Ekki hlutverk björgunarsveita að losa bíla úr stæðum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. febrúar 2017 14:18 Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir það ekki vera hlutverk björgunarsveitanna að losa bíla almennra borgara þegar fannfergi er mikið. Vísir/Vilhelm Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir það ekki vera hlutverk björgunarsveitanna að losa bíla almennra borgara þegar fannfergi er mikið. Rætt var við Þorstein í Helginni á Bylgjunni í dag. „Það voru milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn sem að voru við ýmiss konar aðstoð í nótt. Það var bæði lokað Heillisheiði og Þrengslum svo var verið að aðstoða lögreglu í nótt við ýmiss konar útköll og þess háttar. Var verið að koma heilbrigðisstarfsfólki í vinnuna í nótt og í morgun. Það hafa verið þannig verkefni. En við höfum ekkert verið í því að draga upp fasta bíla í bílastæðum og innkeyrslum. Það er ekki okkar mál,“ segir Þorsteinn. Hafið þið fengið beiðnir um slikt? „Það koma alltaf beiðnir um eitthvað slíkt en við bendum fólki á að reyna að leysa það með öðrum hætti. Sjálfur er ég núna að reyna að moka upp bílinn minn og ég vona að þetta sé minn, ég er ekki kominn að honum ennþá. Þeir líta allir eins út hérna á planinu, hvítar stórar hrúgur.“ Það var talað um það í morgun, fólk var beðið um að halda sig heima nema það væri brýn nauðsyn. Er það ennþá í gildi? „Já ég held það. Þetta er fallegur dagur og það eru ansi margir sem nýta daginn í að moka frá og þrífa snjóinn af plönum og bílaplönum en helstu stofnbrautir eru fínar en það er aðallega með húsagötur og annað. Ég held það sá ágætt að þetta komi á aðfararnótt sunnudags svo að fólk geti notað daginn í dag í að losa upp bílinn sinn og undirbúa sig fyrir morgundaginn.“ Er þetta ekki spurning um að fara út að leika við börnin og barnabörnin, gera snjóhús og snjókarla? „Eins og talað út úr mínum munni.“ Veður Tengdar fréttir Ærið verkefni að ryðja og gæti tekið nokkra daga Borgin vill biðja fólk að vera þolinmótt því það er ærið verkefni að hreinsa götur Reykjavíkur eftir nóttina. 26. febrúar 2017 11:47 Víða ófært á höfuðborgarsvæðinu Víða er ófært á höfuðborgarsvæðinu eftir mikla snjókomu í nótt, á það ekki síst við um húsagötur. Í raun er þungfært í umdæminu öllu. 26. febrúar 2017 08:24 Nýtt met í snjódýpt Snjódýpt á höfuðborgarsvæðinu mældist 51 sentímetri í morgun. 26. febrúar 2017 10:55 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir það ekki vera hlutverk björgunarsveitanna að losa bíla almennra borgara þegar fannfergi er mikið. Rætt var við Þorstein í Helginni á Bylgjunni í dag. „Það voru milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn sem að voru við ýmiss konar aðstoð í nótt. Það var bæði lokað Heillisheiði og Þrengslum svo var verið að aðstoða lögreglu í nótt við ýmiss konar útköll og þess háttar. Var verið að koma heilbrigðisstarfsfólki í vinnuna í nótt og í morgun. Það hafa verið þannig verkefni. En við höfum ekkert verið í því að draga upp fasta bíla í bílastæðum og innkeyrslum. Það er ekki okkar mál,“ segir Þorsteinn. Hafið þið fengið beiðnir um slikt? „Það koma alltaf beiðnir um eitthvað slíkt en við bendum fólki á að reyna að leysa það með öðrum hætti. Sjálfur er ég núna að reyna að moka upp bílinn minn og ég vona að þetta sé minn, ég er ekki kominn að honum ennþá. Þeir líta allir eins út hérna á planinu, hvítar stórar hrúgur.“ Það var talað um það í morgun, fólk var beðið um að halda sig heima nema það væri brýn nauðsyn. Er það ennþá í gildi? „Já ég held það. Þetta er fallegur dagur og það eru ansi margir sem nýta daginn í að moka frá og þrífa snjóinn af plönum og bílaplönum en helstu stofnbrautir eru fínar en það er aðallega með húsagötur og annað. Ég held það sá ágætt að þetta komi á aðfararnótt sunnudags svo að fólk geti notað daginn í dag í að losa upp bílinn sinn og undirbúa sig fyrir morgundaginn.“ Er þetta ekki spurning um að fara út að leika við börnin og barnabörnin, gera snjóhús og snjókarla? „Eins og talað út úr mínum munni.“
Veður Tengdar fréttir Ærið verkefni að ryðja og gæti tekið nokkra daga Borgin vill biðja fólk að vera þolinmótt því það er ærið verkefni að hreinsa götur Reykjavíkur eftir nóttina. 26. febrúar 2017 11:47 Víða ófært á höfuðborgarsvæðinu Víða er ófært á höfuðborgarsvæðinu eftir mikla snjókomu í nótt, á það ekki síst við um húsagötur. Í raun er þungfært í umdæminu öllu. 26. febrúar 2017 08:24 Nýtt met í snjódýpt Snjódýpt á höfuðborgarsvæðinu mældist 51 sentímetri í morgun. 26. febrúar 2017 10:55 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Ærið verkefni að ryðja og gæti tekið nokkra daga Borgin vill biðja fólk að vera þolinmótt því það er ærið verkefni að hreinsa götur Reykjavíkur eftir nóttina. 26. febrúar 2017 11:47
Víða ófært á höfuðborgarsvæðinu Víða er ófært á höfuðborgarsvæðinu eftir mikla snjókomu í nótt, á það ekki síst við um húsagötur. Í raun er þungfært í umdæminu öllu. 26. febrúar 2017 08:24
Nýtt met í snjódýpt Snjódýpt á höfuðborgarsvæðinu mældist 51 sentímetri í morgun. 26. febrúar 2017 10:55