Alltaf þurfa tröllin að hörfa undan mannfólkinu Magnús Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2017 18:00 Greta Clough, Sigurður Líndal Þórisson og Aldís Davíðsdóttir með allt klárt fyrir frumsýningu í Samkomuhúsinu á Akureyri. „Við erum búin að forsýna í heimabyggð á Hvammstanga. Við búum í Húnaþingi vestra en ég er þaðan upphaflega, en bjó reyndar í London í tuttugu ár og kynntist þar konunni minn. Hún er brúðulistamaðurinn á bak við sýninguna og hún er reyndar orðin ágætlega þekkt innan þess geira í Bretlandi,“ segir Sigurður Líndal Þórisson, leikstjóri og einn að aðstandendum brúðuleikhússins Handbendi sem í gær frumsýndi sýninguna Tröllin í Samkomuhúsinu á Akureyri. Það er Greta Clough sem handgerir brúðurnar, er höfundur sögunnar og sér um brúðuleikinn ásamt Aldísi Davíðsdóttur, hljóðmynd og tónlist er eftir breska tónskáldið Paul Mosley, listakonan Kathleen Scott sem hefur undanfarið haft listamannadvöl að Nesi á Skagaströnd sér um skuggamyndir og ljósahönnun er í höndum Aðalsteins Stefánssonar en leikstjórn er eins og áður sagði í höndum Sigurðar. „Við hjónin fluttum heim fyrir rétt um einu og hálfu ári og höfum síðan verið að búa til sýningar á Hvammstanga. Vonandi er það að bæta í menningarflóruna á staðnum. En við höfum líka verið að flytja inn brúðuleikara og listamenn, sem mörgum þykir sérstakt, en þá höfum við æft sýningarnar hér og sýnt þær svo á nokkrum stöðum og m.a. farið í leikferð um Bretland. Þannig að Handbendi er alþjóðlegt samstarfsverkefni og að lokinni frumsýningu hér í Samkomuhúsinu þá förum við í félagsheimilin á Norðurlandi vestra, svo er það Frystiklefinn á Rifi, þaðan í Tjarnarbíó og seinnipart sumars og í haust þá verða Tröllin á ferð í London og víðar um Bretland.“ Sigurður segir að þau hafi byrjað ferlið fyrir sýninguna með því að lesa vandlega tröllasögurnar sem er að finna í þjóðsögunum eins og þær koma fyrir af skepnunni. „Við keyrðum líka um landið og mynduðum tröllakletta og andlit í klettunum og brúðurnar byggja soldið á þessum myndum. Mér finnst skemmtilegt að þegar maður fer að lesa þetta í heild sinni, þá sér maður hvað þetta er mikið um komu kristninnar til landsins. Hvítserkur er nú eitt frægasta dæmið um það, sagan um tröllið sem bjó á Ströndum og þoldi ekki hljóminn í kirkjuklukkunni á Þingeyri svo hann rauk af stað til þess að þagga niður í henni. Greyinu entist þó ekki náttmyrkrið, brann inni á tíma og varð að steini. Átök á milli nýja tímans og þess gamla eru þannig algengt þema í þessum sögum. Það má líka sjá þarna átök á milli upplýsingaaldarinnar og óheftrar náttúra, vísindi versus bábilja. Kannski er þetta að einhverju leyti líka saga fólks sem kemur á nýjan stað og frumbyggjanna sem voru þar fyrir. Því alltaf er það þannig að tröllin þurfa einhvern veginn að hörfa með einum eða öðrum hætti.“ Sigrurður segir að þegar þau hafi verið komin með sögurnar sem þau völdu að vinna með sem grunn þá hafi þau farið að skoða hvernig væri best að setja saman söguna. „Við reyndum ýmsar nálganir og enduðum með því að fara alveg aftur til þess tíma þegar paparnir koma til landsins. Í okkar sögu kemur ung stúlka til landsins með þeim og sögurnar koma svo til okkar í gegnum þessa stúlku. Hún er bæði hugrökk og ævintýragjörn og fer að fara um landið. Upp á fjöllum rekst hún svo á þessa skelfilegu óvætti Truntum Runtum úr samnefndri þjóðsögu.“ Húnaþing vestra Menning Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
„Við erum búin að forsýna í heimabyggð á Hvammstanga. Við búum í Húnaþingi vestra en ég er þaðan upphaflega, en bjó reyndar í London í tuttugu ár og kynntist þar konunni minn. Hún er brúðulistamaðurinn á bak við sýninguna og hún er reyndar orðin ágætlega þekkt innan þess geira í Bretlandi,“ segir Sigurður Líndal Þórisson, leikstjóri og einn að aðstandendum brúðuleikhússins Handbendi sem í gær frumsýndi sýninguna Tröllin í Samkomuhúsinu á Akureyri. Það er Greta Clough sem handgerir brúðurnar, er höfundur sögunnar og sér um brúðuleikinn ásamt Aldísi Davíðsdóttur, hljóðmynd og tónlist er eftir breska tónskáldið Paul Mosley, listakonan Kathleen Scott sem hefur undanfarið haft listamannadvöl að Nesi á Skagaströnd sér um skuggamyndir og ljósahönnun er í höndum Aðalsteins Stefánssonar en leikstjórn er eins og áður sagði í höndum Sigurðar. „Við hjónin fluttum heim fyrir rétt um einu og hálfu ári og höfum síðan verið að búa til sýningar á Hvammstanga. Vonandi er það að bæta í menningarflóruna á staðnum. En við höfum líka verið að flytja inn brúðuleikara og listamenn, sem mörgum þykir sérstakt, en þá höfum við æft sýningarnar hér og sýnt þær svo á nokkrum stöðum og m.a. farið í leikferð um Bretland. Þannig að Handbendi er alþjóðlegt samstarfsverkefni og að lokinni frumsýningu hér í Samkomuhúsinu þá förum við í félagsheimilin á Norðurlandi vestra, svo er það Frystiklefinn á Rifi, þaðan í Tjarnarbíó og seinnipart sumars og í haust þá verða Tröllin á ferð í London og víðar um Bretland.“ Sigurður segir að þau hafi byrjað ferlið fyrir sýninguna með því að lesa vandlega tröllasögurnar sem er að finna í þjóðsögunum eins og þær koma fyrir af skepnunni. „Við keyrðum líka um landið og mynduðum tröllakletta og andlit í klettunum og brúðurnar byggja soldið á þessum myndum. Mér finnst skemmtilegt að þegar maður fer að lesa þetta í heild sinni, þá sér maður hvað þetta er mikið um komu kristninnar til landsins. Hvítserkur er nú eitt frægasta dæmið um það, sagan um tröllið sem bjó á Ströndum og þoldi ekki hljóminn í kirkjuklukkunni á Þingeyri svo hann rauk af stað til þess að þagga niður í henni. Greyinu entist þó ekki náttmyrkrið, brann inni á tíma og varð að steini. Átök á milli nýja tímans og þess gamla eru þannig algengt þema í þessum sögum. Það má líka sjá þarna átök á milli upplýsingaaldarinnar og óheftrar náttúra, vísindi versus bábilja. Kannski er þetta að einhverju leyti líka saga fólks sem kemur á nýjan stað og frumbyggjanna sem voru þar fyrir. Því alltaf er það þannig að tröllin þurfa einhvern veginn að hörfa með einum eða öðrum hætti.“ Sigrurður segir að þegar þau hafi verið komin með sögurnar sem þau völdu að vinna með sem grunn þá hafi þau farið að skoða hvernig væri best að setja saman söguna. „Við reyndum ýmsar nálganir og enduðum með því að fara alveg aftur til þess tíma þegar paparnir koma til landsins. Í okkar sögu kemur ung stúlka til landsins með þeim og sögurnar koma svo til okkar í gegnum þessa stúlku. Hún er bæði hugrökk og ævintýragjörn og fer að fara um landið. Upp á fjöllum rekst hún svo á þessa skelfilegu óvætti Truntum Runtum úr samnefndri þjóðsögu.“
Húnaþing vestra Menning Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira