Óskar Bjarni: Ég hef húmor fyrir þessu Smári Jökull Jónsson skrifar 9. apríl 2017 19:33 Óskar Bjarni Óskarsson hafði húmor fyrir söng sem stuðningsmenn ÍBV sungu í leiknum í dag. vísir/anton Óskar Bjarni Óskarsson annar af þjálfurum Vals sagði sitt lið eiga mikið inni miðað við leikinn í dag en ÍBV vann átta marka sigur og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í leik liðanna á miðvikudag. „Við vorum alltaf að elta, mér fannst við ekki ná takti hvorki varnarlega né sóknarlega. Við vorum ekki að ná hraðaupphlaupum og ekki að ná að brjóta mikið á þeim og stjórna leiknum. Þeir stjórnuðu leiknum og voru bara betri og áttu skilið að vinna þennan leik. Það skemmtilega við úrslitakeppnina er að það er bara 1-0,“ sagði Óskar Bjarni við Vísi eftir leik. „Við þurfum bara að gera miklu betur á öllum vígstöðum. Vörn, hraðaupphlaup, sókn og hlaupa aftur. Til að vinna Eyjamenn þarftu að eiga toppleik. Það vantaði áræðni í þessu og ef við náum því ekki erum við í vandræðum. Við eigum þar inni og við náum því fram.“ Valsmenn voru alltaf að elta í leiknum í dag og það var eins og það hefði vantað meiri ákefð í þeirra lið. Stemningin á pöllunum var frábær og stuðningsmenn Vals mættu til Eyja með Herjólfi. „Alveg frábært að spila hérna, mikil stemmning og alltaf gaman að koma til Eyja. Ég hef oft sagt að þetta sé skemmtilegasti útivöllurinn að koma á. Þó ákveðnir hlutir hafi ekki verið að ganga upp þá vorum við fínir að halda niðri muninum. Svo hentum við þessu frá okkur í lokin og þá var þetta erfitt.“ Það voru töluverð læti eftir leik liðanna í deildarkeppninni í síðustu viku og meðal annars tókust þeir á þjálfararnir, Óskar Bjarni og Arnar Pétursson. Stuðningsmannasveit ÍBV lét Óskar stundum heyra það í dag og söng orðin sem Arnar notaði um kollega sinn í síðasta leik. „Það er allt komið í gott mál. Hann var að verja sinn leikmann og við aðeins að takast á sem við höfum gert síðan við vorum 13-14 ára og orðið rólegir strax á eftir. Helst viljum við ekkert vera að ræða þetta heldur leyfa leikmönnum að eiga sviðið. Strax eftir leikinn um daginn var þetta ekkert vandamál.“ „Eyjamenn voru eitthvað að kalla í dag og blessaður vertu, ég hef húmor fyrir þessu. Þetta er skemmtilegur þjóðflokkur hérna og yndislegt fólk. Við þurfum bara að koma hérna aftur því það er svo hrikalega gaman að vera hérna.“ Valsmenn fara ekki í sumarfrí þó þeir detti úr leik á miðvikudaginn því þeir eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppninni. Er sú keppni eitthvað að trufla leikmenn Vals í úrslitakeppninni? „Hún truflar ekkert hér, hún á ekki að gera það. Við höfum spilað mikið af leikjum sem við höfum grætt á og þetta á ekkert að hafa áhrif. Nú byrjar ný keppni, síðasta umferðin í deildinni var erfið og nú er bara nýtt líf og við þurfum að nýta það,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45 Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson annar af þjálfurum Vals sagði sitt lið eiga mikið inni miðað við leikinn í dag en ÍBV vann átta marka sigur og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í leik liðanna á miðvikudag. „Við vorum alltaf að elta, mér fannst við ekki ná takti hvorki varnarlega né sóknarlega. Við vorum ekki að ná hraðaupphlaupum og ekki að ná að brjóta mikið á þeim og stjórna leiknum. Þeir stjórnuðu leiknum og voru bara betri og áttu skilið að vinna þennan leik. Það skemmtilega við úrslitakeppnina er að það er bara 1-0,“ sagði Óskar Bjarni við Vísi eftir leik. „Við þurfum bara að gera miklu betur á öllum vígstöðum. Vörn, hraðaupphlaup, sókn og hlaupa aftur. Til að vinna Eyjamenn þarftu að eiga toppleik. Það vantaði áræðni í þessu og ef við náum því ekki erum við í vandræðum. Við eigum þar inni og við náum því fram.“ Valsmenn voru alltaf að elta í leiknum í dag og það var eins og það hefði vantað meiri ákefð í þeirra lið. Stemningin á pöllunum var frábær og stuðningsmenn Vals mættu til Eyja með Herjólfi. „Alveg frábært að spila hérna, mikil stemmning og alltaf gaman að koma til Eyja. Ég hef oft sagt að þetta sé skemmtilegasti útivöllurinn að koma á. Þó ákveðnir hlutir hafi ekki verið að ganga upp þá vorum við fínir að halda niðri muninum. Svo hentum við þessu frá okkur í lokin og þá var þetta erfitt.“ Það voru töluverð læti eftir leik liðanna í deildarkeppninni í síðustu viku og meðal annars tókust þeir á þjálfararnir, Óskar Bjarni og Arnar Pétursson. Stuðningsmannasveit ÍBV lét Óskar stundum heyra það í dag og söng orðin sem Arnar notaði um kollega sinn í síðasta leik. „Það er allt komið í gott mál. Hann var að verja sinn leikmann og við aðeins að takast á sem við höfum gert síðan við vorum 13-14 ára og orðið rólegir strax á eftir. Helst viljum við ekkert vera að ræða þetta heldur leyfa leikmönnum að eiga sviðið. Strax eftir leikinn um daginn var þetta ekkert vandamál.“ „Eyjamenn voru eitthvað að kalla í dag og blessaður vertu, ég hef húmor fyrir þessu. Þetta er skemmtilegur þjóðflokkur hérna og yndislegt fólk. Við þurfum bara að koma hérna aftur því það er svo hrikalega gaman að vera hérna.“ Valsmenn fara ekki í sumarfrí þó þeir detti úr leik á miðvikudaginn því þeir eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppninni. Er sú keppni eitthvað að trufla leikmenn Vals í úrslitakeppninni? „Hún truflar ekkert hér, hún á ekki að gera það. Við höfum spilað mikið af leikjum sem við höfum grætt á og þetta á ekkert að hafa áhrif. Nú byrjar ný keppni, síðasta umferðin í deildinni var erfið og nú er bara nýtt líf og við þurfum að nýta það,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45 Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45
Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn