Rússar og Kínverjar komu í veg fyrir aðgerðir gegn Sýrlandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Vladimir Safronkov, fulltrúi Rússlands í ráðinu, beitti neitunarvaldi fyrir hönd Rússa. vísir/getty Rússland og Kína beittu neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunar um refsiaðgerðir gegn Sýrlandi. Aðgerðirnar höfðu verið lagðar til vegna notkunar sýrlenska hersins á efnavopnum í borgarastríði landsins. Þetta er í sjöunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi á vettvangi Öryggisráðsins til að koma í veg fyrir aðgerðir gagnvart Sýrlandi. Kína hefur beitt neitunarvaldi sex sinnum í sambærilegum atkvæðagreiðslum. Sýrlenska stjórnin samþykkti að eyða efnavopnum sínum árið 2013 í kjölfar samkomulags þess efnis við Bandaríkin og Rússland. Rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna leiddi hins vegar í ljós að herinn hefði beitt klórgasi þrisvar á árunum 2014 og 2015. Því hafa stjórnvöld vísað alfarið á bug. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu einnig í ljós að vígamenn Íslamska ríkisins hafa beitt sinnepsgasi í hernaði sínum. Tillagan var lögð fram af Bretum og Frökkum. Samkvæmt henni var óheimilt að selja þyrlur til Sýrlands. Þá voru lagðar til refsiaðgerðir sem beindust að ellefu sýrslenskum hershöfðingjum og tíu hersveitum sem tóku þátt í aðgerðunum. Níu meðlimir ráðsins greiddu tillögunni atkvæði sitt. Kína, Rússland og Bólivía greiddu atkvæði gegn henni. Egyptaland, Kasakstan og Eþíópía sátu hjá við afgreiðslu málsins. Til að tillaga teljist samþykkt á vettvangi ráðsins þarf samþykki níu þjóða og enginn fastameðlima þess má beita neitunarvaldi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafði gefið það út að refsiaðgerðir gegn Sýrlendingum væru „algerlega óviðeigandi“ og þær „myndu aðeins spilla trausti“ í yfirstandandi friðarviðræðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Rússland og Kína beittu neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunar um refsiaðgerðir gegn Sýrlandi. Aðgerðirnar höfðu verið lagðar til vegna notkunar sýrlenska hersins á efnavopnum í borgarastríði landsins. Þetta er í sjöunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi á vettvangi Öryggisráðsins til að koma í veg fyrir aðgerðir gagnvart Sýrlandi. Kína hefur beitt neitunarvaldi sex sinnum í sambærilegum atkvæðagreiðslum. Sýrlenska stjórnin samþykkti að eyða efnavopnum sínum árið 2013 í kjölfar samkomulags þess efnis við Bandaríkin og Rússland. Rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna leiddi hins vegar í ljós að herinn hefði beitt klórgasi þrisvar á árunum 2014 og 2015. Því hafa stjórnvöld vísað alfarið á bug. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu einnig í ljós að vígamenn Íslamska ríkisins hafa beitt sinnepsgasi í hernaði sínum. Tillagan var lögð fram af Bretum og Frökkum. Samkvæmt henni var óheimilt að selja þyrlur til Sýrlands. Þá voru lagðar til refsiaðgerðir sem beindust að ellefu sýrslenskum hershöfðingjum og tíu hersveitum sem tóku þátt í aðgerðunum. Níu meðlimir ráðsins greiddu tillögunni atkvæði sitt. Kína, Rússland og Bólivía greiddu atkvæði gegn henni. Egyptaland, Kasakstan og Eþíópía sátu hjá við afgreiðslu málsins. Til að tillaga teljist samþykkt á vettvangi ráðsins þarf samþykki níu þjóða og enginn fastameðlima þess má beita neitunarvaldi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafði gefið það út að refsiaðgerðir gegn Sýrlendingum væru „algerlega óviðeigandi“ og þær „myndu aðeins spilla trausti“ í yfirstandandi friðarviðræðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira