Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi Snærós Sindradóttir skrifar 28. febrúar 2017 17:18 Skipverjinn var handtekinn 18. janúar síðastliðinn. vísir/anton brink Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag fluttur í fangelsið á Hólmsheiði. Þar með lauk nærri sex vikna langri einangrunarvist mannsins, sem hófst með gæsluvarðhaldsúrskurði 20. janúar síðastliðinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í janúar, voru uppi áhyggjur hja fangelsisyfirvöldum um velferð og öryggi gæsluvarðhaldsfanganna tveggja, sem þá dvöldu í einangrun. Afplánunarfangar á Litla Hrauni voru sagðir hafa fylgst vel með fréttum af hvarfi Birnu Brjánsdóttur og handtöku skipverjanna.Í frétt blaðsins frá því í janúar segir að stemningin innan fangelsisins á Litla Hrauni hafi bent til þess að ekki yrði hægt að vista manninn á meðal annarra afplánunarfanga þar sem mikillar reiði gætti á meðal íslensku fanganna.Vildu ekki taka neina áhættu Heimildir Fréttablaðsins herma að sú staða hafi ekki breyst þrátt fyrir að nú sé lengri tími liðinn frá því að maðurinn var handtekinn. Fangelsismálayfirvöld hafi ekki þorað að taka áhættu með öryggi mannsins og því hafi hann verið vistaður á Hólmsheiði þar sem húsnæðið býður upp á frekar deildarskiptingu og öðruvísi eftirlit. Einn heimildarmaður blaðsins komst svo að orði að stofnunin yrði að gæta þess að allir myndu lifa af flutningin úr einangrun. Í fangelsinu að Hólmsheiði hefja fangar alla jafna afplánun áður en þeir eru færðir í önnur fangelsi á Íslandi. Í fangelsinu eru einnig kvenfangar vistaðir.Vinna að ákæru Birna Brjánsdóttir hvarf fyrir rúmum sjö vikum síðan og sást síðast við Laugaveg 31. Lögregla telur fullvíst að hún hafi farið um borð í Rauða Kia Rio bifreið sem maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafði til umráða. Talið er að maðurinn hafi banað henni um borð í bílnum við Hafnarfjarðarhöfn á milli sex og sjö, laugardagsmorguninn 14. janúar síðastliðinn. Þrír lögreglumenn vinna nú að því að klára málið í samvinnu við héraðssaksóknara svo hægt verði að gefa út ákæru í málinu í tæka tíð. Heimild er til þess að halda manninum í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tólf vikur. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar, hefur sagst hafa trú á því að rannsókn verði lokið vel innan tiltekins frests.Fangelsið á Hólmsheiði var til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðið haust. Umfjöllunina má sjá að neðan. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag fluttur í fangelsið á Hólmsheiði. Þar með lauk nærri sex vikna langri einangrunarvist mannsins, sem hófst með gæsluvarðhaldsúrskurði 20. janúar síðastliðinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í janúar, voru uppi áhyggjur hja fangelsisyfirvöldum um velferð og öryggi gæsluvarðhaldsfanganna tveggja, sem þá dvöldu í einangrun. Afplánunarfangar á Litla Hrauni voru sagðir hafa fylgst vel með fréttum af hvarfi Birnu Brjánsdóttur og handtöku skipverjanna.Í frétt blaðsins frá því í janúar segir að stemningin innan fangelsisins á Litla Hrauni hafi bent til þess að ekki yrði hægt að vista manninn á meðal annarra afplánunarfanga þar sem mikillar reiði gætti á meðal íslensku fanganna.Vildu ekki taka neina áhættu Heimildir Fréttablaðsins herma að sú staða hafi ekki breyst þrátt fyrir að nú sé lengri tími liðinn frá því að maðurinn var handtekinn. Fangelsismálayfirvöld hafi ekki þorað að taka áhættu með öryggi mannsins og því hafi hann verið vistaður á Hólmsheiði þar sem húsnæðið býður upp á frekar deildarskiptingu og öðruvísi eftirlit. Einn heimildarmaður blaðsins komst svo að orði að stofnunin yrði að gæta þess að allir myndu lifa af flutningin úr einangrun. Í fangelsinu að Hólmsheiði hefja fangar alla jafna afplánun áður en þeir eru færðir í önnur fangelsi á Íslandi. Í fangelsinu eru einnig kvenfangar vistaðir.Vinna að ákæru Birna Brjánsdóttir hvarf fyrir rúmum sjö vikum síðan og sást síðast við Laugaveg 31. Lögregla telur fullvíst að hún hafi farið um borð í Rauða Kia Rio bifreið sem maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafði til umráða. Talið er að maðurinn hafi banað henni um borð í bílnum við Hafnarfjarðarhöfn á milli sex og sjö, laugardagsmorguninn 14. janúar síðastliðinn. Þrír lögreglumenn vinna nú að því að klára málið í samvinnu við héraðssaksóknara svo hægt verði að gefa út ákæru í málinu í tæka tíð. Heimild er til þess að halda manninum í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tólf vikur. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar, hefur sagst hafa trú á því að rannsókn verði lokið vel innan tiltekins frests.Fangelsið á Hólmsheiði var til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðið haust. Umfjöllunina má sjá að neðan.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels