Sjáðu fjögurra mínútna formála að Alien: Covenant Birgir Olgeirsson skrifar 23. febrúar 2017 10:16 Áhöfn nýlendugeimskipsins Covenant borðar hér síðustu kvöldmáltíðina sína áður en hún leggst í dvala. Kvikmyndaverið 20th Century Fox hefur sent frá sér formála að stórmyndinni Alien: Covenant. Í þessum formála, sem er kallaður Síðasta kvöldmáltíðin, fá áhorfendur að fylgjast með áhöfn nýlendugeimskipsins Covenant (Sáttmáli) borða kvöldmat áður en hún leggst í dvala. Í þessu fjögurra mínútna myndbroti sjást allir helstu leikarar myndarinnar Alien: Covenant. Þar á meðal James Franco, Katherine Pearce, Danny McBride, Billy Crudup og Michael Fassbender. Sá síðastnefndi leikur þó ekki vélmennið David í þessu myndbroti, líkt og hann gerði í Prometheus, heldur vélmennið Walter. Í Alien: Covenant verður sem fyrr segir fylgst með áhöfn Covenant kanna plánetu sem er í fyrstu talin ósnert paradís. Við nánari athugun kemur í ljós myrk og hættulegu veröld sem státar einungis af einum íbúa. Sá er vélmennið David úr Prometheus-leiðangrinum. Myndin verður frumsýnd hér á landi 19. maí næstkomandi. Hér fyrir neðan má svo sjá stiklu úr myndinni sjálfri. Um hrollvekju er að ræða þannig að börn og viðkvæmir ættu að halda sig frá þessari. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu hvaða stórmyndir verða í bíó árið 2017 Listinn er frekar langur. 22. desember 2016 21:30 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndaverið 20th Century Fox hefur sent frá sér formála að stórmyndinni Alien: Covenant. Í þessum formála, sem er kallaður Síðasta kvöldmáltíðin, fá áhorfendur að fylgjast með áhöfn nýlendugeimskipsins Covenant (Sáttmáli) borða kvöldmat áður en hún leggst í dvala. Í þessu fjögurra mínútna myndbroti sjást allir helstu leikarar myndarinnar Alien: Covenant. Þar á meðal James Franco, Katherine Pearce, Danny McBride, Billy Crudup og Michael Fassbender. Sá síðastnefndi leikur þó ekki vélmennið David í þessu myndbroti, líkt og hann gerði í Prometheus, heldur vélmennið Walter. Í Alien: Covenant verður sem fyrr segir fylgst með áhöfn Covenant kanna plánetu sem er í fyrstu talin ósnert paradís. Við nánari athugun kemur í ljós myrk og hættulegu veröld sem státar einungis af einum íbúa. Sá er vélmennið David úr Prometheus-leiðangrinum. Myndin verður frumsýnd hér á landi 19. maí næstkomandi. Hér fyrir neðan má svo sjá stiklu úr myndinni sjálfri. Um hrollvekju er að ræða þannig að börn og viðkvæmir ættu að halda sig frá þessari.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu hvaða stórmyndir verða í bíó árið 2017 Listinn er frekar langur. 22. desember 2016 21:30 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira