Upp úr sauð eftir útgáfu Fréttatímans Benedikt Bóas skrifar 8. apríl 2017 06:00 Við skrifstofu Fréttatímans standa nú tómir blaðastandar. vísir/ernir Til átaka kom á ritstjórnarskrifstofu Fréttatímans eftir að blaðið var sent í prentun á fimmtudag.Starfsmaður sem hafði ekki fengið greidd laun fyrir marsmánuð og taldi sig hafa fengið loforð frá framkvæmdastjóra blaðsins, Valdimari Birgissyni, um að fá laun sín greidd eftir helgi, reiddist eftir að í ljós kom að framkvæmdastjórinn sagðist ekki treysta sér til að lofa neinu þar um. Þegar starfsmaðurinn áttaði sig á því að ekki væri hægt að tryggja greiðslu launa eftir helgi sauð upp úr á gólfi Fréttatímans.Valdimar segir það ömurlega stöðu að geta ekki greitt öllum laun á réttum tíma. „Markmið okkar er að sjálfsögðu að greiða öllum laun og vinnum við að því öllum árum ásamt því að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins.“Þeir starfsmenn fréttatímans sem Fréttablaðið ræddi við segja með ólíkindum að starfsmaðurinn hafi náð að halda ró sinni í þessum aðstæðum. Starfsmaðurinn sé fyrirvinna fjölskyldunnar og geti ekki greitt húsaleigu eða gefið fjölskyldu sinni að borða. „Örvænting þeirra sem ekki hafa fengið borgað minnkar ekki þó að blaðið hafi farið í prentun. Það verður einhver að horfast í augu við það fólk strax, því það er ekki hægt að bíða,“ segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Fréttatímans. Þóra vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðu blaðsins enda vissi hún ekki hver framtíðin yrði. Hún vonaðist til að það myndi þó halda áfram. Starfsmenn Fréttatímans segja að Þóra hafi staðið sem klettur með starfsfólki sínu en hún var milliliður á milli stjórnenda og starfsfólksins. Eftir að blaðið var sent í prentsmiðjuna gekk starfsfólkið frá og hélt í miðborgina þar sem það borðaði saman. Þau mættu ekki í vinnu í gær og vita lítið um framhaldið. Gunnar Smári sendi starfsmönnum blaðsins bréf í gærmorgun þar sem kom fram að svör myndu fást um framtíð blaðsins um helgina. Þeir starfsmenn sem Fréttablaðið ræddi við voru ekki bjartsýnir á framhaldið. Enginn hefur þó fengið uppsagnarbréf. Ekki hefur náðst í Gunnar Smára en hann sagði á Facebook-síðu sinni að stærstu lánardrottnar félagsins hefðu viljað freista þess að treysta áframhaldandi rekstur blaðsins og óskuðu eftir að hann léti af störfum. „Ég gat því ekki greint starfsfólkinu frá stöðu fyrirtækisins. Ég hafði enga stöðu til þess, þekkti ekki atburðarásina og kunni engin svör,“ segir hann ennfremur.Frétt uppfærð klukkan 17:09 Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Til átaka kom á ritstjórnarskrifstofu Fréttatímans eftir að blaðið var sent í prentun á fimmtudag.Starfsmaður sem hafði ekki fengið greidd laun fyrir marsmánuð og taldi sig hafa fengið loforð frá framkvæmdastjóra blaðsins, Valdimari Birgissyni, um að fá laun sín greidd eftir helgi, reiddist eftir að í ljós kom að framkvæmdastjórinn sagðist ekki treysta sér til að lofa neinu þar um. Þegar starfsmaðurinn áttaði sig á því að ekki væri hægt að tryggja greiðslu launa eftir helgi sauð upp úr á gólfi Fréttatímans.Valdimar segir það ömurlega stöðu að geta ekki greitt öllum laun á réttum tíma. „Markmið okkar er að sjálfsögðu að greiða öllum laun og vinnum við að því öllum árum ásamt því að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins.“Þeir starfsmenn fréttatímans sem Fréttablaðið ræddi við segja með ólíkindum að starfsmaðurinn hafi náð að halda ró sinni í þessum aðstæðum. Starfsmaðurinn sé fyrirvinna fjölskyldunnar og geti ekki greitt húsaleigu eða gefið fjölskyldu sinni að borða. „Örvænting þeirra sem ekki hafa fengið borgað minnkar ekki þó að blaðið hafi farið í prentun. Það verður einhver að horfast í augu við það fólk strax, því það er ekki hægt að bíða,“ segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Fréttatímans. Þóra vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðu blaðsins enda vissi hún ekki hver framtíðin yrði. Hún vonaðist til að það myndi þó halda áfram. Starfsmenn Fréttatímans segja að Þóra hafi staðið sem klettur með starfsfólki sínu en hún var milliliður á milli stjórnenda og starfsfólksins. Eftir að blaðið var sent í prentsmiðjuna gekk starfsfólkið frá og hélt í miðborgina þar sem það borðaði saman. Þau mættu ekki í vinnu í gær og vita lítið um framhaldið. Gunnar Smári sendi starfsmönnum blaðsins bréf í gærmorgun þar sem kom fram að svör myndu fást um framtíð blaðsins um helgina. Þeir starfsmenn sem Fréttablaðið ræddi við voru ekki bjartsýnir á framhaldið. Enginn hefur þó fengið uppsagnarbréf. Ekki hefur náðst í Gunnar Smára en hann sagði á Facebook-síðu sinni að stærstu lánardrottnar félagsins hefðu viljað freista þess að treysta áframhaldandi rekstur blaðsins og óskuðu eftir að hann léti af störfum. „Ég gat því ekki greint starfsfólkinu frá stöðu fyrirtækisins. Ég hafði enga stöðu til þess, þekkti ekki atburðarásina og kunni engin svör,“ segir hann ennfremur.Frétt uppfærð klukkan 17:09
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira