Þjálfari í Olís-deildinni réðst að dómurum sem áhorfandi með „óbótaskömmum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. mars 2017 09:00 vísir/ernir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, gæti átt yfir höfði sér refsingu fyrir framkomu sína í garð dómara á leik Stjörnunnar U og KR í 1. deild karla. Þar var Einar ekki að þjálfa heldur var hann áhorfandi á leiknum.Fram kemur í úrskurði aganefndar HSÍ sem hittist á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum í gær að Einar „réðst að dómurum með óbótaskömmum eftir að leik Stjörnunnar U og KR í M.fl.ka. 24.03.2017 lauk“ eins og segir í greinargerð fundarins. Einar er sagður hafa sýnt af sér „óíþróttamannslega framkomu gagnvart dómurum.“ Þessi litríki þjálfari var ekki þátttakandi í leiknum og var ekki á leikskýrslu. Því hafði aganefnd HSÍ ekki leyfi til að refsa honum á fundi í gær. „Þar sem Einar var ekki þátttakandi í leiknum og ekki á leikskýrslu var ekki unnt að beita útilokun og ekki hefur aganefnd heimild til pesónubundinna refsinga fyrir aðra en þátttakendur í leiknum,“ segir í greinargerð aganefndar. Þar stendur enn fremur að úrskurðurinn verður í samræði við V: kafla 17. greinar í reglugerð HSÍ um agamál og er Stjörnunni gefinn kostur á því að skila inn greinargerð til varnar Einari. Málinu var frestað til næsta fundar. Þess má geta að Stjarnan U, sem er í áttunda sæti 1. deildar, vann leikinn á móti KR sem er í þriðja sæti deildarinnar, 34-30. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Einar kemur sér í vandræði á tímabilinu en í október í fyrra var hann úrskurðaður í eins leiks bann fyrir framkomu sína í garð dómara í leik Stjörnunnnar og Aftureldingar. Einar gekk enn lengra og krafðist afsökunarbeiðni frá dómurum leiksins í viðtali við Vísi: „Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ sagði hann meðal annars en viðtalið fór ekki vel í forsvarsmenn HSÍ og aganefndina. Fyrir þessi ummæli fékk hann annað eins leiks bann en liðið vann svo ekki í sjö leikjum í röð eftir að Einar var úrskurðaður í leikbannið. Þegar tvær umferðir eru eftir af Olís-deild karla er Stjarnan í níunda og næst neðsta sæti með 19 stig, stigi minna en Fram og á leik á móti Gróttu í Hertz-höllinni í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, gæti átt yfir höfði sér refsingu fyrir framkomu sína í garð dómara á leik Stjörnunnar U og KR í 1. deild karla. Þar var Einar ekki að þjálfa heldur var hann áhorfandi á leiknum.Fram kemur í úrskurði aganefndar HSÍ sem hittist á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum í gær að Einar „réðst að dómurum með óbótaskömmum eftir að leik Stjörnunnar U og KR í M.fl.ka. 24.03.2017 lauk“ eins og segir í greinargerð fundarins. Einar er sagður hafa sýnt af sér „óíþróttamannslega framkomu gagnvart dómurum.“ Þessi litríki þjálfari var ekki þátttakandi í leiknum og var ekki á leikskýrslu. Því hafði aganefnd HSÍ ekki leyfi til að refsa honum á fundi í gær. „Þar sem Einar var ekki þátttakandi í leiknum og ekki á leikskýrslu var ekki unnt að beita útilokun og ekki hefur aganefnd heimild til pesónubundinna refsinga fyrir aðra en þátttakendur í leiknum,“ segir í greinargerð aganefndar. Þar stendur enn fremur að úrskurðurinn verður í samræði við V: kafla 17. greinar í reglugerð HSÍ um agamál og er Stjörnunni gefinn kostur á því að skila inn greinargerð til varnar Einari. Málinu var frestað til næsta fundar. Þess má geta að Stjarnan U, sem er í áttunda sæti 1. deildar, vann leikinn á móti KR sem er í þriðja sæti deildarinnar, 34-30. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Einar kemur sér í vandræði á tímabilinu en í október í fyrra var hann úrskurðaður í eins leiks bann fyrir framkomu sína í garð dómara í leik Stjörnunnnar og Aftureldingar. Einar gekk enn lengra og krafðist afsökunarbeiðni frá dómurum leiksins í viðtali við Vísi: „Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ sagði hann meðal annars en viðtalið fór ekki vel í forsvarsmenn HSÍ og aganefndina. Fyrir þessi ummæli fékk hann annað eins leiks bann en liðið vann svo ekki í sjö leikjum í röð eftir að Einar var úrskurðaður í leikbannið. Þegar tvær umferðir eru eftir af Olís-deild karla er Stjarnan í níunda og næst neðsta sæti með 19 stig, stigi minna en Fram og á leik á móti Gróttu í Hertz-höllinni í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn