Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 29-29 | Jafnt í hörkuleik á Hlíðarenda Guðmundur Marinó Ingvarsson í Valshúsinu skrifar 15. mars 2017 22:15 Anton Rúnarsson sækir að marki Hauka. vísir/ernir Valur og Haukar skildu jöfn 29-29 í 23. umferð Ólís-deildar karla í handbolta í kvöld. Valur var 15-14 yfir í hálfleik. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Haukar byrjuðu leikinn þó betur og komust þremur mörkum yfir þegar um 10 mínútur voru liðnar af leiknum en Valur vann þann mun fljótt upp og var spennan mikil allt til enda. Josip Juric skytta Vals fékk beint rautt spjald þegar rúmlega 12 mínútur voru til hálfleiks fyrir brot á Ivan Ivokovic og virtist það aðeins trufla Val í einni sókn áður en liðið náði áttum á ný. Valsmenn léku ákveðna vörn þar sem leikmenn keyrðu út í skyttur Hauka. Þegar Haukar leystu það fékk liðið jafnan dauðafæri en Siguður Ingiberg Ólafsson markvörður Vals varði ófá slík í leiknum og tryggði liði sínu í raun stigið í kvöld. Valur hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn en stigið heldur liðinu enn í öruggri fjarlægð frá fallsæti þó liðið megi ekki tapa mörgum af leikjunum fjórum sem það á eftir í deildarkeppninni í vetur. Haukar geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt færin betur í kvöld en liðið er enn með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Bæði lið fengu tækifæri til að skora sigurmark á síðustu mínútu leiksins en Valur náði ekki skoti á mark í sinni síðustu sókn og Sigurður Ingiberg varði síðasta skot leiksins á síðustu sekúndunni. Anton: Fannst við eiga að fá tvö stig„Mér finnst þetta vera tapað stig. Mér fannst við ívið sterkari,“ sagði Anton Rúnarsson leikstjórnandi Vals. „Auðvitað var þetta jafn leikur en mér fannst við eiga að fá tvö stig í kvöld.“ Sigurður Ingiberg Ólafsson lék allan leikinn í marki Vals og varði mjög vel en Hlynur Morthens, markvörðurinn gamalreyndi, er meiddur. „Hann var frábær. Varnarleikurinn var flottur og sóknarleikurinn var fínn á köflum. Mér fannst við spila vel í kvöld,“ sagði Anton. Josip Juric skytta Vals fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik en Anton segist ekki hafa séð brotið vel. „Ég sá það ekki nógu vel en mér skilst hann hafa ýtt í hann. Dómararnir voru alveg ákveðnir í því að þetta væri rautt spjald og blátt spjald og ég veit ekki hvað og hvað. „Ég veit ekki hvað okkur vantar marka leikmenn. Það virðast alltaf einhverjir dúkka upp í liðinu. Við erum með fína breidd og þurfum að spila á þessum mannskap sem við höfum. Það kom maður í manns stað í þessum leik,“ sagði Anton. Valur hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð og þurfti því sárlega á stiginu að halda. „Ég tek þetta á mig í lokin. Ég á að gera betur í þessari stöðu og við hefðum getað tekið tvö stig en eitt er betra en ekki neitt.“ Gunnar: Vantaði gæði í skotin hjá mínum mönnum„Þetta var sennilega okkar besti sóknarleikur eftir áramót og það er sorglegt að fá ekki tvö stig,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir leikinn í kvöld. „Þetta er svekkjandi. Mér fannst við útfæra sóknarleikinn vel. Þeir koma framarlega og við vorum með svör við því. „Mér fannst vanta gæði í skotin hjá mínum mönnum. Það var illa slúttað á fyrsta tempói í x-ið á honum. Það þarf að klára þessi færi til að fá tvö stig,“ sagði Gunnar. Haukar áttu að sama skapi á löngum köflum í vandræðum með að stöðva sóknaraðgerðir Vals. „Ég er heldur ekki ánægður með vörnina, sérstaklega 6-0 vörnina í fyrri hálfleik. Við vorum of passívir og náum ekki að klukka þá. Við vorum skrefinu á eftir. Það er ákveðin vonbrigði miðað við vinnuna sem við lögðum í varnarleikinn fyrir þennan leik. Það skilaði sér ekki. „Maður er svekktur að fá bara eitt stig en ég er mest svekktur yfir frammistöðunni. Að við skildum ekki leika betur. Bæði í vörn og í færanýtingunni. Það er áhyggjuefni,“ sagði Gunnar. Haukar eru með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar liðið á fjóra leiki eftir í deildarkeppninni. „Það eru sveiflur í þessu en ég er fyrst og fremst að einbeita mér að okkar leik. Við þurfum að bæta hann fyrir úrslitakeppnina. Eins og við erum að spila í dag dugar ekki og við vitum það. „Við þurfum að leggja hart að okkur á næstu vikum til að koma okkur á hærra plan. Annars verður þetta stutt úrslitakeppni hjá okkur,“ sagði Gunnar Magnússon. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Valur og Haukar skildu jöfn 29-29 í 23. umferð Ólís-deildar karla í handbolta í kvöld. Valur var 15-14 yfir í hálfleik. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Haukar byrjuðu leikinn þó betur og komust þremur mörkum yfir þegar um 10 mínútur voru liðnar af leiknum en Valur vann þann mun fljótt upp og var spennan mikil allt til enda. Josip Juric skytta Vals fékk beint rautt spjald þegar rúmlega 12 mínútur voru til hálfleiks fyrir brot á Ivan Ivokovic og virtist það aðeins trufla Val í einni sókn áður en liðið náði áttum á ný. Valsmenn léku ákveðna vörn þar sem leikmenn keyrðu út í skyttur Hauka. Þegar Haukar leystu það fékk liðið jafnan dauðafæri en Siguður Ingiberg Ólafsson markvörður Vals varði ófá slík í leiknum og tryggði liði sínu í raun stigið í kvöld. Valur hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn en stigið heldur liðinu enn í öruggri fjarlægð frá fallsæti þó liðið megi ekki tapa mörgum af leikjunum fjórum sem það á eftir í deildarkeppninni í vetur. Haukar geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki nýtt færin betur í kvöld en liðið er enn með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Bæði lið fengu tækifæri til að skora sigurmark á síðustu mínútu leiksins en Valur náði ekki skoti á mark í sinni síðustu sókn og Sigurður Ingiberg varði síðasta skot leiksins á síðustu sekúndunni. Anton: Fannst við eiga að fá tvö stig„Mér finnst þetta vera tapað stig. Mér fannst við ívið sterkari,“ sagði Anton Rúnarsson leikstjórnandi Vals. „Auðvitað var þetta jafn leikur en mér fannst við eiga að fá tvö stig í kvöld.“ Sigurður Ingiberg Ólafsson lék allan leikinn í marki Vals og varði mjög vel en Hlynur Morthens, markvörðurinn gamalreyndi, er meiddur. „Hann var frábær. Varnarleikurinn var flottur og sóknarleikurinn var fínn á köflum. Mér fannst við spila vel í kvöld,“ sagði Anton. Josip Juric skytta Vals fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik en Anton segist ekki hafa séð brotið vel. „Ég sá það ekki nógu vel en mér skilst hann hafa ýtt í hann. Dómararnir voru alveg ákveðnir í því að þetta væri rautt spjald og blátt spjald og ég veit ekki hvað og hvað. „Ég veit ekki hvað okkur vantar marka leikmenn. Það virðast alltaf einhverjir dúkka upp í liðinu. Við erum með fína breidd og þurfum að spila á þessum mannskap sem við höfum. Það kom maður í manns stað í þessum leik,“ sagði Anton. Valur hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð og þurfti því sárlega á stiginu að halda. „Ég tek þetta á mig í lokin. Ég á að gera betur í þessari stöðu og við hefðum getað tekið tvö stig en eitt er betra en ekki neitt.“ Gunnar: Vantaði gæði í skotin hjá mínum mönnum„Þetta var sennilega okkar besti sóknarleikur eftir áramót og það er sorglegt að fá ekki tvö stig,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir leikinn í kvöld. „Þetta er svekkjandi. Mér fannst við útfæra sóknarleikinn vel. Þeir koma framarlega og við vorum með svör við því. „Mér fannst vanta gæði í skotin hjá mínum mönnum. Það var illa slúttað á fyrsta tempói í x-ið á honum. Það þarf að klára þessi færi til að fá tvö stig,“ sagði Gunnar. Haukar áttu að sama skapi á löngum köflum í vandræðum með að stöðva sóknaraðgerðir Vals. „Ég er heldur ekki ánægður með vörnina, sérstaklega 6-0 vörnina í fyrri hálfleik. Við vorum of passívir og náum ekki að klukka þá. Við vorum skrefinu á eftir. Það er ákveðin vonbrigði miðað við vinnuna sem við lögðum í varnarleikinn fyrir þennan leik. Það skilaði sér ekki. „Maður er svekktur að fá bara eitt stig en ég er mest svekktur yfir frammistöðunni. Að við skildum ekki leika betur. Bæði í vörn og í færanýtingunni. Það er áhyggjuefni,“ sagði Gunnar. Haukar eru með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar liðið á fjóra leiki eftir í deildarkeppninni. „Það eru sveiflur í þessu en ég er fyrst og fremst að einbeita mér að okkar leik. Við þurfum að bæta hann fyrir úrslitakeppnina. Eins og við erum að spila í dag dugar ekki og við vitum það. „Við þurfum að leggja hart að okkur á næstu vikum til að koma okkur á hærra plan. Annars verður þetta stutt úrslitakeppni hjá okkur,“ sagði Gunnar Magnússon.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn