Nýjasta eyðibyggðin er á Melrakkasléttu Kristján Már Unnarsson skrifar 20. mars 2017 21:45 Norðurströnd Melrakkasléttu er nýjasta eyðibyggð Íslands eftir að heilsársbúsetu lauk á síðustu sveitabæjum milli Leirhafnar og Raufarhafnar. Þetta var nyrsta byggð landsins, utan Grímseyjar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Fyrir hálfri öld voru um tuttugu býli í byggð á Melrakkasléttu en nú eru aðeins tvö eftir; það vestasta, Reistarnes á Leirhafnartorfunni, og það austasta, Höfði, sunnan Raufarhafnar. Kaflaskil urðu fyrir tveimur árum þegar flutt var burt af höfuðbólinu Leirhöfn en þá var enginn sveitabær eftir í ábúð á milli Leirhafnar og Raufarhafnar. Níels Árni Lund, frá Miðtúni á Melrakkasléttu, gaf nýlega út sögu Sléttunnar í þremur bindum. Þegar hann var að alast upp á Leirhafnartorfunni bjuggu þar milli fimmtíu og sextíu manns á níu heimilum.Níels Árni Lund við bæinn Nýhöfn á Leirhafnartanga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Hér var gert út á níunda áratug síðustu aldar og þá eru hér sjálfsagt einir fimm, sex, sjö bátar, - sem eru fastir hér í Leirhöfn,“ segir Níels Árni. Reisulegt timburhús á Grjótnesi frá árinu 1906 ber vott um ríkidæmi fyrr á tíð en Baldur Hólmsteinsson, sem nytjar þar æðardún á sumrin, telur ekki útilokað að Sléttan byggist á ný. „Það er nægt land til þess að rækta, ef menn vilja fara að búa með skepnur eða gera eitthvað slíkt,“ segir Baldur. Sigurður Mar Óskarsson, hlunnindabóndi á Ásmundarstöðum, telur að þá þyrfti nýjar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustu. „En þetta fer ekki í byggð eins og var, ekki með hefðbundin landbúnaðarnot,“ segir Sigurður.Frænkurnar Þorbjörg Sigurðardóttir og Aðalbjörg Guðmundsdóttir hreinsa dún við bæinn Harðbak.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Konurnar sem við hittum við bæinn Harðbak, mæðgurnar Aðalbjörg Guðmundsdóttir og Margrét Rögnvaldsdóttir, og frænka þeirra, Þorbjörg Sigurðardóttir, segjast mæta í dúnhreinsun á hverju sumri til að halda í gamla samfélagið. Þær fái að minnsta kosti að upplifa einn fjórða af því, segir Aðalbjörg. „Okkur finnst voðalega gaman að minnast þessara tíma þegar við vorum að alast upp,“ segir Þorbjörg. Og dæmi eru um að brottfluttir Sléttungar reisi sér ný hús, eins og Vera Sigurðardóttir frá Oddsstöðum, sem vonast til þess með manni sínum, Óla Björnssyni, að geta dvalið þar í minnst fimm til sex mánuði á ári.Vera Sigurðardóttir frá Oddsstöðum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þetta er bara alveg dásamlegt. Við höfum líka nóg að gera. Það er nú aðalmálið, - að hafa eitthvað við að vera,“ segir Vera. Nánar var fjallað um mannlíf á Melrakkasléttu í þættinum „Um land allt“ en hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þrjár bækur um Melrakkasléttu Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. 6. október 2016 16:45 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju Sjá meira
Norðurströnd Melrakkasléttu er nýjasta eyðibyggð Íslands eftir að heilsársbúsetu lauk á síðustu sveitabæjum milli Leirhafnar og Raufarhafnar. Þetta var nyrsta byggð landsins, utan Grímseyjar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Fyrir hálfri öld voru um tuttugu býli í byggð á Melrakkasléttu en nú eru aðeins tvö eftir; það vestasta, Reistarnes á Leirhafnartorfunni, og það austasta, Höfði, sunnan Raufarhafnar. Kaflaskil urðu fyrir tveimur árum þegar flutt var burt af höfuðbólinu Leirhöfn en þá var enginn sveitabær eftir í ábúð á milli Leirhafnar og Raufarhafnar. Níels Árni Lund, frá Miðtúni á Melrakkasléttu, gaf nýlega út sögu Sléttunnar í þremur bindum. Þegar hann var að alast upp á Leirhafnartorfunni bjuggu þar milli fimmtíu og sextíu manns á níu heimilum.Níels Árni Lund við bæinn Nýhöfn á Leirhafnartanga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Hér var gert út á níunda áratug síðustu aldar og þá eru hér sjálfsagt einir fimm, sex, sjö bátar, - sem eru fastir hér í Leirhöfn,“ segir Níels Árni. Reisulegt timburhús á Grjótnesi frá árinu 1906 ber vott um ríkidæmi fyrr á tíð en Baldur Hólmsteinsson, sem nytjar þar æðardún á sumrin, telur ekki útilokað að Sléttan byggist á ný. „Það er nægt land til þess að rækta, ef menn vilja fara að búa með skepnur eða gera eitthvað slíkt,“ segir Baldur. Sigurður Mar Óskarsson, hlunnindabóndi á Ásmundarstöðum, telur að þá þyrfti nýjar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustu. „En þetta fer ekki í byggð eins og var, ekki með hefðbundin landbúnaðarnot,“ segir Sigurður.Frænkurnar Þorbjörg Sigurðardóttir og Aðalbjörg Guðmundsdóttir hreinsa dún við bæinn Harðbak.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Konurnar sem við hittum við bæinn Harðbak, mæðgurnar Aðalbjörg Guðmundsdóttir og Margrét Rögnvaldsdóttir, og frænka þeirra, Þorbjörg Sigurðardóttir, segjast mæta í dúnhreinsun á hverju sumri til að halda í gamla samfélagið. Þær fái að minnsta kosti að upplifa einn fjórða af því, segir Aðalbjörg. „Okkur finnst voðalega gaman að minnast þessara tíma þegar við vorum að alast upp,“ segir Þorbjörg. Og dæmi eru um að brottfluttir Sléttungar reisi sér ný hús, eins og Vera Sigurðardóttir frá Oddsstöðum, sem vonast til þess með manni sínum, Óla Björnssyni, að geta dvalið þar í minnst fimm til sex mánuði á ári.Vera Sigurðardóttir frá Oddsstöðum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þetta er bara alveg dásamlegt. Við höfum líka nóg að gera. Það er nú aðalmálið, - að hafa eitthvað við að vera,“ segir Vera. Nánar var fjallað um mannlíf á Melrakkasléttu í þættinum „Um land allt“ en hér má sjá kynningarstiklu þáttarins.
Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þrjár bækur um Melrakkasléttu Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. 6. október 2016 16:45 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju Sjá meira
Þrjár bækur um Melrakkasléttu Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. 6. október 2016 16:45
Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34