Eyðimerkurgöngu Garcia lokið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. apríl 2017 23:32 Garcia fagnar í kvöld. Loksins, loksins var komið að honum. vísir/getty Eftir rúmlega 20 ára bið og 73 risamót kom loksins að því að Spánverjinn Sergio Garcia ynni risamót. Hann vann Masters-mótið eftir ótrúlega rimmu gegn Justin Rose. Bráðabana þurfti til að fá sigurvegara á mótinu. Dramatíkin var alls ráðandi á lokaholunum eins og við rekjum hér að neðan. Þeir Rose og Garcia voru jafnir þegar aðeins níu holur voru eftir af mótinu. Einvígi í uppsiglingu. Þá byrjaði Garcia að spila rassinn úr buxunum. Eins og svo oft áður. Hann fékk skolla á tíundu og elleftu holu og missti Rose tveimur höggum frá sér. Er flestir voru búnir að afskrifa Spánverjann fékk hann fugl á fjórtándu og svo örn á fimmtándu. Þvílík endurkoma og allt að verða vitlaust. Þeir jafnir og þrjár holur eftir. Það virtist fátt ætla að koma hinum yfirvegaða Rose úr jafnvægi. Hann nældi sér í fugl á sextándu á meðan Garcia varð að sætta sig við par. Meðbyrinn dugði skammt og aftur varð Garcia að sækja.Hér má sjá þá félaga á ferðinni í dag.vísir/gettyÁ sautjándu holu lenti Rose í sandinum en bjargaði sér með laglegu inn á höggi en átti nokkuð snúið pútt pútt fyrir pari. Garcia var í ágætu fuglafæri sem hann hreinlega varð að setja niður. Púttið var of stutt. Það kom ekki að sök því Rose missti sitt pútt og fékk skolla á meðan Garcia fékk þægilegt par. Aftur voru þeir jafnir og aðeins ein hola eftir. Yfirþyrmandi spenna. Garcia virtist vera kominn með kjarkinn aftur og upphafshöggið á átjándu var gott. Rose einnig silkislakur. Báðir á fínum stað eftir upphafshöggið og munaði svona þrem metrum á milli þeirra. Chipkeppni fram undan. Rose sló á undan. Fór of langt til hægri en var afar heppinn því boltinn lenti í kanti og skoppaði í átt að pinnanum. Höggið hjá Garcia var gjörsamlega geggjað. Beint á pinna en var samt ekkert mikið nær en Rose sem fékk skoppið vinalega. Tvö mjög taugatrekkjandi pútt biðu heimsbyggðarinnar. Rose púttaði á undan og rétt missti púttið. Hann trúði vart eigin augum. Hann gaf Garcia þar sem tækifæri til þess að vinna sinn fyrsta risatitil. Besta tækifæri hans frá upphafi til þess að landa loksins risatitli. Með um meterspútt brustu taugar Garcia í svona milljónasta skiptið á ferlið. Ótrúlegt. Bráðabani beið því kappanna. Þvílíkur taugatryllir. Þeir félagar héldu því aftur á átjándu holuna og taugastríðið hélt áfram. Rose fór aðeins út fyrir braut en Garcia á brautinni. Rose gat aðeins slegið stutt inn á brautina í sínu öðru höggi og Garcia því aftur í dauðafæri að klára þetta mót. Koma sér inn á flöt höggi á undan. Það gerði hann heldur betur. Silkimjúkur, fór inn á flöt og var um tveim metrum frá pinna. Pressan færðist yfir á Rose sem varð að fá sitt besta högg inn á flötina núna. Höggið var ágætt en samt lengra frá en Garcia. Hann varð að setja púttið niður og vonast eftir því að Garcia klúðraði. Púttið hjá Rose fór ekki niður og Garcia mátti því tvípútta. Það var tækifæri sem ekki einu sinni hann gat klúðrað. Hann þurfti heldur ekki tvö pútt því hann púttaði bara beint ofan í. Það var skemmtilegra. Garica fékk 233 milljónir í sinn hlut fyrir sigurinn en Rose fékk um 90 milljónum krónum minna. Golf Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Sjá meira
Eftir rúmlega 20 ára bið og 73 risamót kom loksins að því að Spánverjinn Sergio Garcia ynni risamót. Hann vann Masters-mótið eftir ótrúlega rimmu gegn Justin Rose. Bráðabana þurfti til að fá sigurvegara á mótinu. Dramatíkin var alls ráðandi á lokaholunum eins og við rekjum hér að neðan. Þeir Rose og Garcia voru jafnir þegar aðeins níu holur voru eftir af mótinu. Einvígi í uppsiglingu. Þá byrjaði Garcia að spila rassinn úr buxunum. Eins og svo oft áður. Hann fékk skolla á tíundu og elleftu holu og missti Rose tveimur höggum frá sér. Er flestir voru búnir að afskrifa Spánverjann fékk hann fugl á fjórtándu og svo örn á fimmtándu. Þvílík endurkoma og allt að verða vitlaust. Þeir jafnir og þrjár holur eftir. Það virtist fátt ætla að koma hinum yfirvegaða Rose úr jafnvægi. Hann nældi sér í fugl á sextándu á meðan Garcia varð að sætta sig við par. Meðbyrinn dugði skammt og aftur varð Garcia að sækja.Hér má sjá þá félaga á ferðinni í dag.vísir/gettyÁ sautjándu holu lenti Rose í sandinum en bjargaði sér með laglegu inn á höggi en átti nokkuð snúið pútt pútt fyrir pari. Garcia var í ágætu fuglafæri sem hann hreinlega varð að setja niður. Púttið var of stutt. Það kom ekki að sök því Rose missti sitt pútt og fékk skolla á meðan Garcia fékk þægilegt par. Aftur voru þeir jafnir og aðeins ein hola eftir. Yfirþyrmandi spenna. Garcia virtist vera kominn með kjarkinn aftur og upphafshöggið á átjándu var gott. Rose einnig silkislakur. Báðir á fínum stað eftir upphafshöggið og munaði svona þrem metrum á milli þeirra. Chipkeppni fram undan. Rose sló á undan. Fór of langt til hægri en var afar heppinn því boltinn lenti í kanti og skoppaði í átt að pinnanum. Höggið hjá Garcia var gjörsamlega geggjað. Beint á pinna en var samt ekkert mikið nær en Rose sem fékk skoppið vinalega. Tvö mjög taugatrekkjandi pútt biðu heimsbyggðarinnar. Rose púttaði á undan og rétt missti púttið. Hann trúði vart eigin augum. Hann gaf Garcia þar sem tækifæri til þess að vinna sinn fyrsta risatitil. Besta tækifæri hans frá upphafi til þess að landa loksins risatitli. Með um meterspútt brustu taugar Garcia í svona milljónasta skiptið á ferlið. Ótrúlegt. Bráðabani beið því kappanna. Þvílíkur taugatryllir. Þeir félagar héldu því aftur á átjándu holuna og taugastríðið hélt áfram. Rose fór aðeins út fyrir braut en Garcia á brautinni. Rose gat aðeins slegið stutt inn á brautina í sínu öðru höggi og Garcia því aftur í dauðafæri að klára þetta mót. Koma sér inn á flöt höggi á undan. Það gerði hann heldur betur. Silkimjúkur, fór inn á flöt og var um tveim metrum frá pinna. Pressan færðist yfir á Rose sem varð að fá sitt besta högg inn á flötina núna. Höggið var ágætt en samt lengra frá en Garcia. Hann varð að setja púttið niður og vonast eftir því að Garcia klúðraði. Púttið hjá Rose fór ekki niður og Garcia mátti því tvípútta. Það var tækifæri sem ekki einu sinni hann gat klúðrað. Hann þurfti heldur ekki tvö pútt því hann púttaði bara beint ofan í. Það var skemmtilegra. Garica fékk 233 milljónir í sinn hlut fyrir sigurinn en Rose fékk um 90 milljónum krónum minna.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Sjá meira