var aðeins lítil, saklaus stúlka sem vildi aðeins fá að vera með pabba sínum. Það gat hún ekki út af gjörðum hans. Nákvæmlega viku síðar hengdi Hernandez sig í fangaklefanum sínum. NFL Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Það er aðeins vika síðan dæmdi morðinginn Aaron Hernandez sá fjögurra ára dóttur sína. Það var í síðasta skiptið sem þau hittust. Hún var þá mætt í réttarsalinn þar sem faðir hennar var sakaður um tvöfalt morð. Hann var nokkru síðar sýknaður af þeim ásökunum en losnaði ekki úr steininum enda í lífstíðarfangelsi út af öðru morði. Lífstíðarfangelsi þar sem hann átti ekki möguleika á reynslulausn. Þetta var í fyrsta sinn sem stúlkan unga mætti í réttarsalinn. Það var líka í síðasta skiptið sem hún sá föður sinn.Sjá einnig: Hernandez svipti sig lífi Stúlkan grét svo mikið heima hjá sér yfir því að fá aldrei að sjá pabba sinn að móðir hennar gaf það eftir að taka hana með. Hernandez, sem er fyrrum stjarna í NFL-deildinni, átti augljóslega ekki von á því að sjá hana því honum brá er hann sá að dóttirinn var viðstödd. Það lifnaði þó fljótt yfir andliti hans og dóttir hans hresstist líka er hún sá föður sinn brosa.Hernandez brosir til dóttur sinnar.vísir/gettyÞað voru nokkrir bekkir á milli þeirra og fjöldi lögreglumanna en á þessu litla augnabliki voru þau faðir og dóttir. Hernandez snéri sér alls fjórum sinnum við í stólnum meðan á yfirheyrslum stóð til þess að horfa á dóttur sína og brosa til hennar. Er yfirheyrslum lauk varð hann að yfirgefa dómssalinn. Það gerði hann þó ekki fyrr en hann hafði sent dótturinni þrjá fingurkossa. Dóttirinn veifaði og grét svo er faðir hennar hvarf. Þetta var átakanlegt fyrir alla sem í salnum sátu því þarna var aðeins lítil, saklaus stúlka sem vildi aðeins fá að vera með pabba sínum. Það gat hún ekki út af gjörðum hans. Nákvæmlega viku síðar hengdi Hernandez sig í fangaklefanum sínum.
NFL Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira