Heiðar Austmann býr í draumaíbúðinni í Kópavogi Íslandsbanki kynnir 9. apríl 2017 22:00 Heiðar og dóttir hans fyrir framan draumaheimilið að Tröllakór. Útvarpsmaðurinn og markaðsfulltrúinn Heiðar Austmann keypti sér sína fyrstu íbúð 23 ára gamall með aðstoð föður síns. Sú íbúð varð þó of lítil þegar Heiðar eignaðist sitt fyrsta barn árið 2010. Heiðar leigði íbúðina út og nýtti síðan þá eign ásamt sölu á bíl til að eignast draumaheimilið að Tröllakór. „Árið 2001 skilja foreldrar mínir og eðlilega þá fóru þau í það að skipta upp eignum. Ég var orðinn nógu gamall til að standa á eigin fótum (fyrir löngu meira að segja) og því kom ekkert annað til greina en að kaupa mína fyrstu eign,“ segir Heiðar.Byrjaði í Lundabrekku „Fyrsta íbúðin mín var í Lundarbrekku í Kópavogi. Húsið var byggt í kringum 1970 og var upprunalega eldhúsið og baðherbergið orðið gamaldags en samt mjög töff. Þar sem ég hef búið nánast alla ævi í Kópavoginum vildi ég ekki fara langt og Lundarbrekkan var í raun og veru nálægt gamla góða æskuheimilinu. Faðir minn aðstoðaði mig við að eignast íbúðina með því að lána mér 800.000 kr. sem mig vantaði upp á kaupverðið, en ég tók tvö lán, stærra lánið frá Íbúðalánasjóði og svo viðbótarlán hjá Kópavogsbæ.“ Sú íbúð varð þó of lítil fyrir fjölskylduna þegar Eva dóttir Heiðars fæddist. „Ég leigði íbúðina í Lundarbrekku út eftir að hafa gert upp baðherbergið og notaði leigutekjurnar þar til að greiða fyrir leigu á stærri íbúð í Perlukór sem við fluttum í,“ segir Heiðar. Heiðar sýndi íbúðina í Lundabrekku í viðtali við DV í desember 2005.Stærri íbúð fyrir stærri fjölskyldu „Eftir þrjú ár á leigumarkaðinum var leigan orðin það há að það var orðið hagstæðara fyrir okkur að kaupa þannig að við seldum Lundarbrekkuna og fjármögnuðum þannig kaup á núverandi heimili fjölskyldunnar í Tröllakór. Þá vorum við Stefanie komin með annað barn og því þurfti stærri íbúð til að hýsa okkur fjögur. Auk þess áttum við Suzuki Grand Vitara eða „afa bíl“ eins og margir vinir mínir kölluðu hann sem við seldum til að fjármagna þau fasteignakaup. Íbúðin sem við búum í núna er draumaíbúðin okkar. Hún er rúmgóð og björt með fallegt útsýni. Svo erum við líka heppin með nágranna“ segir Heiðar sem nýlega fagnaði fertugsafmæli sínu.Þetta var saga Heiðars, hvernig viltu að þín saga verði? Pantaðu ráðgjöf og komdu til okkar og gerðu þitt plan.Greinin er kostuð af Íslandsbanka en hún er hluti af Það er hægt, verkefni bankans um fyrstu kaup á fasteign. Það er hægt Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ 43 ára kvikmyndasaga kvödd Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið Sjá meira
Útvarpsmaðurinn og markaðsfulltrúinn Heiðar Austmann keypti sér sína fyrstu íbúð 23 ára gamall með aðstoð föður síns. Sú íbúð varð þó of lítil þegar Heiðar eignaðist sitt fyrsta barn árið 2010. Heiðar leigði íbúðina út og nýtti síðan þá eign ásamt sölu á bíl til að eignast draumaheimilið að Tröllakór. „Árið 2001 skilja foreldrar mínir og eðlilega þá fóru þau í það að skipta upp eignum. Ég var orðinn nógu gamall til að standa á eigin fótum (fyrir löngu meira að segja) og því kom ekkert annað til greina en að kaupa mína fyrstu eign,“ segir Heiðar.Byrjaði í Lundabrekku „Fyrsta íbúðin mín var í Lundarbrekku í Kópavogi. Húsið var byggt í kringum 1970 og var upprunalega eldhúsið og baðherbergið orðið gamaldags en samt mjög töff. Þar sem ég hef búið nánast alla ævi í Kópavoginum vildi ég ekki fara langt og Lundarbrekkan var í raun og veru nálægt gamla góða æskuheimilinu. Faðir minn aðstoðaði mig við að eignast íbúðina með því að lána mér 800.000 kr. sem mig vantaði upp á kaupverðið, en ég tók tvö lán, stærra lánið frá Íbúðalánasjóði og svo viðbótarlán hjá Kópavogsbæ.“ Sú íbúð varð þó of lítil fyrir fjölskylduna þegar Eva dóttir Heiðars fæddist. „Ég leigði íbúðina í Lundarbrekku út eftir að hafa gert upp baðherbergið og notaði leigutekjurnar þar til að greiða fyrir leigu á stærri íbúð í Perlukór sem við fluttum í,“ segir Heiðar. Heiðar sýndi íbúðina í Lundabrekku í viðtali við DV í desember 2005.Stærri íbúð fyrir stærri fjölskyldu „Eftir þrjú ár á leigumarkaðinum var leigan orðin það há að það var orðið hagstæðara fyrir okkur að kaupa þannig að við seldum Lundarbrekkuna og fjármögnuðum þannig kaup á núverandi heimili fjölskyldunnar í Tröllakór. Þá vorum við Stefanie komin með annað barn og því þurfti stærri íbúð til að hýsa okkur fjögur. Auk þess áttum við Suzuki Grand Vitara eða „afa bíl“ eins og margir vinir mínir kölluðu hann sem við seldum til að fjármagna þau fasteignakaup. Íbúðin sem við búum í núna er draumaíbúðin okkar. Hún er rúmgóð og björt með fallegt útsýni. Svo erum við líka heppin með nágranna“ segir Heiðar sem nýlega fagnaði fertugsafmæli sínu.Þetta var saga Heiðars, hvernig viltu að þín saga verði? Pantaðu ráðgjöf og komdu til okkar og gerðu þitt plan.Greinin er kostuð af Íslandsbanka en hún er hluti af Það er hægt, verkefni bankans um fyrstu kaup á fasteign.
Það er hægt Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ 43 ára kvikmyndasaga kvödd Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið Sjá meira