Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2017 09:55 Thomas Moller Olsen hefur verið ákærður. Vísir/Anton Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa að morgni laugardagsins 14. janúar, svipt Birnu Brjánsdóttir lífi. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að hinn þrítugi Møller Olsen hafi veist með ofbeldi að Birnu, í bifreið af gerðinni Kia Rio, sem lagt var nálægt flotkví við enda hafnarkantsins í Hafnarfjarðarhöfn „og/eða á öðrum óþekktum stað, og [slegið] hana ítrekað í andlit og höfuð, [tekið] hana kverkataki og [hert] kröftuglega að hálsi hennar.“ Segir að Birna hafi nefbrotnað og hlotið marga höggáverka í andliti. Í ákæru kemur enn fremur fram að ákærði hafi í framhaldinu, á óþekktum stað, varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Lík Birnu fannst sunnudaginn 22. janúar í fjörunni rétt vestan við Selvogsvita í Selvogi í Ölfushreppi. Olsen er einnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 19. janúar í káetu sem hann hafði til umráða í fiskveiðiskipinu Polar Nanoq, haft í vörslum sínum 23.424 grömm af kannabisefnum, sem ákærði hugðist flytja til Grænlands í ágóðaskyni. Þess er krafist að ákræði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Foreldrar Birnu krefjast að auki að Møller Olsen greiði hvoru um sig 10.550.000 krónur í miskabætur, auk dráttarvaxta. Mál Møller Olsen verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í hádeginu á morgun.Var birt ákæran á fimmtudag Thomasi var birt ákæran á fimmtudag. Gera má ráð fyrir að hann taki formlega afstöðu til ákærunnar við þingfestinguna á morgun, en hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu við yfirheyrslur. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 18. janúar síðastliðnum, eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar um borð í togaranum Polar Nanoq. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Gert er ráð fyrir aðalmeðferð málsins fari fram fyrir sumarfrí dómstólanna, sem hefst í júlí. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Mál Thomasar Møller þingfest á mánudag Var birt ákæran í morgun. 6. apríl 2017 17:18 Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. 30. mars 2017 15:24 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen, hefur verið ákærður fyrir manndráp, með því að hafa að morgni laugardagsins 14. janúar, svipt Birnu Brjánsdóttir lífi. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að hinn þrítugi Møller Olsen hafi veist með ofbeldi að Birnu, í bifreið af gerðinni Kia Rio, sem lagt var nálægt flotkví við enda hafnarkantsins í Hafnarfjarðarhöfn „og/eða á öðrum óþekktum stað, og [slegið] hana ítrekað í andlit og höfuð, [tekið] hana kverkataki og [hert] kröftuglega að hálsi hennar.“ Segir að Birna hafi nefbrotnað og hlotið marga höggáverka í andliti. Í ákæru kemur enn fremur fram að ákærði hafi í framhaldinu, á óþekktum stað, varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Lík Birnu fannst sunnudaginn 22. janúar í fjörunni rétt vestan við Selvogsvita í Selvogi í Ölfushreppi. Olsen er einnig ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 19. janúar í káetu sem hann hafði til umráða í fiskveiðiskipinu Polar Nanoq, haft í vörslum sínum 23.424 grömm af kannabisefnum, sem ákærði hugðist flytja til Grænlands í ágóðaskyni. Þess er krafist að ákræði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Foreldrar Birnu krefjast að auki að Møller Olsen greiði hvoru um sig 10.550.000 krónur í miskabætur, auk dráttarvaxta. Mál Møller Olsen verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í hádeginu á morgun.Var birt ákæran á fimmtudag Thomasi var birt ákæran á fimmtudag. Gera má ráð fyrir að hann taki formlega afstöðu til ákærunnar við þingfestinguna á morgun, en hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu við yfirheyrslur. Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 18. janúar síðastliðnum, eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar um borð í togaranum Polar Nanoq. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Gert er ráð fyrir aðalmeðferð málsins fari fram fyrir sumarfrí dómstólanna, sem hefst í júlí.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Mál Thomasar Møller þingfest á mánudag Var birt ákæran í morgun. 6. apríl 2017 17:18 Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. 30. mars 2017 15:24 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. 30. mars 2017 15:24