Pabbi Ball vill 112 milljarða skósamning fyrir synina þrjá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2017 08:00 Lonzo Ball. Vísir/Getty LaVar Ball er tilbúinn að selja syni sína fyrir einn milljarð dollara. Hann er þó ekki að selja strákana sína í bókstaflegri merkingu heldur réttinn til þess íþróttavörufyrirtækis sem vill að drengirnir spili í þeirra skóm. LaVar Ball hefur vakið mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum fyrir að fara mikinn í því að monta sig af strákunum sínum sem eru allir í hópi efnilegustu körfuboltamanna Bandaríkjanna. Elsti sonur hans, Lonzo Ball, spilar með háskólaliði UCLA en yngri bræður hans, LiAngelo og LaMelo, eru enn þá í menntaskóla. Þeir hafa hinsvegar ákveðið að spila með UCLA þegar þeir hafa aldur til þess. „Einn milljarður dollar og ekkert minna. Það er okkar tala, milljarður og annars gerist ekkert. Þeir þurfa ekki að láta okkur hafa allt í einu. Hundrað milljónir dollara á ári væri fínt,“ sagði LaVar Ball í viðtali við USA Today. Einn milljarður dollara er jafngildi 112 milljarða íslenskra króna en hundrað milljónir dollar eru rúmir ellefu milljarðar í íslenskum krónum. Lonzo Ball er fjölhæfur leikstjórnandi sem margir telja að verði tekinn mjög snemma í nýliðavalinu í sumar. Hann er með 14,6 stig, 7,7 stoðsendingar, 6,1 frákast og 1,9 stolinn bolta að meðaltali í leik með UCLA í vetur og hefur auk þess hitti úr 41 prósent þriggja stiga skota sinna. LaVar Ball er svo sannarlega með peningaglampa í augunum og ætlar að sjá til þess að synirnir skaffi vel í framtíðinni. LaVar sagði í síðasta mánuði að ef elsti sonurinn, Lonzo, vildi ekki semja við Nike, Adidas eða Under Armour þá myndi hann skrifa undir við Big Baller Brand. Það vill svo til að LaVar Ball á einkaleyfið fyrir því merki og hann er einnig búinn að sækja um nauðsynleg leyfi til þess að hefja framleiðslu á íþróttavörum undir Big Baller Brand merkinu. Það er samt erfitt að sjá fyrir að LaVar Ball takist að gera samning fyrir alla synina í einu enda má sá yngsti sem dæmi ekki ganga frá slíkum samningi fyrr en í frysta lagi í mars árið 2020. Það verður fróðlegt að fylgjast með pabba Ball á næstunni en það má búast við því að hann eigi eftir að vera mjög áberandi fari svo að strákarnir komist allir í NBA-deildina í framtíðinni. Körfubolti NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira
LaVar Ball er tilbúinn að selja syni sína fyrir einn milljarð dollara. Hann er þó ekki að selja strákana sína í bókstaflegri merkingu heldur réttinn til þess íþróttavörufyrirtækis sem vill að drengirnir spili í þeirra skóm. LaVar Ball hefur vakið mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum fyrir að fara mikinn í því að monta sig af strákunum sínum sem eru allir í hópi efnilegustu körfuboltamanna Bandaríkjanna. Elsti sonur hans, Lonzo Ball, spilar með háskólaliði UCLA en yngri bræður hans, LiAngelo og LaMelo, eru enn þá í menntaskóla. Þeir hafa hinsvegar ákveðið að spila með UCLA þegar þeir hafa aldur til þess. „Einn milljarður dollar og ekkert minna. Það er okkar tala, milljarður og annars gerist ekkert. Þeir þurfa ekki að láta okkur hafa allt í einu. Hundrað milljónir dollara á ári væri fínt,“ sagði LaVar Ball í viðtali við USA Today. Einn milljarður dollara er jafngildi 112 milljarða íslenskra króna en hundrað milljónir dollar eru rúmir ellefu milljarðar í íslenskum krónum. Lonzo Ball er fjölhæfur leikstjórnandi sem margir telja að verði tekinn mjög snemma í nýliðavalinu í sumar. Hann er með 14,6 stig, 7,7 stoðsendingar, 6,1 frákast og 1,9 stolinn bolta að meðaltali í leik með UCLA í vetur og hefur auk þess hitti úr 41 prósent þriggja stiga skota sinna. LaVar Ball er svo sannarlega með peningaglampa í augunum og ætlar að sjá til þess að synirnir skaffi vel í framtíðinni. LaVar sagði í síðasta mánuði að ef elsti sonurinn, Lonzo, vildi ekki semja við Nike, Adidas eða Under Armour þá myndi hann skrifa undir við Big Baller Brand. Það vill svo til að LaVar Ball á einkaleyfið fyrir því merki og hann er einnig búinn að sækja um nauðsynleg leyfi til þess að hefja framleiðslu á íþróttavörum undir Big Baller Brand merkinu. Það er samt erfitt að sjá fyrir að LaVar Ball takist að gera samning fyrir alla synina í einu enda má sá yngsti sem dæmi ekki ganga frá slíkum samningi fyrr en í frysta lagi í mars árið 2020. Það verður fróðlegt að fylgjast með pabba Ball á næstunni en það má búast við því að hann eigi eftir að vera mjög áberandi fari svo að strákarnir komist allir í NBA-deildina í framtíðinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira