Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. apríl 2017 06:00 Ein Tomahawk-eldflauganna hefst á loft frá herskipi á Miðjarðarhafi. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði í fyrrinótt árás á herflugvöllinn Shayrat í Sýrlandi. Bandarísk herskip á Miðjarðarhafi skutu 59 Tomahawk-eldflaugum á flugvöllinn með þeim afleiðingum að hann gereyðilagðist. Að minnsta kosti sex létu lífið samkvæmt BBC. Þá greinir BBC frá því að allir hinna látnu og alvarlega særðu hafi verið hermenn. Sýrlenskir ríkismiðlar segja níu hafa látið lífið, þar af fjóra almenna borgara. Ástæða þessara fyrstu beinu hernaðaraðgerða Bandaríkjanna gegn ríkisstjórn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta er efnavopnaárás sem gerð var á bæinn Khan Sheikhoun fyrr í vikunni. Talið er að sýrlenskar þotur hafi lagt af stað frá Shayrat-flugvelli og varpað saríngasi á bæinn með þeim afleiðingum að um áttatíu almennir borgarar létu lífið. Þegar Trump ávarpaði þjóð sína, sem og heim allan, eftir árásina sagði hann al-Assad einræðisherra sem hefði „ráðist með hryllilegum hætti á almenna borgara með efnavopnum“. Hefðbundnir bandamenn Bandaríkjanna lýstu stuðningi við árásina. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Bretlands segir meðal annars að hún sé viðeigandi svar við villimannslegri árás.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hann greindi frá árásinni.Nordicphotos/AFPÍ sameiginlegri yfirlýsingu François Hollande, forseta Frakklands, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, segir: „Al-Assad ber alla ábyrgð á því hvernig málin hafa þróast. Það má ekki sitja hjá og leyfa honum að komast upp með endurteknar efnavopnaárásir og skelfilega glæpi.“ Ljóst er að Rússar eru afar ósáttir við árásina en þeir hafa stutt ríkisstjórn al-Assads og meðal annars fengið að nota Shayrat-flugvöllinn í loftárásaraðgerðum sínum gegn uppreisnarmönnum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússa segir að Bandaríkin hafi ákveðið að ráðast á ríki sem berjist gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum án þess að kynna sér staðreyndir málsins. Rússar, sem og Sýrlendingar, neita því að sýrlenski herinn hafi beitt efnavopnum. „Sjálf viðvera hermanna frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum í Sýrlandi án samþykkis ríkisstjórnarinnar eða öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er augljóst brot á alþjóðalögum. Slíkt er ekki hægt að réttlæta,“ segir í tilkynningunni. „Rússar hafa endurtekið sagst tilbúnir að vinna að því að laga þau vandamál sem steðja að heiminum, einkum baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum. Við munum hins vegar aldrei samþykkja einhliða aðgerðir gegn lögmætri ríkisstjórn Sýrlands.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti tók í sama streng. Í yfirlýsingu lýsti hann aðgerðum Bandaríkjahers sem árás á fullvalda ríki sem bryti gegn alþjóðalögum. Árásin væri mikill skellur fyrir samband Rússa og Bandaríkjamanna og markmið hennar hefði verið að draga athygli frá mannfalli almennra borgara í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak. Rússneska fréttastofan TASS greindi frá því í gær að herfreygátan Grigorovic aðmíráll væri á leiðinni á Miðjarðarhaf. Skipið er vopnað eldflaugum. Á fundi öryggisráðs SÞ í gær sagði Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna, að heimurinn biði eftir að Rússar sýndu ábyrgð í Sýrlandi og endurhugsuðu bandalag sitt við al-Assad. „Al-Assad gerði það sem hann gerði af því hann vissi að hann kæmist upp með það. Hann vissi að Rússar stæðu á bak við hann,“ sagði Haley. Fulltrúi Sýrlands, Mounzer Mounzer, sagði árás Bandaríkjahers senda hryðjuverkamönnum röng skilaboð. Nefndi hann ISIS sérstaklega. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði í fyrrinótt árás á herflugvöllinn Shayrat í Sýrlandi. Bandarísk herskip á Miðjarðarhafi skutu 59 Tomahawk-eldflaugum á flugvöllinn með þeim afleiðingum að hann gereyðilagðist. Að minnsta kosti sex létu lífið samkvæmt BBC. Þá greinir BBC frá því að allir hinna látnu og alvarlega særðu hafi verið hermenn. Sýrlenskir ríkismiðlar segja níu hafa látið lífið, þar af fjóra almenna borgara. Ástæða þessara fyrstu beinu hernaðaraðgerða Bandaríkjanna gegn ríkisstjórn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta er efnavopnaárás sem gerð var á bæinn Khan Sheikhoun fyrr í vikunni. Talið er að sýrlenskar þotur hafi lagt af stað frá Shayrat-flugvelli og varpað saríngasi á bæinn með þeim afleiðingum að um áttatíu almennir borgarar létu lífið. Þegar Trump ávarpaði þjóð sína, sem og heim allan, eftir árásina sagði hann al-Assad einræðisherra sem hefði „ráðist með hryllilegum hætti á almenna borgara með efnavopnum“. Hefðbundnir bandamenn Bandaríkjanna lýstu stuðningi við árásina. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Bretlands segir meðal annars að hún sé viðeigandi svar við villimannslegri árás.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hann greindi frá árásinni.Nordicphotos/AFPÍ sameiginlegri yfirlýsingu François Hollande, forseta Frakklands, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, segir: „Al-Assad ber alla ábyrgð á því hvernig málin hafa þróast. Það má ekki sitja hjá og leyfa honum að komast upp með endurteknar efnavopnaárásir og skelfilega glæpi.“ Ljóst er að Rússar eru afar ósáttir við árásina en þeir hafa stutt ríkisstjórn al-Assads og meðal annars fengið að nota Shayrat-flugvöllinn í loftárásaraðgerðum sínum gegn uppreisnarmönnum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússa segir að Bandaríkin hafi ákveðið að ráðast á ríki sem berjist gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum án þess að kynna sér staðreyndir málsins. Rússar, sem og Sýrlendingar, neita því að sýrlenski herinn hafi beitt efnavopnum. „Sjálf viðvera hermanna frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum í Sýrlandi án samþykkis ríkisstjórnarinnar eða öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er augljóst brot á alþjóðalögum. Slíkt er ekki hægt að réttlæta,“ segir í tilkynningunni. „Rússar hafa endurtekið sagst tilbúnir að vinna að því að laga þau vandamál sem steðja að heiminum, einkum baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum. Við munum hins vegar aldrei samþykkja einhliða aðgerðir gegn lögmætri ríkisstjórn Sýrlands.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti tók í sama streng. Í yfirlýsingu lýsti hann aðgerðum Bandaríkjahers sem árás á fullvalda ríki sem bryti gegn alþjóðalögum. Árásin væri mikill skellur fyrir samband Rússa og Bandaríkjamanna og markmið hennar hefði verið að draga athygli frá mannfalli almennra borgara í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak. Rússneska fréttastofan TASS greindi frá því í gær að herfreygátan Grigorovic aðmíráll væri á leiðinni á Miðjarðarhaf. Skipið er vopnað eldflaugum. Á fundi öryggisráðs SÞ í gær sagði Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna, að heimurinn biði eftir að Rússar sýndu ábyrgð í Sýrlandi og endurhugsuðu bandalag sitt við al-Assad. „Al-Assad gerði það sem hann gerði af því hann vissi að hann kæmist upp með það. Hann vissi að Rússar stæðu á bak við hann,“ sagði Haley. Fulltrúi Sýrlands, Mounzer Mounzer, sagði árás Bandaríkjahers senda hryðjuverkamönnum röng skilaboð. Nefndi hann ISIS sérstaklega.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira