Alvaran er að hefjast Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2017 06:00 Deildarmeistarar FH mæta Gróttu. vísir/eyþór Eftir langan og strangan vetur er loksins komið að úrslitakeppninni í Olís-deild karla í handbolta. Hún fer af stað með þremur leikjum á sunnudaginn en fyrstu umferð leikja lýkur á mánudaginn. Eins og undanfarin ár þarf að vinna tvo leiki í átta liða úrslitunum til að komast undanúrslitin en eftir það þarf að vinna þrjá leiki til að klára einvígin.FH - Grótta FH laumaði sér bakdyramegin að deildarmeistaratitlinum sem það vann í fyrsta sinn í 25 ár. Það er kannski góður fyrirboði fyrir FH að síðast þegar liðið varð deildarmeistari árið 1992 varð það einnig Íslandsmeistari. Þá hjálpuðu Haukarnir einnig til með að fylgja eftir deildarmeistaratitli með Íslandsmeistaratitli en það hafði ekki gerst í sex ár þangað til í fyrra. Eins og staða liðanna í deildinni gefur til kynna eru FH-ingar sigurstranglegri en deildin hefur sjaldan eða aldrei verið jafn jöfn og spennandi. Akureyri féll með 18 stig, því má aldrei gleyma. FH hefur verið á miklum skriði og kemur fullt sjálfstrausts inn í einvígið eftir fjóra sigra í röð.ÍBV - Valur Eyjamenn eru af flestum taldir líklegastir til að verða Íslandsmeistarar enda með frábærlega mannað lið og ógnarsterkan heimavöll. Liðið er, ef aðeins er litið á úrslitin, besta liðið eftir áramót. Það spilaði ellefu leiki í deildinni, vann níu og tapaði ekki einum. Á sama tíma hafa Valsmenn verið heillum horfnir í deildinni enda að einhverju leyti með hugann í Evrópuævintýrinu. Valur er ekki búið að vinna í síðustu átta leikjum og kemur ekki á skriði inn í úrslitakeppnina.Haukar - Fram Á meðan öll pressan er á Haukum sem styrktu sig vel fyrir mótið en eru búnir að missa af þremur titlum nú þegar, koma Framarar algjörlega pressulausir inn í úrslitakeppnina. Ætlast er til að Haukar verði meistarar en Framarar áttu varla að vinna leik í vetur að mati sérfræðinganna. Fram bauð upp á sokkahlaðborð fyrir efasemdarmennina og geta notið þess að stríða Haukunum hans Gunnars Magnússonar í fyrstu umferðinni. Haukar eru betur mannaðar og unnu tvo leiki af þremur gegn Fram í vetur.Afturelding - Selfoss Lærisveinar Einars Andra Einarssonar voru besta liðið fyrir áramót en það telur lítið núna. Þegar talið var upp úr stigapokanum voru vel mannaðir Mosfellingar aðeins fjórum stigum fyrir ofan nýliðana. Selfoss er búið að vinna Aftureldingu tvisvar nokkuð sannfærandi í vetur og strákarnir úr mjólkurbænum vita vel að þeir geta komið á óvart og lagt Aftureldingu tvisvar sinnum í viðbót.grafík/fréttablaðið Olís-deild karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Eftir langan og strangan vetur er loksins komið að úrslitakeppninni í Olís-deild karla í handbolta. Hún fer af stað með þremur leikjum á sunnudaginn en fyrstu umferð leikja lýkur á mánudaginn. Eins og undanfarin ár þarf að vinna tvo leiki í átta liða úrslitunum til að komast undanúrslitin en eftir það þarf að vinna þrjá leiki til að klára einvígin.FH - Grótta FH laumaði sér bakdyramegin að deildarmeistaratitlinum sem það vann í fyrsta sinn í 25 ár. Það er kannski góður fyrirboði fyrir FH að síðast þegar liðið varð deildarmeistari árið 1992 varð það einnig Íslandsmeistari. Þá hjálpuðu Haukarnir einnig til með að fylgja eftir deildarmeistaratitli með Íslandsmeistaratitli en það hafði ekki gerst í sex ár þangað til í fyrra. Eins og staða liðanna í deildinni gefur til kynna eru FH-ingar sigurstranglegri en deildin hefur sjaldan eða aldrei verið jafn jöfn og spennandi. Akureyri féll með 18 stig, því má aldrei gleyma. FH hefur verið á miklum skriði og kemur fullt sjálfstrausts inn í einvígið eftir fjóra sigra í röð.ÍBV - Valur Eyjamenn eru af flestum taldir líklegastir til að verða Íslandsmeistarar enda með frábærlega mannað lið og ógnarsterkan heimavöll. Liðið er, ef aðeins er litið á úrslitin, besta liðið eftir áramót. Það spilaði ellefu leiki í deildinni, vann níu og tapaði ekki einum. Á sama tíma hafa Valsmenn verið heillum horfnir í deildinni enda að einhverju leyti með hugann í Evrópuævintýrinu. Valur er ekki búið að vinna í síðustu átta leikjum og kemur ekki á skriði inn í úrslitakeppnina.Haukar - Fram Á meðan öll pressan er á Haukum sem styrktu sig vel fyrir mótið en eru búnir að missa af þremur titlum nú þegar, koma Framarar algjörlega pressulausir inn í úrslitakeppnina. Ætlast er til að Haukar verði meistarar en Framarar áttu varla að vinna leik í vetur að mati sérfræðinganna. Fram bauð upp á sokkahlaðborð fyrir efasemdarmennina og geta notið þess að stríða Haukunum hans Gunnars Magnússonar í fyrstu umferðinni. Haukar eru betur mannaðar og unnu tvo leiki af þremur gegn Fram í vetur.Afturelding - Selfoss Lærisveinar Einars Andra Einarssonar voru besta liðið fyrir áramót en það telur lítið núna. Þegar talið var upp úr stigapokanum voru vel mannaðir Mosfellingar aðeins fjórum stigum fyrir ofan nýliðana. Selfoss er búið að vinna Aftureldingu tvisvar nokkuð sannfærandi í vetur og strákarnir úr mjólkurbænum vita vel að þeir geta komið á óvart og lagt Aftureldingu tvisvar sinnum í viðbót.grafík/fréttablaðið
Olís-deild karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn