Bjór í búðir óttar guðmundsson skrifar 25. febrúar 2017 10:00 Takmarkað aðgengi að áfengi á Íslandi er mikið vandamál. Núverandi fyrirkomulag byggir á þeirri skoðun að neyslan aukist með auknu framboði og frjálsræði. Margir hafa þurft að neita sér um hvítvín með þriðjudags-ýsunni eða rauðvín með miðvikudags-kássunni af því að þeir komust ekki í ríkið fyrir lokun. Knattspyrnuáhugamenn hafa setið bjórlausir yfir skemmtilegum mánudagsleikjum. Íslenskir ferðalangar í útlöndum hafa notið þess að geta keypt sér pela af vodka eða pott af bjór í vegasjoppu eða matvöruverslun. Þetta hefur stuðlað að sérlega siðfágaðri umgengni við áfengi á erlendri grund eins og allir leiðsögumenn íslenskra ferðalanga geta vitnað um. Nú eru bjartari tímar í nánd. Þingmenn vilja hverfa frá skandinavískri aðhaldsstefnu og gefa áfengissöluna frjálsa í öllum matvöruverslunum. Drykkjan gæti mögulega aukist og þau vandamál sem af henni hljótast. En það er ljós í mykrinu. Hvergi á nágrannalöndunum er viðlíka framboð af meðferð fyrir alkóhólista og aðra fíkla og á Íslandi. SÁÁ, Landspítalinn, Samhjálp og Krýsuvíkursamtökin reka öll ágæt meðferðarheimili. Liðlega 160 legurými eru eyrnamerkt þessum hópi sjúklinga auk öflugra göngudeilda og fjölmargra AA-funda. Þetta er meiri meðferð en boðið er uppá í Kaupmannahöfn, Berlín eða París, þar sem mannfjöldinn er talsvert meiri. Gríðarlegar framfarir hafa átt sér stað í lifrar- og brisígræðslum ef þessi líffæri skyldu skemmast. Nú þarf ekkert íslensk heimili nokkru sinni að neita sér um áfengi vegna íhaldssemi stjórnvalda. Íslenska heilbrigðisferðarkerfið er það öflugasta í heimi og getur áreynslulaust leyst öll áfengistengd vandamál. Auðvitað reddast þetta allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun
Takmarkað aðgengi að áfengi á Íslandi er mikið vandamál. Núverandi fyrirkomulag byggir á þeirri skoðun að neyslan aukist með auknu framboði og frjálsræði. Margir hafa þurft að neita sér um hvítvín með þriðjudags-ýsunni eða rauðvín með miðvikudags-kássunni af því að þeir komust ekki í ríkið fyrir lokun. Knattspyrnuáhugamenn hafa setið bjórlausir yfir skemmtilegum mánudagsleikjum. Íslenskir ferðalangar í útlöndum hafa notið þess að geta keypt sér pela af vodka eða pott af bjór í vegasjoppu eða matvöruverslun. Þetta hefur stuðlað að sérlega siðfágaðri umgengni við áfengi á erlendri grund eins og allir leiðsögumenn íslenskra ferðalanga geta vitnað um. Nú eru bjartari tímar í nánd. Þingmenn vilja hverfa frá skandinavískri aðhaldsstefnu og gefa áfengissöluna frjálsa í öllum matvöruverslunum. Drykkjan gæti mögulega aukist og þau vandamál sem af henni hljótast. En það er ljós í mykrinu. Hvergi á nágrannalöndunum er viðlíka framboð af meðferð fyrir alkóhólista og aðra fíkla og á Íslandi. SÁÁ, Landspítalinn, Samhjálp og Krýsuvíkursamtökin reka öll ágæt meðferðarheimili. Liðlega 160 legurými eru eyrnamerkt þessum hópi sjúklinga auk öflugra göngudeilda og fjölmargra AA-funda. Þetta er meiri meðferð en boðið er uppá í Kaupmannahöfn, Berlín eða París, þar sem mannfjöldinn er talsvert meiri. Gríðarlegar framfarir hafa átt sér stað í lifrar- og brisígræðslum ef þessi líffæri skyldu skemmast. Nú þarf ekkert íslensk heimili nokkru sinni að neita sér um áfengi vegna íhaldssemi stjórnvalda. Íslenska heilbrigðisferðarkerfið er það öflugasta í heimi og getur áreynslulaust leyst öll áfengistengd vandamál. Auðvitað reddast þetta allt.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun