Aðalmeðferð í máli Hlínar og Malínar hefst í héraðsdómi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2017 08:53 Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand voru ákærðar fyrir að reyna að kúga fé úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þegar hann var forsætisráðherra. Vísir/Eyþór Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand hefst klukkan 9:15 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Systurnar eru annars vegar ákærðar fyrir að reyna kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí 2015 og hins vegar fyrir að reyna að kúga fé út úr Helga Jean Claessen, fyrrum ritstjóra menn.is, í apríl 2015. Þinghaldið í málinu er lokað þar sem annar hluti ákærunnar snýr að meintu kynferðisbroti. Það þýðir að almenningi og blaðamönnum er meinaður aðgangur að réttarhöldunum.Játaði að hafa reynt að kúga fé út úr Sigmundi Við þingfestingu málsins í nóvember í fyrra játaði Hlín að hafa gert tilraun til þess að kúga fé út úr Sigmundi Davíð. Malín neitaði samverknaði en játaði hlutdeild í málinu. Þær neituðu hins vegar báðar að hafa kúgað fé út úr Helga Jean með hótunum um að leggja fram kæru á hendur honum fyrir nauðgun. Þá neituðu þær einnig báðar bótakröfu Helga sem fer fram á 1,7 milljónir króna. Hlín lagði fram kæru á hendur Helga fyrir nauðgun í júní 2015 en frá því er greint á vef RÚV að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi fellt málið niður. Var sú ákvörðun ekki kærð til ríkissaksóknara.Sendu tvö bréf til Sigmundar Davíðs Systurnar kröfðust átta milljóna króna af þáverandi forsætisráðherra og sendu tvö bréf til að reyna að hafa af honum fé. Annað var sent á heimili Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, og hitt var stílað á eiginkonu Sigmundar að því er fram kemur í ákæru. Hlín skrifaði og Malín prentaði út nafnlaust bréf sem sett var inn um bréfalúguna á heimili Jóhannesar Þórs þar sem bréfritari hótaði að upplýsingar er vörðuðu afskipti Sigmundar Davíðs af fjármálum Vefpressunnar yrðu birtar opinberlega ef Sigmundur greiddi ekki sjö og hálfa milljón króna sem yrði sett í tösku og afhent þriðjudaginn 25. maí. Bréfið var ekki opnað fyrr en nokkru síðar og því var annað bréf sent, nú á heimili Sigmundar Davíðs. Bréfið var stílað var á Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, og var þess krafist að Sigmundur greiddi átta milljónir króna en bréfinu fylgdu fyrirmæli um afhendingarmáta, GPS-hnit og ljósmyndir af afhendingarstaðnum við Krýsuvíkurveg í Hafnarfirði.Handteknar eftir að lögregla fylgdi fyrirmælum í bréfinu Malín og Hlín voru svo handteknar eftir að þær höfðu sótt pakkningu í tösku sem þær töldu innihalda milljónirnar átta í seðlum frá Sigmundi en pakkningin hafði verið skilin eftir í trékassa, í samræmi við fyrirmæli þeirra. Rúmum mánuði áður en systurnar voru handteknar kröfðu þær Helga Jean Classen um 700.000 krónur. Ef hann ekki greiddi þeim féð, yrði hann kærður til lögreglu fyrir að hafa nauðgað Hlín. Féð greiddi Helgi í tvennu lagi á skrifstofu Morgunblaðsins við Hádegismóa í Reykjavík og fékk kvittun fyrir. Fénu skiptu systurnar á milli sín samkvæmt ákærunni. Helgi krefst þess að systurnar verði dæmdar til að greiða honum 1.700.000 kr. í skaðabætur. Við brotunum sem systrunum er gefið að sök liggur allt að sex ára fangelsisvist. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar játa í fjárkúgunarmáli forsætisráðherra en neita í nauðgunarmálinu Hlín Einarsdóttir og Malín Brand komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þegar mál héraðssaksóknara á hendur þeim var þingfest. 14. nóvember 2016 13:48 Fyrra hótunarbréfið var ekki opnað fyrr en eftir tíu daga Ákæra á hendur þeim Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar til að kúga fé út úr þáverandi forsætisráðherra hefur verið birt. 5. nóvember 2016 12:30 Malín og Hlín ákærðar fyrir að kúga Sigmund Héraðssóknari hefur gefið út ákæru á hendur systrunum. Refsiramminn þegar um fjárkúgun er að ræða er sex ára fangelsi. 3. nóvember 2016 18:03 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand hefst klukkan 9:15 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Systurnar eru annars vegar ákærðar fyrir að reyna kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí 2015 og hins vegar fyrir að reyna að kúga fé út úr Helga Jean Claessen, fyrrum ritstjóra menn.is, í apríl 2015. Þinghaldið í málinu er lokað þar sem annar hluti ákærunnar snýr að meintu kynferðisbroti. Það þýðir að almenningi og blaðamönnum er meinaður aðgangur að réttarhöldunum.Játaði að hafa reynt að kúga fé út úr Sigmundi Við þingfestingu málsins í nóvember í fyrra játaði Hlín að hafa gert tilraun til þess að kúga fé út úr Sigmundi Davíð. Malín neitaði samverknaði en játaði hlutdeild í málinu. Þær neituðu hins vegar báðar að hafa kúgað fé út úr Helga Jean með hótunum um að leggja fram kæru á hendur honum fyrir nauðgun. Þá neituðu þær einnig báðar bótakröfu Helga sem fer fram á 1,7 milljónir króna. Hlín lagði fram kæru á hendur Helga fyrir nauðgun í júní 2015 en frá því er greint á vef RÚV að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi fellt málið niður. Var sú ákvörðun ekki kærð til ríkissaksóknara.Sendu tvö bréf til Sigmundar Davíðs Systurnar kröfðust átta milljóna króna af þáverandi forsætisráðherra og sendu tvö bréf til að reyna að hafa af honum fé. Annað var sent á heimili Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, og hitt var stílað á eiginkonu Sigmundar að því er fram kemur í ákæru. Hlín skrifaði og Malín prentaði út nafnlaust bréf sem sett var inn um bréfalúguna á heimili Jóhannesar Þórs þar sem bréfritari hótaði að upplýsingar er vörðuðu afskipti Sigmundar Davíðs af fjármálum Vefpressunnar yrðu birtar opinberlega ef Sigmundur greiddi ekki sjö og hálfa milljón króna sem yrði sett í tösku og afhent þriðjudaginn 25. maí. Bréfið var ekki opnað fyrr en nokkru síðar og því var annað bréf sent, nú á heimili Sigmundar Davíðs. Bréfið var stílað var á Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, og var þess krafist að Sigmundur greiddi átta milljónir króna en bréfinu fylgdu fyrirmæli um afhendingarmáta, GPS-hnit og ljósmyndir af afhendingarstaðnum við Krýsuvíkurveg í Hafnarfirði.Handteknar eftir að lögregla fylgdi fyrirmælum í bréfinu Malín og Hlín voru svo handteknar eftir að þær höfðu sótt pakkningu í tösku sem þær töldu innihalda milljónirnar átta í seðlum frá Sigmundi en pakkningin hafði verið skilin eftir í trékassa, í samræmi við fyrirmæli þeirra. Rúmum mánuði áður en systurnar voru handteknar kröfðu þær Helga Jean Classen um 700.000 krónur. Ef hann ekki greiddi þeim féð, yrði hann kærður til lögreglu fyrir að hafa nauðgað Hlín. Féð greiddi Helgi í tvennu lagi á skrifstofu Morgunblaðsins við Hádegismóa í Reykjavík og fékk kvittun fyrir. Fénu skiptu systurnar á milli sín samkvæmt ákærunni. Helgi krefst þess að systurnar verði dæmdar til að greiða honum 1.700.000 kr. í skaðabætur. Við brotunum sem systrunum er gefið að sök liggur allt að sex ára fangelsisvist.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Systurnar játa í fjárkúgunarmáli forsætisráðherra en neita í nauðgunarmálinu Hlín Einarsdóttir og Malín Brand komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þegar mál héraðssaksóknara á hendur þeim var þingfest. 14. nóvember 2016 13:48 Fyrra hótunarbréfið var ekki opnað fyrr en eftir tíu daga Ákæra á hendur þeim Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar til að kúga fé út úr þáverandi forsætisráðherra hefur verið birt. 5. nóvember 2016 12:30 Malín og Hlín ákærðar fyrir að kúga Sigmund Héraðssóknari hefur gefið út ákæru á hendur systrunum. Refsiramminn þegar um fjárkúgun er að ræða er sex ára fangelsi. 3. nóvember 2016 18:03 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Systurnar játa í fjárkúgunarmáli forsætisráðherra en neita í nauðgunarmálinu Hlín Einarsdóttir og Malín Brand komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þegar mál héraðssaksóknara á hendur þeim var þingfest. 14. nóvember 2016 13:48
Fyrra hótunarbréfið var ekki opnað fyrr en eftir tíu daga Ákæra á hendur þeim Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar til að kúga fé út úr þáverandi forsætisráðherra hefur verið birt. 5. nóvember 2016 12:30
Malín og Hlín ákærðar fyrir að kúga Sigmund Héraðssóknari hefur gefið út ákæru á hendur systrunum. Refsiramminn þegar um fjárkúgun er að ræða er sex ára fangelsi. 3. nóvember 2016 18:03