Villi Goði ætlar út á jeppanum sínum að bjarga Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2017 12:19 Ef þú ert fastur þá hringir þú í Villa Goða og hann kemur og bjargar málunum. Villi Goði, sem á árum áður var þekkt poppstjarna og kom fram með Todmobile, Buffinu og fleiri böndum, hefur undanfarin ár rekið sitt eigið ferðaþjónustufyrirtæki. Villi sendi út tilkynningu á Facebook í tilefni óveðursins fyrir stundu þar sem hann býður fram aðstoð sína til handa öllum þeim sem kunna að lenda í vandræðum í því óveðri sem nú gengur yfir landið: „ef einhver hér lendir í bílaveseni í ófærðinni í 50 km radíus við Reykjavík þá má hringja í mig og ég jeppast á staðinn og aðstoða. 896-8987 Knús, Villi eirðarlausi.“Fágæt greiðvikni og til eftirbreytni Villi sagðist hafa verið að vinna í tölvunni heima hjá sér og þegar hann sá óveðrið lemja rúðurnar greip hann óþreyja. „Mér fannst leiðinlegt og langaði út að leika. Þetta er fullkomin afsökun til að gera það,“ segir Villi í samtali við Vísi. „Þetta er fullkomin afsökun til að gera það. Svo náttúrlega að hjálpa fólki ef það lendir í veseni, leiðinlegt að vera á Yaris einhvers staðar fastur í snjó. Og ég bara heima á Patról og ´38 tommu dekkjum.“ Villi segir það einstaklega gaman þegar veður eru válynd að fara um á því tæki, fullur öryggis. „Maður gleðst. Rúllar yfir þetta allt án þess að vera í taugaáfalli.“ Þetta er greiðvikni til eftirbreytni, fágæt á þessum síðustu og verstu en Villi spyr: Hvers vegna ekki? „Því meiri kraft sem maður hefur í boði, þeim mun auðmjúkari og miskunnsamari á maður að vera gagnvart öðrum sem minna mega sín. Þeir mættu gá að því heimsleiðtogarnir. En, það eru litlu hlutirnir. Brosa.“„Ef einhver er í vandræðum kem ég og redda því“ Villi segir að hann hafi alltaf heillast af þeim sem fara út og bjarga. „Og mér finnst sjálfum voða gaman að geta hjálpað. Oft lent í því með túrista, þeir halda að þetta sé heimsendir. Fastir einhvers staðar. Þeir sjá ekkert og eru raunverulega skíthræddir. Fyrir lífi sínu. Smáræði, að kippa í með spotta, það er mikið fyrir þá. Þeir halda að allt sé búið. Lífsbjörg fyrir aðra.“ Villi segir að það hafi komið bakslag í þetta með að fara út að bjarga þegar kom á daginn í einhverju máli sem hann reynir að rifja upp að bjargvætturinn sé ábyrgur fyrir skemmdum sem kunna að verða á ökutækjum við björgunaraðgerðirnar. Þá dró úr mönnum en – sem er verra. Nú verði eiginlega að fara fram á það við fólk í nauðum að það verði sjálft að bera þá ábyrgð; en Villi lætur það ekki stoppa sig. Og bíður við símann. Blaðamaður Vísis var fyrstur til að hringja. „Já, eða ... ég bíð ekkert við símann. Ég hef alveg ýmislegt til að lifa fyrir. en, ef það er einhver í vandræðum þá kem ég og redda því.“ Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Villi Goði, sem á árum áður var þekkt poppstjarna og kom fram með Todmobile, Buffinu og fleiri böndum, hefur undanfarin ár rekið sitt eigið ferðaþjónustufyrirtæki. Villi sendi út tilkynningu á Facebook í tilefni óveðursins fyrir stundu þar sem hann býður fram aðstoð sína til handa öllum þeim sem kunna að lenda í vandræðum í því óveðri sem nú gengur yfir landið: „ef einhver hér lendir í bílaveseni í ófærðinni í 50 km radíus við Reykjavík þá má hringja í mig og ég jeppast á staðinn og aðstoða. 896-8987 Knús, Villi eirðarlausi.“Fágæt greiðvikni og til eftirbreytni Villi sagðist hafa verið að vinna í tölvunni heima hjá sér og þegar hann sá óveðrið lemja rúðurnar greip hann óþreyja. „Mér fannst leiðinlegt og langaði út að leika. Þetta er fullkomin afsökun til að gera það,“ segir Villi í samtali við Vísi. „Þetta er fullkomin afsökun til að gera það. Svo náttúrlega að hjálpa fólki ef það lendir í veseni, leiðinlegt að vera á Yaris einhvers staðar fastur í snjó. Og ég bara heima á Patról og ´38 tommu dekkjum.“ Villi segir það einstaklega gaman þegar veður eru válynd að fara um á því tæki, fullur öryggis. „Maður gleðst. Rúllar yfir þetta allt án þess að vera í taugaáfalli.“ Þetta er greiðvikni til eftirbreytni, fágæt á þessum síðustu og verstu en Villi spyr: Hvers vegna ekki? „Því meiri kraft sem maður hefur í boði, þeim mun auðmjúkari og miskunnsamari á maður að vera gagnvart öðrum sem minna mega sín. Þeir mættu gá að því heimsleiðtogarnir. En, það eru litlu hlutirnir. Brosa.“„Ef einhver er í vandræðum kem ég og redda því“ Villi segir að hann hafi alltaf heillast af þeim sem fara út og bjarga. „Og mér finnst sjálfum voða gaman að geta hjálpað. Oft lent í því með túrista, þeir halda að þetta sé heimsendir. Fastir einhvers staðar. Þeir sjá ekkert og eru raunverulega skíthræddir. Fyrir lífi sínu. Smáræði, að kippa í með spotta, það er mikið fyrir þá. Þeir halda að allt sé búið. Lífsbjörg fyrir aðra.“ Villi segir að það hafi komið bakslag í þetta með að fara út að bjarga þegar kom á daginn í einhverju máli sem hann reynir að rifja upp að bjargvætturinn sé ábyrgur fyrir skemmdum sem kunna að verða á ökutækjum við björgunaraðgerðirnar. Þá dró úr mönnum en – sem er verra. Nú verði eiginlega að fara fram á það við fólk í nauðum að það verði sjálft að bera þá ábyrgð; en Villi lætur það ekki stoppa sig. Og bíður við símann. Blaðamaður Vísis var fyrstur til að hringja. „Já, eða ... ég bíð ekkert við símann. Ég hef alveg ýmislegt til að lifa fyrir. en, ef það er einhver í vandræðum þá kem ég og redda því.“
Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira