Kjarasamningar halda ef aðrar stéttir hækka ekki úr hófi Sveinn Arnarsson skrifar 1. mars 2017 07:00 SALEK-samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni allavega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. Vísir/Anton Brink Kjarasamningi SA og ASÍ verður ekki sagt upp að sinni þótt forsendur fyrir honum séu brostnar. Það er sameiginlegt mat aðila að heppilegra sé að bíða og sjá hvernig þróunin verður hjá öðrum stéttum á árinu en samningar margra stétta renna út á þessu ári. Það er mat ASÍ og SA að tvær af þremur forsendum kjarasamningsins haldi en ein þeirra sé brostin. Hún snúist um launaþróun annarra hópa á samningstímanum. „Við viljum sýna smá yfirvegun á þessum tímapunkti. Samningurinn er uppsegjanlegur að ári liðnu en við vonum að rammasamkomulag frá árinu 2015 haldi. Nú er boltinn hjá ríki og sveitarfélögum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Varðandi kjararáð þá er það augljós krafa okkar að það rammasamkomulag sem skrifað var undir við hið opinbera eigi einnig við þá sjálfa.“ Þann 27. október 2015 gerðu ASÍ, BSRB, SA, ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg rammasamkomulag um breytt og bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga og sameiginlega launastefnu til ársloka 2018. ASÍ og SA óska þess að menn standi við það samkomulag. „Við gerum ekki kröfu um annað á þessari stundu en að aðilar rammasamkomulagsins frá 2015 standi við gefin loforð. Ef það er gert og launaþróun helst innan þess ramma sem lagt var upp með í upphafi fellur úr gildi uppsagnarákvæði samningsins og hann heldur út árið 2018,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður SA. Ólafur Loftsson, formaður grunnskólakennara, segir ekki hægt að stilla grunnskólakennurum svona upp við vegg. Samninganefnd þeirra semji um laun óháð því hvað aðrar stéttir séu að gera. Þetta samkomulag hafi þannig ekkert að segja þegar grunnskólakennarar semja um sín laun. „Við erum ekki aðilar að rammasamkomulaginu frá 2015 og því hefur þetta ekki áhrif á okkar samningagerð,“ segir Ólafur. „Grunnskólakennarar semja um sín laun við samninganefnd sveitarfélaga án aðkomu ASÍ og SA.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29 Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00 SALEK bjargað fyrir horn en ríkið varað við stöðunni SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. 28. febrúar 2017 19:45 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Kjarasamningi SA og ASÍ verður ekki sagt upp að sinni þótt forsendur fyrir honum séu brostnar. Það er sameiginlegt mat aðila að heppilegra sé að bíða og sjá hvernig þróunin verður hjá öðrum stéttum á árinu en samningar margra stétta renna út á þessu ári. Það er mat ASÍ og SA að tvær af þremur forsendum kjarasamningsins haldi en ein þeirra sé brostin. Hún snúist um launaþróun annarra hópa á samningstímanum. „Við viljum sýna smá yfirvegun á þessum tímapunkti. Samningurinn er uppsegjanlegur að ári liðnu en við vonum að rammasamkomulag frá árinu 2015 haldi. Nú er boltinn hjá ríki og sveitarfélögum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Varðandi kjararáð þá er það augljós krafa okkar að það rammasamkomulag sem skrifað var undir við hið opinbera eigi einnig við þá sjálfa.“ Þann 27. október 2015 gerðu ASÍ, BSRB, SA, ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg rammasamkomulag um breytt og bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga og sameiginlega launastefnu til ársloka 2018. ASÍ og SA óska þess að menn standi við það samkomulag. „Við gerum ekki kröfu um annað á þessari stundu en að aðilar rammasamkomulagsins frá 2015 standi við gefin loforð. Ef það er gert og launaþróun helst innan þess ramma sem lagt var upp með í upphafi fellur úr gildi uppsagnarákvæði samningsins og hann heldur út árið 2018,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður SA. Ólafur Loftsson, formaður grunnskólakennara, segir ekki hægt að stilla grunnskólakennurum svona upp við vegg. Samninganefnd þeirra semji um laun óháð því hvað aðrar stéttir séu að gera. Þetta samkomulag hafi þannig ekkert að segja þegar grunnskólakennarar semja um sín laun. „Við erum ekki aðilar að rammasamkomulaginu frá 2015 og því hefur þetta ekki áhrif á okkar samningagerð,“ segir Ólafur. „Grunnskólakennarar semja um sín laun við samninganefnd sveitarfélaga án aðkomu ASÍ og SA.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29 Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00 SALEK bjargað fyrir horn en ríkið varað við stöðunni SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. 28. febrúar 2017 19:45 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29
Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Ríkissáttasemjari telur að fram undan geti verið erfitt ár. Forseti ASÍ segir forsendur kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins brostnar. Sammála um að ákvörðun um launahækkun þingmanna og ráðherra hafi verið olía á eldinn. 21. febrúar 2017 06:00
SALEK bjargað fyrir horn en ríkið varað við stöðunni SALEK samkomulaginu var bjargað fyrir horn, að sinni alla vega, þegar forysta Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir samkomulag í dag sem frestar endurskoðun kjarasamninga um ár. 28. febrúar 2017 19:45