Jón Kalman tilnefndur til Man Booker verðlaunanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. mars 2017 12:45 Jón Kalman Stefánsson rithöfundur. Visir/Daníel Jón Kalman Stefánsson rithöfundur er tilnefndur til hinna alþjóðlegu Man Booker bókmenntaverðlauna. Hann er tilnefndur fyrir bókina Fiskarnir hafa enga fætur og er hann tilnefndur meðal þrettán annarra rithöfunda sem koma frá ellefu löndum. „Maður verður glaður að vera þarna en ég er nú eiginlega þannig gíraður að ég hef aldrei kunnað að nema staðar þegar maður er tilnefndur til einhvers,“ segir Jón Kalman í samtali við Vísi. „Maður verður glaður og það er mikið skemmtilegra að vera þarna en að vera ekki þarna en ég, eins og ég segi, upptekinn við að gera það sem ég er að gera núna að ég geti ekki numið staðar núna. Ég held að það sé ágætis galli eða hæfileiki fyrir listamann að stoppa ekki of lengi við ef maður fær hrós eða eitthvað slíkt.“ Jón segist þó vona að tilnefningin verði til þess að fleiri hafi áhuga á bókinni. „En maður vonast til að þetta hjálpi bókinni og að það verði fleiri sem horfa í áttina til hennar, bæði fyrir mig og fyrir þýðandann. Þetta er ekki síður verið að hrósa þýðandanum. Það sýnir hversu góður hann er. Og eins fyrir forlagið, maður er glaður að einhverjir eru nógu langt leiddir að vilja gefa mann út einhvers staðar úti í heimi. Maður verður glaður ef það verður til þess að auðvelda starfið fyrir þá.“ Verðlaunahafi alþjóðlegu Man Booker verðlaunanna hlýtur fimmtíu þúsund pund fyrir, sem samsvarar tæplega 6,7 milljónum íslenskra króna og skiptist verðlaunaféð jafnt milli höfundar og þýðanda. Tilnefnd eru: • Mathias Enard (France), Charlotte Mandell, Compass (Fitzcarraldo Editions) • Wioletta Greg (Poland), Eliza Marciniak, Swallowing Mercury (Portobello Books) • David Grossman (Israel), Jessica Cohen, A Horse Walks Into a Bar (Jonathan Cape) • Stefan Hertmans (Belgium), David McKay, War and Turpentine (Harvill Secker) • Roy Jacobsen (Norway), Don Bartlett, Don Shaw, The Unseen (Maclehose) • Ismail Kadare (Albania), John Hodgson, The Traitor's Niche (Harvill Secker) • Jon Kalman Stefansson (Iceland), Phil Roughton, Fish Have No Feet (Maclehose) • Yan Lianke (China), Carlos Rojas, The Explosion Chronicles (Chatto & Windus) • Alain Mabanckou (France), Helen Stevenson, Black Moses (Serpent's Tail) • Clemens Meyer (Germany), Katy Derbyshire, Bricks and Mortar (Fitzcarraldo Editions) • Dorthe Nors (Denmark), Misha Hoekstra, Mirror, Shoulder, Signal (Pushkin Press) • Amos Oz (Israel), Nicholas de Lange, Judas (Chatto & Windus) • Samanta Schweblin (Argentina), Megan McDowell, Fever Dream (Oneworld) Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Jón Kalman Stefánsson rithöfundur er tilnefndur til hinna alþjóðlegu Man Booker bókmenntaverðlauna. Hann er tilnefndur fyrir bókina Fiskarnir hafa enga fætur og er hann tilnefndur meðal þrettán annarra rithöfunda sem koma frá ellefu löndum. „Maður verður glaður að vera þarna en ég er nú eiginlega þannig gíraður að ég hef aldrei kunnað að nema staðar þegar maður er tilnefndur til einhvers,“ segir Jón Kalman í samtali við Vísi. „Maður verður glaður og það er mikið skemmtilegra að vera þarna en að vera ekki þarna en ég, eins og ég segi, upptekinn við að gera það sem ég er að gera núna að ég geti ekki numið staðar núna. Ég held að það sé ágætis galli eða hæfileiki fyrir listamann að stoppa ekki of lengi við ef maður fær hrós eða eitthvað slíkt.“ Jón segist þó vona að tilnefningin verði til þess að fleiri hafi áhuga á bókinni. „En maður vonast til að þetta hjálpi bókinni og að það verði fleiri sem horfa í áttina til hennar, bæði fyrir mig og fyrir þýðandann. Þetta er ekki síður verið að hrósa þýðandanum. Það sýnir hversu góður hann er. Og eins fyrir forlagið, maður er glaður að einhverjir eru nógu langt leiddir að vilja gefa mann út einhvers staðar úti í heimi. Maður verður glaður ef það verður til þess að auðvelda starfið fyrir þá.“ Verðlaunahafi alþjóðlegu Man Booker verðlaunanna hlýtur fimmtíu þúsund pund fyrir, sem samsvarar tæplega 6,7 milljónum íslenskra króna og skiptist verðlaunaféð jafnt milli höfundar og þýðanda. Tilnefnd eru: • Mathias Enard (France), Charlotte Mandell, Compass (Fitzcarraldo Editions) • Wioletta Greg (Poland), Eliza Marciniak, Swallowing Mercury (Portobello Books) • David Grossman (Israel), Jessica Cohen, A Horse Walks Into a Bar (Jonathan Cape) • Stefan Hertmans (Belgium), David McKay, War and Turpentine (Harvill Secker) • Roy Jacobsen (Norway), Don Bartlett, Don Shaw, The Unseen (Maclehose) • Ismail Kadare (Albania), John Hodgson, The Traitor's Niche (Harvill Secker) • Jon Kalman Stefansson (Iceland), Phil Roughton, Fish Have No Feet (Maclehose) • Yan Lianke (China), Carlos Rojas, The Explosion Chronicles (Chatto & Windus) • Alain Mabanckou (France), Helen Stevenson, Black Moses (Serpent's Tail) • Clemens Meyer (Germany), Katy Derbyshire, Bricks and Mortar (Fitzcarraldo Editions) • Dorthe Nors (Denmark), Misha Hoekstra, Mirror, Shoulder, Signal (Pushkin Press) • Amos Oz (Israel), Nicholas de Lange, Judas (Chatto & Windus) • Samanta Schweblin (Argentina), Megan McDowell, Fever Dream (Oneworld)
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira