Eyþór Arnalds eignast 26,62% hlut í Árvakri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. apríl 2017 08:01 Eyþór Arnalds. Vísir/Ernir Töluverðar breytingar hafa orðið á eignarhaldi í Þórsmörk ehf., sem er eigandi Árvakurs hf., útgefanda Morgunblaðsins, mbl.is og fleiri miðla, en Samherji hefur selt allan hlut sinn til Eyþórs Arnalds. Greint var frá kaupunum í Morgunblaðinu og á mbl.is í morgun. Samherji átti 18,43% hlut í gegnum félagið Kattarnef ehf. og fer með þessu úr hluthafahópnum. Auk þess hefur Eyþór keypt 6,14% hlut Síldarvinnslunnar hf. Og 2,05% hlut Vísis hf. Alls á Eyþór því 26,62% hlut í Þórsmörk ehf. Í tilkynningu segir Eyþór að framtíð fjölmiðlunar felist í samspili hefðbundinna mðila og nýmiðlunar. „Fjölmiðlar og mikilvægi öflugrar sjálfstæðrar fjölmiðlunar hafa lengi verið mér sérstakt hugðarefni. Mér er það því fagnaðarefni að koma með þessum hætti að Árvakri, útgefanda Morgunblaðsins, eins elsta dagblaðs landsins sem gefið hefur verið óslitið út síðan 1913, og fleiri miðla. Ég tel framtíðina felast í samspili hefðbundinna miðla á borð við dagblöð og svo nýmiðlunar, svo sem á netinu. Í hafsjó mis-áreiðanlegra fregna sem beinast að fólki úr öllum áttum verður gildi traustra og ábyggilegra fjölmiðla skýrara og starfsemi þeirra mikilvægari upplýstri umræðu í lýðræðissamfélagi. Með sína fjölbreyttu útgáfustarfsemi er Árvakur í kjörstöðu til að nýta styrk hvers og eins miðils, bæði til afþreyingar og miðlunar ábyggilegra frétta og ítarlegra umfjallana. Árvakur er útgáfufélag með langa sögu og á framtíðina fyrir sér,“ er haft eftir Eyþóri. Þá segist Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs hf., vilja þakka þeim hluthöfum sem hverfi frá félaginu fyrir stuðninginn við starfsemi þess. „Um leið fagna ég því að fá inn nýjan og kraftmikinn aðila að félaginu, sem hefur mikinn áhuga á að starfa með okkur að þeirri uppbyggingu sem nú stendur yfir hjá Árvakri og er framundan á næstu misserum,“ segir Sigurbjörn. Fjölmiðlar Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Töluverðar breytingar hafa orðið á eignarhaldi í Þórsmörk ehf., sem er eigandi Árvakurs hf., útgefanda Morgunblaðsins, mbl.is og fleiri miðla, en Samherji hefur selt allan hlut sinn til Eyþórs Arnalds. Greint var frá kaupunum í Morgunblaðinu og á mbl.is í morgun. Samherji átti 18,43% hlut í gegnum félagið Kattarnef ehf. og fer með þessu úr hluthafahópnum. Auk þess hefur Eyþór keypt 6,14% hlut Síldarvinnslunnar hf. Og 2,05% hlut Vísis hf. Alls á Eyþór því 26,62% hlut í Þórsmörk ehf. Í tilkynningu segir Eyþór að framtíð fjölmiðlunar felist í samspili hefðbundinna mðila og nýmiðlunar. „Fjölmiðlar og mikilvægi öflugrar sjálfstæðrar fjölmiðlunar hafa lengi verið mér sérstakt hugðarefni. Mér er það því fagnaðarefni að koma með þessum hætti að Árvakri, útgefanda Morgunblaðsins, eins elsta dagblaðs landsins sem gefið hefur verið óslitið út síðan 1913, og fleiri miðla. Ég tel framtíðina felast í samspili hefðbundinna miðla á borð við dagblöð og svo nýmiðlunar, svo sem á netinu. Í hafsjó mis-áreiðanlegra fregna sem beinast að fólki úr öllum áttum verður gildi traustra og ábyggilegra fjölmiðla skýrara og starfsemi þeirra mikilvægari upplýstri umræðu í lýðræðissamfélagi. Með sína fjölbreyttu útgáfustarfsemi er Árvakur í kjörstöðu til að nýta styrk hvers og eins miðils, bæði til afþreyingar og miðlunar ábyggilegra frétta og ítarlegra umfjallana. Árvakur er útgáfufélag með langa sögu og á framtíðina fyrir sér,“ er haft eftir Eyþóri. Þá segist Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs hf., vilja þakka þeim hluthöfum sem hverfi frá félaginu fyrir stuðninginn við starfsemi þess. „Um leið fagna ég því að fá inn nýjan og kraftmikinn aðila að félaginu, sem hefur mikinn áhuga á að starfa með okkur að þeirri uppbyggingu sem nú stendur yfir hjá Árvakri og er framundan á næstu misserum,“ segir Sigurbjörn.
Fjölmiðlar Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira