Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. mars 2017 15:24 Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag en myndin er úr safni. vísir/eyþór Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Ákæran var tekin með í tengslum við kröfu embættisins um áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir Thomasi sem tekin var fyrir við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Féllst dómurinn á að hann skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Thomas er annars vegar ákærður fyrir manndráp, samkvæmt 211. grein almennra hegningarlaga, og hins vegar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, samkvæmt 173. grein a) almennra hegningarlaga, þar sem hann hugðist smygla 20 kílóum af hassi með grænlenska togaranum Polar Nanoq en hann var skipverji á togaranum.Neitar sök varðandi manndrápið en hefur játað smyglið Refsiramminn fyrir manndráp samkvæmt hegningarlögum er ævilangt fangelsi en algengast er að menn séu dæmdir í 16 ára fangelsi séu þeir fundnir sekir um manndráp. Þá gæti Thomas fengið lengri fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur, þar sem hann er einnig ákærður fyrir smyglið en við því liggur allt að 12 ára fangelsi. Við yfirheyrslur hefur Thomas haldið fram sakleysi sínu varðandi morðið á Birnu en játað smyglið. Thomasi hefur ekki verið birt ákæran þar sem hann var ekki viðstaddur fyrirtökuna fyrir dómi í dag. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar síðastliðinn, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan á grundvelli almannahagsmuna. Annar maður var einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald á sínum tíma, það er þann 19. janúar, í tvær vikur en honum var svo sleppt að þeim tíma liðnum. Hann hafði þó áfram réttarstöðu sakbornings en sætir ekki ákæru í málinu.Birna Brjánsdóttir fæddist 28. nóvember 1996. Hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar en hún sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 þá nótt. Lík Birnu fannst svo átta dögum síðar, þann 22. janúar, í fjörunni við Selvogsvita í Ölfusi. Hún var því aðeins tvítug þegar hún lést. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00 Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi Áhyggjur fangelsismálastofnunar af öryggi skipverjans leiddu til þess að ákveðið hefur verið að vista hann í fangelsinu á Hólmsheiði. Stemningin á Litla Hrauni benti til þess að þar væri öryggi hans ógnað. Sex vikna einangrunarvist mannsins lauk í dag. 28. febrúar 2017 17:18 Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Ákæran var tekin með í tengslum við kröfu embættisins um áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir Thomasi sem tekin var fyrir við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Féllst dómurinn á að hann skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Thomas er annars vegar ákærður fyrir manndráp, samkvæmt 211. grein almennra hegningarlaga, og hins vegar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, samkvæmt 173. grein a) almennra hegningarlaga, þar sem hann hugðist smygla 20 kílóum af hassi með grænlenska togaranum Polar Nanoq en hann var skipverji á togaranum.Neitar sök varðandi manndrápið en hefur játað smyglið Refsiramminn fyrir manndráp samkvæmt hegningarlögum er ævilangt fangelsi en algengast er að menn séu dæmdir í 16 ára fangelsi séu þeir fundnir sekir um manndráp. Þá gæti Thomas fengið lengri fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur, þar sem hann er einnig ákærður fyrir smyglið en við því liggur allt að 12 ára fangelsi. Við yfirheyrslur hefur Thomas haldið fram sakleysi sínu varðandi morðið á Birnu en játað smyglið. Thomasi hefur ekki verið birt ákæran þar sem hann var ekki viðstaddur fyrirtökuna fyrir dómi í dag. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar síðastliðinn, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan á grundvelli almannahagsmuna. Annar maður var einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald á sínum tíma, það er þann 19. janúar, í tvær vikur en honum var svo sleppt að þeim tíma liðnum. Hann hafði þó áfram réttarstöðu sakbornings en sætir ekki ákæru í málinu.Birna Brjánsdóttir fæddist 28. nóvember 1996. Hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar en hún sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 þá nótt. Lík Birnu fannst svo átta dögum síðar, þann 22. janúar, í fjörunni við Selvogsvita í Ölfusi. Hún var því aðeins tvítug þegar hún lést.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00 Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi Áhyggjur fangelsismálastofnunar af öryggi skipverjans leiddu til þess að ákveðið hefur verið að vista hann í fangelsinu á Hólmsheiði. Stemningin á Litla Hrauni benti til þess að þar væri öryggi hans ógnað. Sex vikna einangrunarvist mannsins lauk í dag. 28. febrúar 2017 17:18 Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00
Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi Áhyggjur fangelsismálastofnunar af öryggi skipverjans leiddu til þess að ákveðið hefur verið að vista hann í fangelsinu á Hólmsheiði. Stemningin á Litla Hrauni benti til þess að þar væri öryggi hans ógnað. Sex vikna einangrunarvist mannsins lauk í dag. 28. febrúar 2017 17:18
Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22