Górilla skutlaði sér inn á völlinn í miðjum NBA-leik | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2017 11:45 Herra górilla. Vísir/Getty Washington Wizards vann 131-127 sigur á Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það var vissulega um nóg að fjalla frá þessum leik enda margir að spila vel og tveir leikmenn sendir í sturtu. Það var þó einn leynigestur sem stal senunni á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Górillan er lukkudýr Phoenix Suns liðsins og alltaf til staðar á heimaleikjum liðsins. Górillan er þó aldrei inn á vellinum nema í leikhléum og á milli leikhluta. Þar til í nótt. Í einni sókn heimaliðsins í fjórða leikhluta þegar munurinn var aðeins fimm stig þá var eins og umrædd górilla hefði hreinlega „fríkað“ út þegar hún skutlaði sér inn á völlinn. Boltinn var meira að segja á þeim helmingi vallarins, Phoenix-liðið með boltann og fullt af leikmönnum í kringum hana . Górillan var aftur á móti fljót að koma sér til baka í sína stöðu fyrir aftan völlinn. Þegar menn fóru að skoða upptökuna betur kom þó ýmislegt í ljós. Það má því búast við því að lukkudýrið verið kallað inn á teppið í dag en ekki til að skamma það fyrir skutlið heldur til að hrósa starfsmanninum fyrir skjót viðbrögð. Górillan var nefnilega ekki að skutla sér inn á völlinn sér til gamans heldur til að ná í aðskotarhlut sem var á hættulegum stað í teignum og hefði getað orsakað meiðsli leikmanna ef górillan hefði ekki komið auga á aðskotahlutinn. Hér fyrir neðan má sjá skutluna hjá Herra Górillu.Come get ya mans, @Suns pic.twitter.com/sfapmmGm5V— NBA on ESPN (@ESPNNBA) March 8, 2017 i can't stop watching this pic.twitter.com/LRphUzEsuw— James Herbert (@outsidethenba) March 8, 2017 NBA Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Washington Wizards vann 131-127 sigur á Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það var vissulega um nóg að fjalla frá þessum leik enda margir að spila vel og tveir leikmenn sendir í sturtu. Það var þó einn leynigestur sem stal senunni á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Górillan er lukkudýr Phoenix Suns liðsins og alltaf til staðar á heimaleikjum liðsins. Górillan er þó aldrei inn á vellinum nema í leikhléum og á milli leikhluta. Þar til í nótt. Í einni sókn heimaliðsins í fjórða leikhluta þegar munurinn var aðeins fimm stig þá var eins og umrædd górilla hefði hreinlega „fríkað“ út þegar hún skutlaði sér inn á völlinn. Boltinn var meira að segja á þeim helmingi vallarins, Phoenix-liðið með boltann og fullt af leikmönnum í kringum hana . Górillan var aftur á móti fljót að koma sér til baka í sína stöðu fyrir aftan völlinn. Þegar menn fóru að skoða upptökuna betur kom þó ýmislegt í ljós. Það má því búast við því að lukkudýrið verið kallað inn á teppið í dag en ekki til að skamma það fyrir skutlið heldur til að hrósa starfsmanninum fyrir skjót viðbrögð. Górillan var nefnilega ekki að skutla sér inn á völlinn sér til gamans heldur til að ná í aðskotarhlut sem var á hættulegum stað í teignum og hefði getað orsakað meiðsli leikmanna ef górillan hefði ekki komið auga á aðskotahlutinn. Hér fyrir neðan má sjá skutluna hjá Herra Górillu.Come get ya mans, @Suns pic.twitter.com/sfapmmGm5V— NBA on ESPN (@ESPNNBA) March 8, 2017 i can't stop watching this pic.twitter.com/LRphUzEsuw— James Herbert (@outsidethenba) March 8, 2017
NBA Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira