Lífið er eins og sýningarnar, kemur alltaf á óvart Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2017 05:30 Eilíf Ragnheiður og Jóhanna hlakka til að opna sýningarnar í dag. 3Klassískar og prúðbúinn píanisti taka lagið og léttar veitingar verða í boði á sýningaropnun í Anarkíu Listasal í Hamraborg 3 a í Kópavogi í dag sem hefst klukkan 15. Þar eru þær Eilíf Ragnheiður og Jóhanna Þórhallsdóttir með sína einkasýninguna hvor. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sýni á Íslandi undir formerkjum myndlistar. Fjölskylda mín er mjög spennt, hún veit ekkert hvað ég er að gera, man bara eftir mér rúllandi á gólfi,“ segir Eilíf Ragnheiður sem er dansari að mennt en meiddist fyrir nokkrum árum, fór þá að læra gjörningalist úti í Gautaborg en flutti heim síðasta haust. „Ég kalla verkið M-1, það er innsetning sem byggist á textílverkum, skúlptúrum og vídeói og er viss rannsókn á sjálfinu,“ útskýrir hún. Jóhanna var um árabil söngkona og kórstjórnandi en sneri sér alfarið að málverkinu fyrir sex árum. Hún hefur undanfarið stundað nám hjá Markúsi Lübertz í Suður-Þýskalandi og útskrifast þaðan í sumar. Jóhanna kallar sýningu sína Nekt og nærvera og sýnir málverk sem hún hefur aðallega unnið á þessu ári, auk örfárra eldri mynda. „Lífið er eins og sýningarnar,“ segir hún. „Kemur alltaf á óvart.“ Greinin birtist fyrst 1. apríl 2017 Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
3Klassískar og prúðbúinn píanisti taka lagið og léttar veitingar verða í boði á sýningaropnun í Anarkíu Listasal í Hamraborg 3 a í Kópavogi í dag sem hefst klukkan 15. Þar eru þær Eilíf Ragnheiður og Jóhanna Þórhallsdóttir með sína einkasýninguna hvor. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sýni á Íslandi undir formerkjum myndlistar. Fjölskylda mín er mjög spennt, hún veit ekkert hvað ég er að gera, man bara eftir mér rúllandi á gólfi,“ segir Eilíf Ragnheiður sem er dansari að mennt en meiddist fyrir nokkrum árum, fór þá að læra gjörningalist úti í Gautaborg en flutti heim síðasta haust. „Ég kalla verkið M-1, það er innsetning sem byggist á textílverkum, skúlptúrum og vídeói og er viss rannsókn á sjálfinu,“ útskýrir hún. Jóhanna var um árabil söngkona og kórstjórnandi en sneri sér alfarið að málverkinu fyrir sex árum. Hún hefur undanfarið stundað nám hjá Markúsi Lübertz í Suður-Þýskalandi og útskrifast þaðan í sumar. Jóhanna kallar sýningu sína Nekt og nærvera og sýnir málverk sem hún hefur aðallega unnið á þessu ári, auk örfárra eldri mynda. „Lífið er eins og sýningarnar,“ segir hún. „Kemur alltaf á óvart.“ Greinin birtist fyrst 1. apríl 2017
Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira