Taldi sig geta unnið Jordan í 1 á 1 en svona væri niðurstaðan | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2017 17:45 LaVar Ball og Michael Jordan. Vísir/Samsett/Getty Charles Barkley reyndi í síðustu viku að þagga niðri í LaVar Ball montnasta körfuboltapabba Bandaríkjanna með því að gera grín af því að Ball hafi aðeins skorað tvö stig að meðaltali í leik í háskóla. Auk þess að monta sig af sonum sínum þremur sem eru allir í hópi efnilegustu körfuboltamanna Bandaríkjanna þá hefur LaVar Ball einnig verið að gera meira úr körfuboltagetu sinni en mörgum þótti efni til. LaVar Ball hélt því nefnilega fram að hann hefði unnið Michael Jordan í einn á einn þegar hann var upp á sitt besta. Pabbi leikmanns sem væri betri en Steph Curry þarf nú að hafa skilað einhverjum körfuboltagenum til stráksins en flestir göptu þegar þeir sáu þessa yfirlýsingu.Sjá einnig:Pabbi Ball vill 112 milljarða skósamning fyrir synina þrjá LaVar Ball átti afar stuttan og dapran feril í 1. deild bandaríska háskólaboltans og skoraði bara 2,2 stig í leik á eina tímabili sínum með Washington State 1987-88. Ball skoraði samtals 56 stig allt tímabilið með Washington State en sama vetur skoraði Jordan 35,0 stig að meðaltali í NBA-deildinni og mest 55 stig í einum leik sem var í úrslitakeppninni. Ball var ekki að bera sig saman við hvern sem er heldur þann sem er að flestra mati talinn vera besti körfuboltamaður allra tíma.Sjá einnig:Barkley skoraði á pabba Ball í einn á einn BdotAdot5 er orðinn vel þekktur í heimi körfuboltaáhugamanna fyrir að gera grín af bestu körfuboltamönnum heimsins. Hann tók þetta tækifæri á lofti og setti á svið hvernig leikur MJ og LaVar Ball hefði litið út. Það er óhætt að segja að útkoman sé skrautleg og mjög fyndin. Hana má sjá hér fyrir neðan. Eini sem brosir ekki af þessu myndbandi er líklega umræddur Lavar Ball. Strákarnir hans hafa örugglega gaman af þessu enda líklega orðnir löngu leiðir á yfirlýsingum pabba sína. Fyrir áhugasama þá er tölfræði Ball í háskóla hér og tölfræði Michael Jordan í NBA hér. Körfubolti NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira
Charles Barkley reyndi í síðustu viku að þagga niðri í LaVar Ball montnasta körfuboltapabba Bandaríkjanna með því að gera grín af því að Ball hafi aðeins skorað tvö stig að meðaltali í leik í háskóla. Auk þess að monta sig af sonum sínum þremur sem eru allir í hópi efnilegustu körfuboltamanna Bandaríkjanna þá hefur LaVar Ball einnig verið að gera meira úr körfuboltagetu sinni en mörgum þótti efni til. LaVar Ball hélt því nefnilega fram að hann hefði unnið Michael Jordan í einn á einn þegar hann var upp á sitt besta. Pabbi leikmanns sem væri betri en Steph Curry þarf nú að hafa skilað einhverjum körfuboltagenum til stráksins en flestir göptu þegar þeir sáu þessa yfirlýsingu.Sjá einnig:Pabbi Ball vill 112 milljarða skósamning fyrir synina þrjá LaVar Ball átti afar stuttan og dapran feril í 1. deild bandaríska háskólaboltans og skoraði bara 2,2 stig í leik á eina tímabili sínum með Washington State 1987-88. Ball skoraði samtals 56 stig allt tímabilið með Washington State en sama vetur skoraði Jordan 35,0 stig að meðaltali í NBA-deildinni og mest 55 stig í einum leik sem var í úrslitakeppninni. Ball var ekki að bera sig saman við hvern sem er heldur þann sem er að flestra mati talinn vera besti körfuboltamaður allra tíma.Sjá einnig:Barkley skoraði á pabba Ball í einn á einn BdotAdot5 er orðinn vel þekktur í heimi körfuboltaáhugamanna fyrir að gera grín af bestu körfuboltamönnum heimsins. Hann tók þetta tækifæri á lofti og setti á svið hvernig leikur MJ og LaVar Ball hefði litið út. Það er óhætt að segja að útkoman sé skrautleg og mjög fyndin. Hana má sjá hér fyrir neðan. Eini sem brosir ekki af þessu myndbandi er líklega umræddur Lavar Ball. Strákarnir hans hafa örugglega gaman af þessu enda líklega orðnir löngu leiðir á yfirlýsingum pabba sína. Fyrir áhugasama þá er tölfræði Ball í háskóla hér og tölfræði Michael Jordan í NBA hér.
Körfubolti NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira