Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 23-26 | FH-ingar hefndu fyrir bikartapið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2017 21:15 Ágúst Birgisson skorar fyrir FH í kvöld. Vísir/Anton FH vann þriggja marka sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Vals, 23-26, þegar liðin mættust í 20. umferð Olís-deildar karla í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Þessi sömu lið mættust í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á föstudaginn en þar höfðu Valsmenn betur, 20-19. Þeir unnu svo Aftureldingu í úrslitaleiknum, 22-26. Valsmenn voru óvenju sprækir í fyrri hálfleik og hin margfræga bikarþynnka virtist hrjá þá. Hlynur Morthens var frábær í marki Vals í fyrri hálfleik og varði átta skot (40%). Á meðan fann Ágúst Elí Björgvinsson sig engan veginn í marki FH og varði aðeins þrjú skot (20%) í fyrri hálfleik. Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, var sérlega öflugur í byrjun leiks og skoraði fjögur af fyrstu sjö mörkum bikarmeistaranna. Anton Rúnarsson var duglegur að finna Orra í upphafi leiks en fyrir utan það átti hann alls ekki góðan leik. Liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik og það var kannski vel við hæfi að staðan væri jöfn, 12-12, þegar þau gengu til búningsherbergja. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og skoruðu fyrstu fimm mörk hans. Valsmenn voru heillum horfnir og töpuðu boltanum í þrígang á fyrstu fjórum mínútum seinni hálfleiks. Þrátt fyrir þessa frábæru byrjun á seinni hálfleiks gerðu FH-ingar sér hlutina full erfiða og Valsmenn voru aldrei langt undan. Atli Már Báruson spilaði mikið í kvöld og hann dró Valsmenn aftur inn í leikinn með góðum mörkum. Atli gerði alls sex mörk og var markahæstur í liði Vals. Einar Rafn Eiðsson kom FH í 20-24 þegar sex mínútur voru eftir. Valur gafst þó ekki upp og svaraði með þremur mörkum og staðan því 23-24. Valsmenn fengu tækifæri til að jafna en töpuðu boltanum klaufalega. FH-ingar fóru í sókn og Ágúst Birgisson kom þeim tveimur mörkum yfir og kláraði leikinn. Lokatölur 23-26, FH í vil. Ágúst átti frábæran leik á línunni og skoraði sjö mörk í jafnmörgum skotum. Einar Rafn kom næstur með sex mörk í sex skotum. Þá átti Birkir Fannar Bragason flotta innkomu í mark FH og varði níu skot (45%) í seinni hálfleik.Orri Freyr: Byrjuðum ekki seinni hálfleikinn Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, sagði að slæm byrjun á seinni hálfleik hafi orðið Valsmönnum að falli gegn FH í kvöld. „Við erum vonsviknir. Við ætluðum að vinna þennan leik en FH-ingar áttu þetta skilið í dag. Þeir voru ákveðnari og grimmari og byrjuðu seinni hálfleikinn, en ekki við,“ sagði Orri eftir leik. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, en FH-ingar skoruðu fyrstu fimm mörk seinni hálfleiks og lifðu á þeirri forystu út leikinn. „Við vorum bara ekki klárir og þeir mættu betur innstilltir,“ sagði Orri sem sagði að hin svokallaða bikarþynnka hafi ekki setið í Valsmönnum, allavega ekki í fyrri hálfleik. „Hún var ekki til staðar, án gríns. Maður var svolítið slæmur á þriðjudag og miðvikudag en ég er orðinn góður í dag. Við spiluðum fínan leik í fyrri hálfleik en mættum ekki í þann seinni.“ Valsmenn hafa spilað mikið af leikjum að undanförnu og fengið litla hvíld. En var þreytan farin að segja til sín undir lok leiks? „Já og nei. FH-ingarnir voru bara skynsamari en við í lokin og gerðu hlutina rétt,“ sagði Orri að lokum.Ásbjörn: Erfið fæðing Ásbjörn Friðriksson, fyrirliði FH, var að vonum sáttur með stigin tvö. „Spilamennskan var allt í lagi. Þetta var svolítið erfið fæðing. Mér fannst við heilt yfir betri allan leikinn en við náðum aldrei að slíta okkur frá þeim,“ sagði Ásbjörn og bætti við að byrjunin frábæra á seinni hálfleik hefði lagt grunninn að sigrinum. Ásbirni fannst sigurinn þó full torsóttur. „Við vorum klaufar. Það var kafli einum fleiri þar sem við hleyptum þeim inn í leikinn. Mér fannst það okkar klaufaskapur en þeir eru alltaf skynsamir og eru með gott lið,“ sagði Ásbjörn. FH tapaði fyrir Val í undanúrslitum bikarkeppninnar á föstudaginn. En gerir sigurinn í kvöld bikartapið eitthvað bærilegra? „Nei, nú þurfum við bara að hætta að hugsa um það. Það verður alltaf jafn sárt. Nú erum við í annarri keppni og við erum að reyna að halda í við toppliðin í deildinni. Þetta var var liður í því að færast nær toppnum,“ sagði Ásbjörn að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Sjá meira
FH vann þriggja marka sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Vals, 23-26, þegar liðin mættust í 20. umferð Olís-deildar karla í kvöld.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Þessi sömu lið mættust í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á föstudaginn en þar höfðu Valsmenn betur, 20-19. Þeir unnu svo Aftureldingu í úrslitaleiknum, 22-26. Valsmenn voru óvenju sprækir í fyrri hálfleik og hin margfræga bikarþynnka virtist hrjá þá. Hlynur Morthens var frábær í marki Vals í fyrri hálfleik og varði átta skot (40%). Á meðan fann Ágúst Elí Björgvinsson sig engan veginn í marki FH og varði aðeins þrjú skot (20%) í fyrri hálfleik. Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, var sérlega öflugur í byrjun leiks og skoraði fjögur af fyrstu sjö mörkum bikarmeistaranna. Anton Rúnarsson var duglegur að finna Orra í upphafi leiks en fyrir utan það átti hann alls ekki góðan leik. Liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik og það var kannski vel við hæfi að staðan væri jöfn, 12-12, þegar þau gengu til búningsherbergja. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og skoruðu fyrstu fimm mörk hans. Valsmenn voru heillum horfnir og töpuðu boltanum í þrígang á fyrstu fjórum mínútum seinni hálfleiks. Þrátt fyrir þessa frábæru byrjun á seinni hálfleiks gerðu FH-ingar sér hlutina full erfiða og Valsmenn voru aldrei langt undan. Atli Már Báruson spilaði mikið í kvöld og hann dró Valsmenn aftur inn í leikinn með góðum mörkum. Atli gerði alls sex mörk og var markahæstur í liði Vals. Einar Rafn Eiðsson kom FH í 20-24 þegar sex mínútur voru eftir. Valur gafst þó ekki upp og svaraði með þremur mörkum og staðan því 23-24. Valsmenn fengu tækifæri til að jafna en töpuðu boltanum klaufalega. FH-ingar fóru í sókn og Ágúst Birgisson kom þeim tveimur mörkum yfir og kláraði leikinn. Lokatölur 23-26, FH í vil. Ágúst átti frábæran leik á línunni og skoraði sjö mörk í jafnmörgum skotum. Einar Rafn kom næstur með sex mörk í sex skotum. Þá átti Birkir Fannar Bragason flotta innkomu í mark FH og varði níu skot (45%) í seinni hálfleik.Orri Freyr: Byrjuðum ekki seinni hálfleikinn Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, sagði að slæm byrjun á seinni hálfleik hafi orðið Valsmönnum að falli gegn FH í kvöld. „Við erum vonsviknir. Við ætluðum að vinna þennan leik en FH-ingar áttu þetta skilið í dag. Þeir voru ákveðnari og grimmari og byrjuðu seinni hálfleikinn, en ekki við,“ sagði Orri eftir leik. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, en FH-ingar skoruðu fyrstu fimm mörk seinni hálfleiks og lifðu á þeirri forystu út leikinn. „Við vorum bara ekki klárir og þeir mættu betur innstilltir,“ sagði Orri sem sagði að hin svokallaða bikarþynnka hafi ekki setið í Valsmönnum, allavega ekki í fyrri hálfleik. „Hún var ekki til staðar, án gríns. Maður var svolítið slæmur á þriðjudag og miðvikudag en ég er orðinn góður í dag. Við spiluðum fínan leik í fyrri hálfleik en mættum ekki í þann seinni.“ Valsmenn hafa spilað mikið af leikjum að undanförnu og fengið litla hvíld. En var þreytan farin að segja til sín undir lok leiks? „Já og nei. FH-ingarnir voru bara skynsamari en við í lokin og gerðu hlutina rétt,“ sagði Orri að lokum.Ásbjörn: Erfið fæðing Ásbjörn Friðriksson, fyrirliði FH, var að vonum sáttur með stigin tvö. „Spilamennskan var allt í lagi. Þetta var svolítið erfið fæðing. Mér fannst við heilt yfir betri allan leikinn en við náðum aldrei að slíta okkur frá þeim,“ sagði Ásbjörn og bætti við að byrjunin frábæra á seinni hálfleik hefði lagt grunninn að sigrinum. Ásbirni fannst sigurinn þó full torsóttur. „Við vorum klaufar. Það var kafli einum fleiri þar sem við hleyptum þeim inn í leikinn. Mér fannst það okkar klaufaskapur en þeir eru alltaf skynsamir og eru með gott lið,“ sagði Ásbjörn. FH tapaði fyrir Val í undanúrslitum bikarkeppninnar á föstudaginn. En gerir sigurinn í kvöld bikartapið eitthvað bærilegra? „Nei, nú þurfum við bara að hætta að hugsa um það. Það verður alltaf jafn sárt. Nú erum við í annarri keppni og við erum að reyna að halda í við toppliðin í deildinni. Þetta var var liður í því að færast nær toppnum,“ sagði Ásbjörn að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Sjá meira