Átök í stjórn VÍS: Svanhildur segir Herdísi hafa viljað stjórnarformannssætið Haraldur Guðmundsson skrifar 30. mars 2017 14:39 Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður VÍS, og Herdís Dröfn Fjeldsted, fyrrverandi stjórnarformaður tryggingafélagsins. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og nýkjörinn stjórnarformaður VÍS, segir það vonbrigði að Herdís Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hafi sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins á þriðjudag. Í bréfi sem Svanhildur sendi hópi hluthafa í VÍS fyrr í dag, og Vísir hefur undir höndum, segist hún meðvituð um að Herdís hafi haft væntingar um að sitja áfram sem stjórnarformaður tryggingafélagsins. „Það er mín skoðun að þegar fólk er kosið í stjórn félags, VÍS í þessu tilfelli, þá sé óeðlilegt að gera þá kröfu að ef viðkomandi fái ekki stól formanns þá hafi hann ekki áhuga á að starfa að málefnum félagsins. Það var von mín að Herdís myndi reyna á stjórnarsamstarfið áður en hún tæki slíka ákvörðun, en hún tók þessa ákvörðun án þess að sitja einn hefðbundinn stjórnarfund eftir aðalfundinn,“ segir Svanhildur. VÍS tilkynnti til Kauphallar Íslands á þriðjudag að Herdís hefði sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins. Þar hafði hún setið síðan í nóvember 2015 þegar mikil uppstokkun varð í stjórn félagsins á hluthafafundi og Herdís var í kjölfar hans kjörin stjórnarformaður. Ekki náðist í Herdísi við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Rekstur VÍS hafi verið lakari Svanhildur, sem á um átta prósenta hlut í VÍS ásamt eiginmanni sínum Guðmundi Erni Þórðarsyni, segir einnig í bréfinu að það sé „engin launung að rekstur VÍS hefur verið lakari en samkeppnisaðilanna undanfarin ár“. „Og það er eitthvað sem við eigum ekki að sætta okkur við. Þar mun áhersla nýrrar stjórnar liggja,“ segir Svanhildur og tekur fram að það sé ekki markmið nýrrar stjórnar að kollvarpa því starfi sem unnið sé að innan fyrirtækisins. „Það hefur því miður verið of mikið um breytingar á stjórn VÍS undanfarin ár. Stjórnarmenn hafa komið og farið og því miður hefur niðurstaða viðkomandi allt of oft verið sú að stjórnarmönnum finnst þeir ekki hafa komið í gegn breytingum sem voru nauðsynlegar til að bæta árangur félagsins. Þessu vil ég breyta. Þrátt fyrir að það sé vissulega missir af Herdísi úr stjórninni þá tel ég stjórnina vera ákaflega vel mannaða.“ VÍS keypti 22 prósenta hlut í Kviku í byrjun árs.Á sjálf hlut í Kviku Í bréfinu segir Svanhildur einnig að með kaupum VÍS á 22 prósenta hlut í Kviku fjárfestingabanka í janúar megi segja að opnaðar hafi verið dyr að frekari útvíkun á starfsemi tryggingafélagsins. Forstjóri þess, Jakob Sigurðsson, hafi kynnt þetta sem eignadreifingu í fyrsta fasa með möguleika á frekara skrefi í þróun á starfssviði félagsins. „Það er rétt að árétta að stefnumótunarvinna félagsins og ákvörðun um kaup félagsins í Kviku og hugmyndavinna tengd þeim kaupum var unnin af forstjóra og þeirri stjórn sem sat fram að síðasta aðalfundi. Það væri verið að gera lítið úr þeirra starfi að eigna niðurstöðurnar á einhvern hátt nýrri stjórn. Það er von stjórnar að á næstu vikum gefist tækifæri til að kynna betur þessa vinnu fyrir hluthöfum félagsins,“ segir Svanhildur sem á einnig átta prósenta hlut í Kviku í gegnum félagið K2B fjárfestingar. Þá situr Guðmundur eiginmaður hennar í stjórn fjárfestingabankans. „Í framhaldi af umfjöllun hér að ofan um Kviku er rétt að taka fram að ég er fjárfestir á markaði og á því eignarhluti í nokkrum félögum, eitt þeirra er Kvika. Eignarhlutur minn var eftir því sem ég best veit keyptur áður en VÍS tók ákvörðun um að fjárfesta í félaginu og áður en ég hafði nokkra aðkomu að stjórn VÍS. Ég kem ekki að umfjöllun eða ákvörðunum í stjórn í málum sem hafa með hlut félagsins í Kviku banka og sama myndi gilda um önnur félög sem ég hef mögulega hagsmuni af.“ Tengdar fréttir Svanhildur Nanna ætlar að bjóða sig fram í stjórn VÍS Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og hluthafi í VÍS, hyggst bjóða sig fram í stjórn tryggingafélagsins á aðalfundi félagsins sem fer fram 15. mars næstkomandi. 22. febrúar 2017 09:00 VÍS kaupir um 22 prósenta hlut í Kviku Gengið hefur verið frá kaupum á 22 prósenta hlut fyrir um 1.650 milljónir. 5. janúar 2017 17:32 Herdís Fjeldsted segir sig úr stjórn VÍS Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hefur sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar fyrr í kvöld. 28. mars 2017 22:53 Svanhildur Nanna nýr stjórnarformaður VÍS Fjárfestirinn Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir var kjörin stjórnarformaður Vátryggingafélags Íslands (VÍS) á fyrsta fundi nýrrar stjórnar fyrirtækisins í gær. Þá var Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og sérfræðingur hjá Strategíu, kjörin varaformaður. 16. mars 2017 09:50 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og nýkjörinn stjórnarformaður VÍS, segir það vonbrigði að Herdís Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hafi sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins á þriðjudag. Í bréfi sem Svanhildur sendi hópi hluthafa í VÍS fyrr í dag, og Vísir hefur undir höndum, segist hún meðvituð um að Herdís hafi haft væntingar um að sitja áfram sem stjórnarformaður tryggingafélagsins. „Það er mín skoðun að þegar fólk er kosið í stjórn félags, VÍS í þessu tilfelli, þá sé óeðlilegt að gera þá kröfu að ef viðkomandi fái ekki stól formanns þá hafi hann ekki áhuga á að starfa að málefnum félagsins. Það var von mín að Herdís myndi reyna á stjórnarsamstarfið áður en hún tæki slíka ákvörðun, en hún tók þessa ákvörðun án þess að sitja einn hefðbundinn stjórnarfund eftir aðalfundinn,“ segir Svanhildur. VÍS tilkynnti til Kauphallar Íslands á þriðjudag að Herdís hefði sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins. Þar hafði hún setið síðan í nóvember 2015 þegar mikil uppstokkun varð í stjórn félagsins á hluthafafundi og Herdís var í kjölfar hans kjörin stjórnarformaður. Ekki náðist í Herdísi við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Rekstur VÍS hafi verið lakari Svanhildur, sem á um átta prósenta hlut í VÍS ásamt eiginmanni sínum Guðmundi Erni Þórðarsyni, segir einnig í bréfinu að það sé „engin launung að rekstur VÍS hefur verið lakari en samkeppnisaðilanna undanfarin ár“. „Og það er eitthvað sem við eigum ekki að sætta okkur við. Þar mun áhersla nýrrar stjórnar liggja,“ segir Svanhildur og tekur fram að það sé ekki markmið nýrrar stjórnar að kollvarpa því starfi sem unnið sé að innan fyrirtækisins. „Það hefur því miður verið of mikið um breytingar á stjórn VÍS undanfarin ár. Stjórnarmenn hafa komið og farið og því miður hefur niðurstaða viðkomandi allt of oft verið sú að stjórnarmönnum finnst þeir ekki hafa komið í gegn breytingum sem voru nauðsynlegar til að bæta árangur félagsins. Þessu vil ég breyta. Þrátt fyrir að það sé vissulega missir af Herdísi úr stjórninni þá tel ég stjórnina vera ákaflega vel mannaða.“ VÍS keypti 22 prósenta hlut í Kviku í byrjun árs.Á sjálf hlut í Kviku Í bréfinu segir Svanhildur einnig að með kaupum VÍS á 22 prósenta hlut í Kviku fjárfestingabanka í janúar megi segja að opnaðar hafi verið dyr að frekari útvíkun á starfsemi tryggingafélagsins. Forstjóri þess, Jakob Sigurðsson, hafi kynnt þetta sem eignadreifingu í fyrsta fasa með möguleika á frekara skrefi í þróun á starfssviði félagsins. „Það er rétt að árétta að stefnumótunarvinna félagsins og ákvörðun um kaup félagsins í Kviku og hugmyndavinna tengd þeim kaupum var unnin af forstjóra og þeirri stjórn sem sat fram að síðasta aðalfundi. Það væri verið að gera lítið úr þeirra starfi að eigna niðurstöðurnar á einhvern hátt nýrri stjórn. Það er von stjórnar að á næstu vikum gefist tækifæri til að kynna betur þessa vinnu fyrir hluthöfum félagsins,“ segir Svanhildur sem á einnig átta prósenta hlut í Kviku í gegnum félagið K2B fjárfestingar. Þá situr Guðmundur eiginmaður hennar í stjórn fjárfestingabankans. „Í framhaldi af umfjöllun hér að ofan um Kviku er rétt að taka fram að ég er fjárfestir á markaði og á því eignarhluti í nokkrum félögum, eitt þeirra er Kvika. Eignarhlutur minn var eftir því sem ég best veit keyptur áður en VÍS tók ákvörðun um að fjárfesta í félaginu og áður en ég hafði nokkra aðkomu að stjórn VÍS. Ég kem ekki að umfjöllun eða ákvörðunum í stjórn í málum sem hafa með hlut félagsins í Kviku banka og sama myndi gilda um önnur félög sem ég hef mögulega hagsmuni af.“
Tengdar fréttir Svanhildur Nanna ætlar að bjóða sig fram í stjórn VÍS Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og hluthafi í VÍS, hyggst bjóða sig fram í stjórn tryggingafélagsins á aðalfundi félagsins sem fer fram 15. mars næstkomandi. 22. febrúar 2017 09:00 VÍS kaupir um 22 prósenta hlut í Kviku Gengið hefur verið frá kaupum á 22 prósenta hlut fyrir um 1.650 milljónir. 5. janúar 2017 17:32 Herdís Fjeldsted segir sig úr stjórn VÍS Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hefur sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar fyrr í kvöld. 28. mars 2017 22:53 Svanhildur Nanna nýr stjórnarformaður VÍS Fjárfestirinn Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir var kjörin stjórnarformaður Vátryggingafélags Íslands (VÍS) á fyrsta fundi nýrrar stjórnar fyrirtækisins í gær. Þá var Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og sérfræðingur hjá Strategíu, kjörin varaformaður. 16. mars 2017 09:50 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Svanhildur Nanna ætlar að bjóða sig fram í stjórn VÍS Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og hluthafi í VÍS, hyggst bjóða sig fram í stjórn tryggingafélagsins á aðalfundi félagsins sem fer fram 15. mars næstkomandi. 22. febrúar 2017 09:00
VÍS kaupir um 22 prósenta hlut í Kviku Gengið hefur verið frá kaupum á 22 prósenta hlut fyrir um 1.650 milljónir. 5. janúar 2017 17:32
Herdís Fjeldsted segir sig úr stjórn VÍS Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, hefur sagt sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar fyrr í kvöld. 28. mars 2017 22:53
Svanhildur Nanna nýr stjórnarformaður VÍS Fjárfestirinn Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir var kjörin stjórnarformaður Vátryggingafélags Íslands (VÍS) á fyrsta fundi nýrrar stjórnar fyrirtækisins í gær. Þá var Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og sérfræðingur hjá Strategíu, kjörin varaformaður. 16. mars 2017 09:50