Universal tryggir sér réttinn á óutgefnu efni Prince Anton Egilsson skrifar 11. febrúar 2017 13:08 Óútgefið efni frá Prince mun líta dagsins ljós í náinni framtíð. Vísir/Getty Universal Music Group hefur tryggt sér réttinn til að gefa út óútgefið efni bandaríska tónlistarmannsins Prince. Sky greinir frá þessu. Ekki liggur fyrir um hve mikið af efni sé að ræða en ljóst er aðdáendur poppgoðsins geta beðið spenntir. Reiknað er með að það sé töluvert magn enda var Prince þekktur fyrir að vera mjög afkastamikill lagahöfundur. Prince féll frá í apríl á síðasta ári en dánarorsök hans var of stór lyfjaskammtur. Prince hafði unnið í 154 klukkutíma samfleytt án þess að sofa dagana áður en hann fannst látinn í lyftu á heimili sínu, Paisley Park í Minnesota. Prince var margverðlaunaður tónlistarmaður. Þekktasta verk hans er án efa Purple Rain sem kom út árið 1984 ásamt samnefndri mynd. Prince hlaut Óskarsverðlaunin fyrir tónlist sína í myndinni auk þess sem titillag plötunnar var útnefnt besta lag níunda áratugarins af tónlistarvefnum Pitchfork. Á um 40 ára ferli seldi Prince yfir 100 milljón plötur. Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Universal Music Group hefur tryggt sér réttinn til að gefa út óútgefið efni bandaríska tónlistarmannsins Prince. Sky greinir frá þessu. Ekki liggur fyrir um hve mikið af efni sé að ræða en ljóst er aðdáendur poppgoðsins geta beðið spenntir. Reiknað er með að það sé töluvert magn enda var Prince þekktur fyrir að vera mjög afkastamikill lagahöfundur. Prince féll frá í apríl á síðasta ári en dánarorsök hans var of stór lyfjaskammtur. Prince hafði unnið í 154 klukkutíma samfleytt án þess að sofa dagana áður en hann fannst látinn í lyftu á heimili sínu, Paisley Park í Minnesota. Prince var margverðlaunaður tónlistarmaður. Þekktasta verk hans er án efa Purple Rain sem kom út árið 1984 ásamt samnefndri mynd. Prince hlaut Óskarsverðlaunin fyrir tónlist sína í myndinni auk þess sem titillag plötunnar var útnefnt besta lag níunda áratugarins af tónlistarvefnum Pitchfork. Á um 40 ára ferli seldi Prince yfir 100 milljón plötur.
Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira