Umfjölllun, viðtöl og myndir: Fram - FH 28-32 | FH-vélin fór í gang í seinni hálfleik Brynjar Ingi Erluson í Framhúsinu skrifar 10. febrúar 2017 20:15 FH er komið í undanúrslit Coca-Cola bikars karla í handknattleik eftir að hafa unnið Fram 32-28 í Fram-húsinu í Safamýrinni í kvöld. FH er fyrsta liðið sem tryggir sér þátttökurétt í bikarúrslitahelginni.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Framarar hafa verið í miklum vandræðum á þessari leiktíð en eftir ágætis byrjun hefur gengi liðsins farið niður á við. Fram er í níunda sæti deildarinnar og var liðið að mæta dýrvitlausum FH-ingum sem hafa verið gríðarlega öflugir á leiktíðinni. Það kom því fáum á óvart að gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu leikinn betur. Framarar voru þó fljótir að taka við sér og skiptust liðin á að skora í fyrri hálfleiknum. Fram komst í stuð þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Arnar Birkir Hálfdánarson fiskaði Ísak Rafnsson af velli og það var þá sem Fram tók á skarið og náði þriggja marka forystu áður en hálfleikurinn var úti. Þrátt fyrir það voru FH-ingar nokkuð rólegir yfir stöðunni. Fram hélt uppteknum hætti fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik en þegar það var að líða að 40. mínútu þá féll allt með FH. Jóhann Birgir Ingvarsson var magnaður og virkaði eins og drifkraftur FH auk þess sem Óðinn Ríkharðsson og Arnar Freyr Ársælsson voru frábærir. Einar Rafn Eiðsson átti þá flottan leik einnig. Þegar FH-vélin komst í gang þá misstu Framarar taktinn . Skotin þeirra fóru annað hvort í slá, framhjá eða yfir markið. Það virtist ekkert ganga upp og þegar uppi var staðið var fjögurra marka sigur FH-inga sanngjarn. FH er nú komið í undanúrslit bikarsins en leikið verður í Laugardalshöllinni þar næstu helgi. Guðmundur Helgi: Þrælgaman að þjálfa þessa stráka „Þetta er svekkelsi, mjög mikið svekkelsi. Þetta var hörkuleikur, tvö mjög góð lið en annað liðið var aðeins betra í dag,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram. „Við fáum á okkur ódýr mörk. Við fáum tvisvar sinnum tvær mínútur og þar af leiðandi fáum við 3-4 mörk á okkur í röð. Þeir komast aftur inn í leikinn og við byrjum að skjóta í stangirnar og yfir. Betra liðið vann hér í dag, því miður,“ sagði Guðmundur Helgi. „Þetta var miklu betri leikur en við höfum sýnt hér eftir áramót. Ég tek margt jákvætt úr þessum leik og eitthvað sem við getum byggt ofan á. Þetta er ungt, efnilegt og skemmtilegt lið. Það er þrælgaman að þjálfa þá og þegar liðið leggur sig svona fram þá er ég handviss um að við munum ná í helling af stigum,“ sagði Guðmundur Helgi. Halldór Jóhann: Við vorum að kveinka okkur undan þeim „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Ég er mjög ánægður fyrir hönd okkar og liðsins að vera komnir þangað. Þetta er virkilega gaman, við vorum þarna fyrir tveimur árum síðan og við vitum hvernig upplifun þetta er. Núna viljum við klára verkefnið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. „Við vorum mjög góðir í sókn í seinni hálfleik, slakir varnarlega í fyrri hálfleik. Framarar voru að spila mjög vel, langbesta leik í langan tíma, en þeir voru að taka á okkur og við vorum að kveinka okkur undan þeim. Þó þeir kæmust fjórum mörkum yfir í seinni þá var samt ákveðin ró yfir okkur. Við náðum að mjatla inn einu og einu marki,“ sagði Halldór Jóhann. „Við vorum fókuseraðir á þetta verkefni. Við vissum einnig að þetta yrði erfiður leikur og að þeir myndu ekki gefa okkur þetta. Þegar þetta er bikar þá skiptir taflan eða deildin engu máli en við þurftum eftir fyrri hálfleikinn að halda kúlinu og að koma okkur í þessi undanúrslit,“ sagði Halldór Jóhann.Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram.Vísir/AntonJóhann Birgir Ingvarsson skorar í leiknum í kvöld.Vísir/AntonHalldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.Vísir/Anton Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
FH er komið í undanúrslit Coca-Cola bikars karla í handknattleik eftir að hafa unnið Fram 32-28 í Fram-húsinu í Safamýrinni í kvöld. FH er fyrsta liðið sem tryggir sér þátttökurétt í bikarúrslitahelginni.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Framarar hafa verið í miklum vandræðum á þessari leiktíð en eftir ágætis byrjun hefur gengi liðsins farið niður á við. Fram er í níunda sæti deildarinnar og var liðið að mæta dýrvitlausum FH-ingum sem hafa verið gríðarlega öflugir á leiktíðinni. Það kom því fáum á óvart að gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu leikinn betur. Framarar voru þó fljótir að taka við sér og skiptust liðin á að skora í fyrri hálfleiknum. Fram komst í stuð þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Arnar Birkir Hálfdánarson fiskaði Ísak Rafnsson af velli og það var þá sem Fram tók á skarið og náði þriggja marka forystu áður en hálfleikurinn var úti. Þrátt fyrir það voru FH-ingar nokkuð rólegir yfir stöðunni. Fram hélt uppteknum hætti fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik en þegar það var að líða að 40. mínútu þá féll allt með FH. Jóhann Birgir Ingvarsson var magnaður og virkaði eins og drifkraftur FH auk þess sem Óðinn Ríkharðsson og Arnar Freyr Ársælsson voru frábærir. Einar Rafn Eiðsson átti þá flottan leik einnig. Þegar FH-vélin komst í gang þá misstu Framarar taktinn . Skotin þeirra fóru annað hvort í slá, framhjá eða yfir markið. Það virtist ekkert ganga upp og þegar uppi var staðið var fjögurra marka sigur FH-inga sanngjarn. FH er nú komið í undanúrslit bikarsins en leikið verður í Laugardalshöllinni þar næstu helgi. Guðmundur Helgi: Þrælgaman að þjálfa þessa stráka „Þetta er svekkelsi, mjög mikið svekkelsi. Þetta var hörkuleikur, tvö mjög góð lið en annað liðið var aðeins betra í dag,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram. „Við fáum á okkur ódýr mörk. Við fáum tvisvar sinnum tvær mínútur og þar af leiðandi fáum við 3-4 mörk á okkur í röð. Þeir komast aftur inn í leikinn og við byrjum að skjóta í stangirnar og yfir. Betra liðið vann hér í dag, því miður,“ sagði Guðmundur Helgi. „Þetta var miklu betri leikur en við höfum sýnt hér eftir áramót. Ég tek margt jákvætt úr þessum leik og eitthvað sem við getum byggt ofan á. Þetta er ungt, efnilegt og skemmtilegt lið. Það er þrælgaman að þjálfa þá og þegar liðið leggur sig svona fram þá er ég handviss um að við munum ná í helling af stigum,“ sagði Guðmundur Helgi. Halldór Jóhann: Við vorum að kveinka okkur undan þeim „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Ég er mjög ánægður fyrir hönd okkar og liðsins að vera komnir þangað. Þetta er virkilega gaman, við vorum þarna fyrir tveimur árum síðan og við vitum hvernig upplifun þetta er. Núna viljum við klára verkefnið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. „Við vorum mjög góðir í sókn í seinni hálfleik, slakir varnarlega í fyrri hálfleik. Framarar voru að spila mjög vel, langbesta leik í langan tíma, en þeir voru að taka á okkur og við vorum að kveinka okkur undan þeim. Þó þeir kæmust fjórum mörkum yfir í seinni þá var samt ákveðin ró yfir okkur. Við náðum að mjatla inn einu og einu marki,“ sagði Halldór Jóhann. „Við vorum fókuseraðir á þetta verkefni. Við vissum einnig að þetta yrði erfiður leikur og að þeir myndu ekki gefa okkur þetta. Þegar þetta er bikar þá skiptir taflan eða deildin engu máli en við þurftum eftir fyrri hálfleikinn að halda kúlinu og að koma okkur í þessi undanúrslit,“ sagði Halldór Jóhann.Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram.Vísir/AntonJóhann Birgir Ingvarsson skorar í leiknum í kvöld.Vísir/AntonHalldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH.Vísir/Anton
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn