Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Grótta 31-32 | Frábær sigur Seltirninga Ingvi Þór Sæmundsson í Mosfellsbæ skrifar 16. mars 2017 22:15 Aron Dagur Pálsson skoraði sigurmark Gróttu. vísir/vilhelm Grótta lyfti sér upp í 6. sæti Olís-deildar karla með eins marks sigri, 31-32, á Aftureldingu í kvöld. Á laugardaginn vann Grótta Hauka og Seltirningar eru því búnir að vinna bæði liðin sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra á innan við viku. Grótta hefur alls unnið fjóra leiki á þessu ári og stigið stórt skref í áttina að því að bjarga sér frá falli. Tapið í kvöld var fimmta tap Aftureldingar eftir áramót en silfurlið síðustu tveggja tímabila er í einhverri tilvistarkreppu þessa dagana. Gróttumaðurinn Þráinn Orri Jónsson skoraði fyrsta mark leiksins en Afturelding svaraði með fimm mörkum í röð. Vörn Seltirninga var galopin í byrjun og markvarslan lítil framan af. Kristófer Fannar Guðmundsson fann heldur ekki taktinn í marki Aftureldingar en Davíð Svansson kom sterkur inn og varði fimm af þeim níu skotum sem hann fékk á sig í fyrri hálfleik. Elvar Ásgeirsson kom Aftureldingu fjórum mörkum yfir, 8-4, en þá kom frábær 4-0 kafli hjá Gróttu. Mosfellingar svöruðu með þremur mörkum á örskömmum tíma og náðu forystunni á nýjan leik, 11-8. Sami munur var á liðunum í hálfleik, 16-13. Gestirnir komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu þrjú mörk hans og jöfnuðu metin, 16-16. Heimamenn voru þó fljótir að ná áttum og komust aftur þremur mörkum yfir, 22-19. Þráinn Orri svaraði með þremur mörkum í röð og staðan því aftur orðin jöfn, 22-22. Liðin héldu í hendur eftir þetta þótt Afturelding væri jafnan á undan að skora. Elvar Friðriksson hrökk í gang á lokakaflanum og hann kom Gróttu yfir, 28-29, í fyrsta sinn síðan í stöðunni 0-1. Ernir Hrafn Arnarson jafnaði með marki úr vítakasti en mörk frá Elvari og Finni Inga Stefánssyni komu Gróttu tveimur mörkum yfir, 29-31. Ernir Hrafn minnkaði muninn af vítapunktinum og Árni Bragi Eyjólfsson jafnaði svo metin í 31-31 með sínu fimmta marki. Aron Dagur Pálsson kom Gróttu aftur yfir í næstu sókn og það reyndist sigurmarkið. Afturelding fékk möguleika til að jafna metin en Mikk Pinnonen tapaði boltanum klaufalega. Lokatölur 31-32, Gróttu í vil. Þráinn Orri skoraði níu mörk í leiknum, þar af fimm úr hraðaupphlaupum. Finnur Ingi skoraði átta mörk og Leonharð Harðarson fimm. Lárus Helgi Ólafsson varði 20 skot (40%) í marki Gróttu. Ernir Hrafn var markahæstur í liði Aftureldingar með sjö mörk. Árni Bragi skoraði fimm.Árni Bragi: Man varla eftir leik þar sem 31 mark dugar okkur ekki „Það vantaði algjörlega upp á varnarleikinn í seinni hálfleik. Þeir skoruðu 19 mörk sem er bara rugl. Svo voru þeir bara svalari á endasprettinum og enduðu á því að nýta færin sem við klikkuðum á,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, eftir eins marks tap hans manna, 31-32, fyrir Gróttu í kvöld. Sóknarleikur Mosfellinga var góður og Árni Bragi segir að það eigi að duga að skora 31 mark til að vinna leiki. „Ég man varla eftir leik þar sem 31 mark dugar okkur ekki. Við vorum sjálfum okkur verstir í seinni hálfleik og náðum vörninni aldrei upp eins og í þeim fyrri. Þá fengum við líka fáa bolta varða, það helst í hendur við það að við gátum ekki spilað vörn,“ sagði Árni Bragi. Afturelding sat á toppnum í HM-fríinu en eftir það hefur sigið á ógæfuhliða og liðið er aðeins búið að vinna einn leik eftir áramót. En hvað hefur vantað upp á hjá Mosfellingum í síðustu leikjum? „Við höfum eiginlega aldrei náð að tengja saman heilar 60 mínútur eins og við náðum í síðasta leik [gegn Selfossi]. Sóknin okkar var frábær í þessum leik, við skorum 31 mark þrátt fyrir að það hafi ekki verið mikið um hraðaupphlaup. En við þurfum bara að fá vörn,“ sagði Árni Bragi. En hefur slæmt gengi undanfarinna vikna haft áhrif á sjálfstraustið í liðinu? „Nei, það hefur það ekki. En fyrir sjálfan mig gerði það áður en við fengum tvö stig í síðasta leik,“ sagði Árni Bragi að lokum.Þráinn Orri: Erum að spila betur saman Þráinn Orri Jónsson var markahæstur á vellinum í 31-32 sigri Gróttu á Aftureldingu í kvöld. Þessi stóri og stæðilegi línumaður skoraði níu mörk, þar af fimm eftir hraðaupphlaup. „Vörnin hjá okkur er búin að vera nokkuð stöðug. Við fengum reyndar á okkur 31 mark í kvöld sem er andskoti mikið en það skrifast kannski frekar á tapaða bolta og heppni í fyrri hálfleik. Við rifum okkur svo upp í þeim seinni og þá gekk þetta almennilega,“ sagði Þráinn Orri. Línumaðurinn segir að aukin samhæfing hafi skilað þeim níu stigum sem Grótta hefur náð í eftir áramót. „Við erum að spila betur saman. Við fengum nánast nýja útilínu frá því í fyrra. Við misstum tvo sterka pósta fyrir utan. Núna erum við slípast almennilega saman. Það hefði átt að gerast síðasta haust en gerðist ekki fyrr en núna. Vonandi heldur það bara áfram,“ sagði Þráinn Orri og bætti því við að það væri ekkert í hendi þótt Seltirningar væru komnir upp í 6. sæti Olís-deildarinnar. „Þetta lítur vel út en eins og þetta er núna þýðir eitt tap að við erum komnir niður í 8. sætið. Þetta er ekkert komið. En þetta lítur vissulega mun betur út og við höfum unnið tvo sterka sigra í röð,“ sagði Þráinn Orri en Gróttumenn unnu Íslandsmeistara Hauka á laugardaginn var. Hann kvaðst ánægður með eigin frammistöðu í kvöld án þess að gera of mikið úr henni. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í leiknum og hjá liðinu öllu. Við spiluðum drulluvel og það er það sem skiptir öllu,“ sagði Þráinn Orri að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Grótta lyfti sér upp í 6. sæti Olís-deildar karla með eins marks sigri, 31-32, á Aftureldingu í kvöld. Á laugardaginn vann Grótta Hauka og Seltirningar eru því búnir að vinna bæði liðin sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra á innan við viku. Grótta hefur alls unnið fjóra leiki á þessu ári og stigið stórt skref í áttina að því að bjarga sér frá falli. Tapið í kvöld var fimmta tap Aftureldingar eftir áramót en silfurlið síðustu tveggja tímabila er í einhverri tilvistarkreppu þessa dagana. Gróttumaðurinn Þráinn Orri Jónsson skoraði fyrsta mark leiksins en Afturelding svaraði með fimm mörkum í röð. Vörn Seltirninga var galopin í byrjun og markvarslan lítil framan af. Kristófer Fannar Guðmundsson fann heldur ekki taktinn í marki Aftureldingar en Davíð Svansson kom sterkur inn og varði fimm af þeim níu skotum sem hann fékk á sig í fyrri hálfleik. Elvar Ásgeirsson kom Aftureldingu fjórum mörkum yfir, 8-4, en þá kom frábær 4-0 kafli hjá Gróttu. Mosfellingar svöruðu með þremur mörkum á örskömmum tíma og náðu forystunni á nýjan leik, 11-8. Sami munur var á liðunum í hálfleik, 16-13. Gestirnir komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu þrjú mörk hans og jöfnuðu metin, 16-16. Heimamenn voru þó fljótir að ná áttum og komust aftur þremur mörkum yfir, 22-19. Þráinn Orri svaraði með þremur mörkum í röð og staðan því aftur orðin jöfn, 22-22. Liðin héldu í hendur eftir þetta þótt Afturelding væri jafnan á undan að skora. Elvar Friðriksson hrökk í gang á lokakaflanum og hann kom Gróttu yfir, 28-29, í fyrsta sinn síðan í stöðunni 0-1. Ernir Hrafn Arnarson jafnaði með marki úr vítakasti en mörk frá Elvari og Finni Inga Stefánssyni komu Gróttu tveimur mörkum yfir, 29-31. Ernir Hrafn minnkaði muninn af vítapunktinum og Árni Bragi Eyjólfsson jafnaði svo metin í 31-31 með sínu fimmta marki. Aron Dagur Pálsson kom Gróttu aftur yfir í næstu sókn og það reyndist sigurmarkið. Afturelding fékk möguleika til að jafna metin en Mikk Pinnonen tapaði boltanum klaufalega. Lokatölur 31-32, Gróttu í vil. Þráinn Orri skoraði níu mörk í leiknum, þar af fimm úr hraðaupphlaupum. Finnur Ingi skoraði átta mörk og Leonharð Harðarson fimm. Lárus Helgi Ólafsson varði 20 skot (40%) í marki Gróttu. Ernir Hrafn var markahæstur í liði Aftureldingar með sjö mörk. Árni Bragi skoraði fimm.Árni Bragi: Man varla eftir leik þar sem 31 mark dugar okkur ekki „Það vantaði algjörlega upp á varnarleikinn í seinni hálfleik. Þeir skoruðu 19 mörk sem er bara rugl. Svo voru þeir bara svalari á endasprettinum og enduðu á því að nýta færin sem við klikkuðum á,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, eftir eins marks tap hans manna, 31-32, fyrir Gróttu í kvöld. Sóknarleikur Mosfellinga var góður og Árni Bragi segir að það eigi að duga að skora 31 mark til að vinna leiki. „Ég man varla eftir leik þar sem 31 mark dugar okkur ekki. Við vorum sjálfum okkur verstir í seinni hálfleik og náðum vörninni aldrei upp eins og í þeim fyrri. Þá fengum við líka fáa bolta varða, það helst í hendur við það að við gátum ekki spilað vörn,“ sagði Árni Bragi. Afturelding sat á toppnum í HM-fríinu en eftir það hefur sigið á ógæfuhliða og liðið er aðeins búið að vinna einn leik eftir áramót. En hvað hefur vantað upp á hjá Mosfellingum í síðustu leikjum? „Við höfum eiginlega aldrei náð að tengja saman heilar 60 mínútur eins og við náðum í síðasta leik [gegn Selfossi]. Sóknin okkar var frábær í þessum leik, við skorum 31 mark þrátt fyrir að það hafi ekki verið mikið um hraðaupphlaup. En við þurfum bara að fá vörn,“ sagði Árni Bragi. En hefur slæmt gengi undanfarinna vikna haft áhrif á sjálfstraustið í liðinu? „Nei, það hefur það ekki. En fyrir sjálfan mig gerði það áður en við fengum tvö stig í síðasta leik,“ sagði Árni Bragi að lokum.Þráinn Orri: Erum að spila betur saman Þráinn Orri Jónsson var markahæstur á vellinum í 31-32 sigri Gróttu á Aftureldingu í kvöld. Þessi stóri og stæðilegi línumaður skoraði níu mörk, þar af fimm eftir hraðaupphlaup. „Vörnin hjá okkur er búin að vera nokkuð stöðug. Við fengum reyndar á okkur 31 mark í kvöld sem er andskoti mikið en það skrifast kannski frekar á tapaða bolta og heppni í fyrri hálfleik. Við rifum okkur svo upp í þeim seinni og þá gekk þetta almennilega,“ sagði Þráinn Orri. Línumaðurinn segir að aukin samhæfing hafi skilað þeim níu stigum sem Grótta hefur náð í eftir áramót. „Við erum að spila betur saman. Við fengum nánast nýja útilínu frá því í fyrra. Við misstum tvo sterka pósta fyrir utan. Núna erum við slípast almennilega saman. Það hefði átt að gerast síðasta haust en gerðist ekki fyrr en núna. Vonandi heldur það bara áfram,“ sagði Þráinn Orri og bætti því við að það væri ekkert í hendi þótt Seltirningar væru komnir upp í 6. sæti Olís-deildarinnar. „Þetta lítur vel út en eins og þetta er núna þýðir eitt tap að við erum komnir niður í 8. sætið. Þetta er ekkert komið. En þetta lítur vissulega mun betur út og við höfum unnið tvo sterka sigra í röð,“ sagði Þráinn Orri en Gróttumenn unnu Íslandsmeistara Hauka á laugardaginn var. Hann kvaðst ánægður með eigin frammistöðu í kvöld án þess að gera of mikið úr henni. „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í leiknum og hjá liðinu öllu. Við spiluðum drulluvel og það er það sem skiptir öllu,“ sagði Þráinn Orri að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira