Arnar: Við féllum bara á prófinu Gabríel Sighvatsson í Vestmanneyjum skrifar 29. mars 2017 21:02 Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV. Vísir/Vilhelm Það var enginn sáttur með einungis eitt stig í Vestmanneyjum í dag og það átti líka við um Arnar Pétursson, þjálfara ÍBV. Lærsveinar hans nánast misstu frá sér deildarmeistaratitilinn með því að gera 22-22 jafntefli á móti botnliði Akureyrar. „Við ætluðum okkur að sjálfsögðu bæði stigin og halda áfram á þeirri leið sem við vorum á fyrir leikinn en það klikkaði.“ sagði Arnar. „Ég held að við höfum fallið á undirbúningsprófinu, við vorum klárlega ekki undirbúnir fyrir þennan fæting og þessa vörn sem Akureyringarnir spiluðu, þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og við einfaldlega bökkuðum svolítið út úr þeim. Tvö mörk á 15 mínútum er bara ekki boðlegt,“ sagði Arnar. Arnar segir að spilamennskan hjá liðinu hafi heilt yfir ekki verið nógu góð. „Nei, alls ekki, þetta eru klárlega tröppur niður á við, ég hef alltaf talað um tröppurnar upp á við sem við höfum verið að taka undanfarið og núna tókum við klárlega tröppur niður á við og við þurfum að stökkva upp á við í næsta leik,“ sagði Arnar. „Við þurfum að læra að takast á við það að eiga að gera eitthvað, það má vel vera að það hafi truflað okkur og það má vel vera að mjög góð spilamennska gegn Haukum í síðasta leik hafi látið menn halda að það væri eitthvað komið sem var það ekki. Þetta er bara þannig sport að ef menn eru ekki 100 prósent klárir þá lenda menn í vandræðum og við lentum í bullandi vandræðum gegn baráttuglöðum og flottum Akureyringum,“ sagði Arnar. Arnar fannst dómararnir standa sig vel í dag en margir vildi meina að vafasamir dómar hefðu fallið og að þeir hafi ekki leyft leiknum að flæða nógu mikið. „Mér fannst þeir setja góða línu sem á við um bæði lið. Mér fannst Akureyringarnir spila betur á þeirri línu en við og nálguðumst hana af meiri skynsemi. Mér fannst ekkert að þeirra störfum í dag og við féllum bara á prófinu,“ sagði Arnar. Arnar vill að sjálfsögðu ná í sigur fyrir úrslitakeppnina sem er framundan. „Við viljum sjá okkar leik verða betri og betri, við þurfum aðeins að svara fyrir það í næsta leik og sýna úr hverju við erum gerðir, við þurfum að rífa okkur upp úr þessu,“ sagði Arnar. Kári Kristján Kristjánsson var ekki með í dag og það sama átti við um Ágúst Emil Grétarsson. „Kári var í læknismeðferð í Reykjavík í gær og þarf nokkra daga til að jafna sig og Ágúst er meiddur,“ sagði Arnar um stöðuna á þeim tveimur. Olís-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira
Það var enginn sáttur með einungis eitt stig í Vestmanneyjum í dag og það átti líka við um Arnar Pétursson, þjálfara ÍBV. Lærsveinar hans nánast misstu frá sér deildarmeistaratitilinn með því að gera 22-22 jafntefli á móti botnliði Akureyrar. „Við ætluðum okkur að sjálfsögðu bæði stigin og halda áfram á þeirri leið sem við vorum á fyrir leikinn en það klikkaði.“ sagði Arnar. „Ég held að við höfum fallið á undirbúningsprófinu, við vorum klárlega ekki undirbúnir fyrir þennan fæting og þessa vörn sem Akureyringarnir spiluðu, þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og við einfaldlega bökkuðum svolítið út úr þeim. Tvö mörk á 15 mínútum er bara ekki boðlegt,“ sagði Arnar. Arnar segir að spilamennskan hjá liðinu hafi heilt yfir ekki verið nógu góð. „Nei, alls ekki, þetta eru klárlega tröppur niður á við, ég hef alltaf talað um tröppurnar upp á við sem við höfum verið að taka undanfarið og núna tókum við klárlega tröppur niður á við og við þurfum að stökkva upp á við í næsta leik,“ sagði Arnar. „Við þurfum að læra að takast á við það að eiga að gera eitthvað, það má vel vera að það hafi truflað okkur og það má vel vera að mjög góð spilamennska gegn Haukum í síðasta leik hafi látið menn halda að það væri eitthvað komið sem var það ekki. Þetta er bara þannig sport að ef menn eru ekki 100 prósent klárir þá lenda menn í vandræðum og við lentum í bullandi vandræðum gegn baráttuglöðum og flottum Akureyringum,“ sagði Arnar. Arnar fannst dómararnir standa sig vel í dag en margir vildi meina að vafasamir dómar hefðu fallið og að þeir hafi ekki leyft leiknum að flæða nógu mikið. „Mér fannst þeir setja góða línu sem á við um bæði lið. Mér fannst Akureyringarnir spila betur á þeirri línu en við og nálguðumst hana af meiri skynsemi. Mér fannst ekkert að þeirra störfum í dag og við féllum bara á prófinu,“ sagði Arnar. Arnar vill að sjálfsögðu ná í sigur fyrir úrslitakeppnina sem er framundan. „Við viljum sjá okkar leik verða betri og betri, við þurfum aðeins að svara fyrir það í næsta leik og sýna úr hverju við erum gerðir, við þurfum að rífa okkur upp úr þessu,“ sagði Arnar. Kári Kristján Kristjánsson var ekki með í dag og það sama átti við um Ágúst Emil Grétarsson. „Kári var í læknismeðferð í Reykjavík í gær og þarf nokkra daga til að jafna sig og Ágúst er meiddur,“ sagði Arnar um stöðuna á þeim tveimur.
Olís-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira