Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2017 15:40 Yfir 200 manns særðust í árásinni, þar á meðal fjöldi barna. vísir/getty Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. Bærinn er á valdi uppreisnarmanna en að því er fram kemur í frétt á vef Guardian var árásin gerð af mönnum á flugvélum sem talið er að séu hliðhollir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Saríngas var að öllum líkindum notað í árásinni. Skömmu eftir að efnavopnaárásin var gerð voru gerðar loftárásir annars vegar á spítala í borginni og hins vegar tvær bráðamóttökur þar sem verið var að taka á móti fórnarlömbum efnavopnaárásarinnar. Árásin er gerð degi eftir að sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti því yfir að Bandaríkjastjórn legði ekki lengur áherslu á það að koma al-Assad frá völdum og sama dag og tveggja daga ráðstefna um framtíð Sýrlands hófst í Brussel en það eru Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar sem standa að ráðstefnunni. Verið er að taka saman upplýsingar um árásina af samtökum sem berjast fyrir því að efnavopn verði bönnuð með öllu í heiminum. Þá hefur Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands, krafist neyðarfunds hjá öryggisráði SÞ vegna árásarinnar. Þúsundir flóttamanna hafa flúið til Khan Sheikhun undanfarin misseri frá nágrannahéraðinu Hama vegna átaka sem geisað hafa þar. „Í þessari árás þá köfnuðu tugir barna í svefni,“ sagði Ahmad Tarakji, formaður Sýrlensk-Ameríska læknafélagsins, við fjölmiðla og spurði hversu lengi heiminum ætlaði að mistakast að takast á við þessa hræðilegu glæpi. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin vilja ekki lengur koma Assad frá 30. mars 2017 19:08 Hefja sóknina að Raqqa í næsta mánuði Íslamska ríkið hefur þurft að gefa undan víða á undanförnum mánuðum, en þrjú mismunandi bandalög berjast gegn þeim í Sýrlandi og í Írak. 26. mars 2017 16:01 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. Bærinn er á valdi uppreisnarmanna en að því er fram kemur í frétt á vef Guardian var árásin gerð af mönnum á flugvélum sem talið er að séu hliðhollir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Saríngas var að öllum líkindum notað í árásinni. Skömmu eftir að efnavopnaárásin var gerð voru gerðar loftárásir annars vegar á spítala í borginni og hins vegar tvær bráðamóttökur þar sem verið var að taka á móti fórnarlömbum efnavopnaárásarinnar. Árásin er gerð degi eftir að sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti því yfir að Bandaríkjastjórn legði ekki lengur áherslu á það að koma al-Assad frá völdum og sama dag og tveggja daga ráðstefna um framtíð Sýrlands hófst í Brussel en það eru Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar sem standa að ráðstefnunni. Verið er að taka saman upplýsingar um árásina af samtökum sem berjast fyrir því að efnavopn verði bönnuð með öllu í heiminum. Þá hefur Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands, krafist neyðarfunds hjá öryggisráði SÞ vegna árásarinnar. Þúsundir flóttamanna hafa flúið til Khan Sheikhun undanfarin misseri frá nágrannahéraðinu Hama vegna átaka sem geisað hafa þar. „Í þessari árás þá köfnuðu tugir barna í svefni,“ sagði Ahmad Tarakji, formaður Sýrlensk-Ameríska læknafélagsins, við fjölmiðla og spurði hversu lengi heiminum ætlaði að mistakast að takast á við þessa hræðilegu glæpi.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin vilja ekki lengur koma Assad frá 30. mars 2017 19:08 Hefja sóknina að Raqqa í næsta mánuði Íslamska ríkið hefur þurft að gefa undan víða á undanförnum mánuðum, en þrjú mismunandi bandalög berjast gegn þeim í Sýrlandi og í Írak. 26. mars 2017 16:01 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Hefja sóknina að Raqqa í næsta mánuði Íslamska ríkið hefur þurft að gefa undan víða á undanförnum mánuðum, en þrjú mismunandi bandalög berjast gegn þeim í Sýrlandi og í Írak. 26. mars 2017 16:01