„Þetta var sætt, þetta var gaman“ Telma Tómasson skrifar 8. apríl 2017 12:45 Stjörnur lokakvöldsins í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru án nokkurs vafa Bergur Jónsson og magnaða hryssan hans, Katla frá Ketilsstöðum. Bergur átti mikilli velgengni að fagna í mótaröðinni í vetur og fór heim í gærkvöldi með fangið fullt af verðlaunagripum. Keppt var í tveimur greinum á lokakvöldinu, tölti T1 og flugskeiði. Hápunktur Meistaradeildarinnar er jafnan keppni í tölti, en þar fór Bergur með sigur af hólmi. Yfirburðir hans og Kötlu voru talsverðir eftir forkeppnina, en í A-úrslitunum sóttu fast að honum þeir Jakob Svavar Sigurðsson, á Glóríu frá Skúfslæk, og Guðmundur F. Björgvinsson á Straumi frá Feti. Leikar fóru þó þannig að lokum að yfirferðartöltið skilaði Bergi himinháum einkunum og þar með skaut hann þeim Jakobi Svavari og Guðmundi ref fyrir rass, kom sér vel fyrir á toppnum og hlaut gullið, með einkunnina 8,83. ,,Þetta var sætt, þetta var gaman,“ sagði Bergur þegar sigurinn var í höfn. En kvöldið var rétt að byrja hjá Bergi. Hann var í toppbaráttunni um efsta sætið í einstaklingskeppninni í Meistaradeildinni og því var hvert stig honum mikilvægt. Hlaut hann 12 stig fyrir sigur í tölti og einnig 5 fyrir árangur í flugskeiði, en nokkrir knapar voru um hituna og hélst spennan allt til loka kvöldsins. Þegar allt var samankomið og útreiknað kom í ljós að Bergur og Árni Björn Pálsson voru jafnir að stigum, með 45 stig hvor. Hafði Bergur hins vegar sigrað oftar í einstökum greinum og samkvæmt reglum var hann því réttmætur sigurvegari Meistaradeildarinnar 2017. „Þetta var gaman. Stóð tæpt en hafðist,“ sagði meistarinn þegar niðurstaðan lá fyrir. En þá er ekki allt upptalið enn því lið Bergs, Gangmyllan, var kjörið skemmtilegasta liðið, var í þriðja sæti í liðakeppninni, auk þess sem hann og liðsmaður hans, Elin Holst, voru kjörin fagmannlegustu knaparnir. Magnaður lokasprettur hjá Bergi. Sýnt var frá Meistaradeild Cintamani í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og má sjá valin augnablik frá lokakvöldinu á meðfylgjandi myndskeiði.Niðurstöður A-úrslita í tölti voru eftirfarandi:1 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum 8.83 2 Jakob Svavar Sigurðsson Gloría frá Skúfslæk 8.78 3 Guðmundur Friðrik Björgvinsson Straumur frá Feti 8.61 4 Ásmundur Ernir Snorrason Spölur frá Njarðvík 8.39 5 Árni Björn Pálsson Skíma frá Kvistum 8.28 6 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.89Einstaklingskeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017 Bergur Jónsson 45 stig Árni Björn Pálsson 45 stig Jakob S. Sigurðsson 43.5 stigLiðakeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017 Top Reiter 439.5 stig Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 367.5 stig Gangmyllan 351 stig Hestar Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Stjörnur lokakvöldsins í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru án nokkurs vafa Bergur Jónsson og magnaða hryssan hans, Katla frá Ketilsstöðum. Bergur átti mikilli velgengni að fagna í mótaröðinni í vetur og fór heim í gærkvöldi með fangið fullt af verðlaunagripum. Keppt var í tveimur greinum á lokakvöldinu, tölti T1 og flugskeiði. Hápunktur Meistaradeildarinnar er jafnan keppni í tölti, en þar fór Bergur með sigur af hólmi. Yfirburðir hans og Kötlu voru talsverðir eftir forkeppnina, en í A-úrslitunum sóttu fast að honum þeir Jakob Svavar Sigurðsson, á Glóríu frá Skúfslæk, og Guðmundur F. Björgvinsson á Straumi frá Feti. Leikar fóru þó þannig að lokum að yfirferðartöltið skilaði Bergi himinháum einkunum og þar með skaut hann þeim Jakobi Svavari og Guðmundi ref fyrir rass, kom sér vel fyrir á toppnum og hlaut gullið, með einkunnina 8,83. ,,Þetta var sætt, þetta var gaman,“ sagði Bergur þegar sigurinn var í höfn. En kvöldið var rétt að byrja hjá Bergi. Hann var í toppbaráttunni um efsta sætið í einstaklingskeppninni í Meistaradeildinni og því var hvert stig honum mikilvægt. Hlaut hann 12 stig fyrir sigur í tölti og einnig 5 fyrir árangur í flugskeiði, en nokkrir knapar voru um hituna og hélst spennan allt til loka kvöldsins. Þegar allt var samankomið og útreiknað kom í ljós að Bergur og Árni Björn Pálsson voru jafnir að stigum, með 45 stig hvor. Hafði Bergur hins vegar sigrað oftar í einstökum greinum og samkvæmt reglum var hann því réttmætur sigurvegari Meistaradeildarinnar 2017. „Þetta var gaman. Stóð tæpt en hafðist,“ sagði meistarinn þegar niðurstaðan lá fyrir. En þá er ekki allt upptalið enn því lið Bergs, Gangmyllan, var kjörið skemmtilegasta liðið, var í þriðja sæti í liðakeppninni, auk þess sem hann og liðsmaður hans, Elin Holst, voru kjörin fagmannlegustu knaparnir. Magnaður lokasprettur hjá Bergi. Sýnt var frá Meistaradeild Cintamani í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og má sjá valin augnablik frá lokakvöldinu á meðfylgjandi myndskeiði.Niðurstöður A-úrslita í tölti voru eftirfarandi:1 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum 8.83 2 Jakob Svavar Sigurðsson Gloría frá Skúfslæk 8.78 3 Guðmundur Friðrik Björgvinsson Straumur frá Feti 8.61 4 Ásmundur Ernir Snorrason Spölur frá Njarðvík 8.39 5 Árni Björn Pálsson Skíma frá Kvistum 8.28 6 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.89Einstaklingskeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017 Bergur Jónsson 45 stig Árni Björn Pálsson 45 stig Jakob S. Sigurðsson 43.5 stigLiðakeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017 Top Reiter 439.5 stig Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 367.5 stig Gangmyllan 351 stig
Hestar Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira