Ekki þessi leiðindi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 28. mars 2017 07:00 Það er kannski til marks um það hversu miklir snobbarar við Íslendingar erum, að við teljum orðspor okkar í hættu ef upp kemst að við eigum ekki peninga. En ef heimurinn vissi hvernig við hegðum okkur þegar við eigum pening, þá værum við heimsfræg fyrir leiðindi. Ég er hvað stoltastur af því hversu margt skemmtilegt fólk býr á Íslandi og hversu margir eru frjóir í hugsun, eins og sjá má á okkar blómstrandi menningarlífi. Hins vegar finnst mér eins og sífellt sé verið að reyna að stemma stigu við þessum skemmtilegheitum með því að gera landið einsleitt, óréttlátt og leiðinlegt. Stjórnmálamenn tryggja leiðindin með því að varða leið fyrir lénsherra vora. Það getur til dæmis farið svona fram: Skorin var upp herör gegn Airbnb, og dugði ekkert minna en lagasetning og svo hefur bæjarstjóri í Kópavogi talað um að banna það á vissum svæðum til að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Gott og vel. En frá 2013 hafa félög eins og Gamma, Heimavellir, BK Eignir og Ásbrú ehf. keypt upp hátt í þrjú þúsund íbúðir og mokgræða á að leigja þær út. Leigan hefur á sama tíma hækkað von úr viti og er svo komið að fólk sem er ekki með háar tekjur er á vonarvöl. Stjórnvöld hafa brugðist við og í þessum mánuði undirritaði borgarstjóri samning við fyrirtæki í eigu Ólafs Ólafssonar um að reisa 332 íbúðir. Býsna ólík viðbrögð við svipuðum vanda sem staðfesta viðleitnina. Þar sem pólitíkusar duga engan veginn, biðla ég beint til auðmanna: Þið fenguð fiskinn, og völdin, og fáið fjármálastofnanirnar jafnóðum og almenningur hefur lagað þær. Hvernig væri nú að fara að njóta lífsins og hætta þessum leiðindum? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Það er kannski til marks um það hversu miklir snobbarar við Íslendingar erum, að við teljum orðspor okkar í hættu ef upp kemst að við eigum ekki peninga. En ef heimurinn vissi hvernig við hegðum okkur þegar við eigum pening, þá værum við heimsfræg fyrir leiðindi. Ég er hvað stoltastur af því hversu margt skemmtilegt fólk býr á Íslandi og hversu margir eru frjóir í hugsun, eins og sjá má á okkar blómstrandi menningarlífi. Hins vegar finnst mér eins og sífellt sé verið að reyna að stemma stigu við þessum skemmtilegheitum með því að gera landið einsleitt, óréttlátt og leiðinlegt. Stjórnmálamenn tryggja leiðindin með því að varða leið fyrir lénsherra vora. Það getur til dæmis farið svona fram: Skorin var upp herör gegn Airbnb, og dugði ekkert minna en lagasetning og svo hefur bæjarstjóri í Kópavogi talað um að banna það á vissum svæðum til að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Gott og vel. En frá 2013 hafa félög eins og Gamma, Heimavellir, BK Eignir og Ásbrú ehf. keypt upp hátt í þrjú þúsund íbúðir og mokgræða á að leigja þær út. Leigan hefur á sama tíma hækkað von úr viti og er svo komið að fólk sem er ekki með háar tekjur er á vonarvöl. Stjórnvöld hafa brugðist við og í þessum mánuði undirritaði borgarstjóri samning við fyrirtæki í eigu Ólafs Ólafssonar um að reisa 332 íbúðir. Býsna ólík viðbrögð við svipuðum vanda sem staðfesta viðleitnina. Þar sem pólitíkusar duga engan veginn, biðla ég beint til auðmanna: Þið fenguð fiskinn, og völdin, og fáið fjármálastofnanirnar jafnóðum og almenningur hefur lagað þær. Hvernig væri nú að fara að njóta lífsins og hætta þessum leiðindum? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun