NBA: New York Knicks endaði mjög erfiða viku í MSG með sigri á Spurs | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2017 07:00 New York Knicks hefur verið mikið í fréttum í bandarískum fjölmiðlum að undanförum og ekki fyrir góða frammistöðu inn á vellinum. Sigur á San Antonio Spurs í nótt gaf mönnum þar á bæ loksins tækifæri til að brosa.Carmelo Anthony skoraði 25 stig í 94-90 sigri New York Knicks á San Antonio Spurs í Madison Square Garden. Anthony skoraði tvær mikilvægar körfur í lokin sem áttu mikinn þátt í því að liðinu tókst að landa sigri. Þetta var fimmti heimaleikur New York Knicks í röð og allir hinir fjórir höfðu tapast. Inn í það blandaðist að goðsögninni Charles Oakley var hent út úr Madison Square Garden í einum þeirra og seinna settur í bann sem og að forseti félagsins, Phil Jackson, hefur skotið grimmt á aðalstjörnuna, Carmelo Anthony, á opinberum vettvangi. Kawhi Leonard skoraði 36 stig fyrir San Antonio Spurs sem átti möguleika með sigri að tryggja sér að vera meira fleiri sigra en töp á tuttugasta tímabilinu í röð. Spurs fær nóg af tækifærum til að ná því í næstu leikjum en liðið hefur unnið 41 af 54 leikjum sínum.Tobias Harris kom með 24 stig inn af bekknum og Kentavious Caldwell-Pope bætti við 21 stigi þegar Detroit Pistons vann 102-101 útisigur á Toronto Raptors. Tobias Harris skoraði líka sigurkörfuna 13,2 sekúndum fyrir leikslok. Andre Drummond var með 10 stig og 18 fráköst fyrir Detroit en hjá Toronto skoraði DeMar DeRozan 26 stig og Jonas Valanciunas var með 17 stig og 9 fráköst. Þetta var tíunda tap Toronto-liðsins í síðustu fjórtán leikjum en eitt besta lið Austurdeildarinnar hefur gefið mikið eftir að undanförnu.Andrew Wiggins skoraði 27 stig þegar Minnesota Timberwolves vann öruggan 117-89 sigur á vængbrotnu liði Chicago Bulls. Karl-Anthony Towns bætti við 22 stigum fyrir Úlfanna og Ricky Rubio var með 17 stig, 11 stoðsendingar og 6 fráköst. Doug McDermott skoraði 16 stig fyrir Chicago sem lék án þeirra Jimmy Butler, Dwyane Wade, Nikola Mirotic og Paul Zipser.DeMarcus Cousins átti stórleik þegar Sacramento Kings vann 105-99 sigur á New Orleans Pelicans og fangaði um leið sínum þriðja sigri í röð. Cousins var með 28 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar. Darren Collison bætti við 20 stigum og 8 stoðsendingum fyrir Kings-liðið en hjá Pelíkönunum var Anthony Davis með 32 stig og 10 fráköst. New Orleans tapaði þarna í áttunda skiptið í síðustu tíu leikjum.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 105-99 Toronto Raptors - Detroit Pistons 101-102 Minnesota Timberwolves - Chicago Bulls 117-89 New York Knicks - San Antonio Spurs 94-90Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
New York Knicks hefur verið mikið í fréttum í bandarískum fjölmiðlum að undanförum og ekki fyrir góða frammistöðu inn á vellinum. Sigur á San Antonio Spurs í nótt gaf mönnum þar á bæ loksins tækifæri til að brosa.Carmelo Anthony skoraði 25 stig í 94-90 sigri New York Knicks á San Antonio Spurs í Madison Square Garden. Anthony skoraði tvær mikilvægar körfur í lokin sem áttu mikinn þátt í því að liðinu tókst að landa sigri. Þetta var fimmti heimaleikur New York Knicks í röð og allir hinir fjórir höfðu tapast. Inn í það blandaðist að goðsögninni Charles Oakley var hent út úr Madison Square Garden í einum þeirra og seinna settur í bann sem og að forseti félagsins, Phil Jackson, hefur skotið grimmt á aðalstjörnuna, Carmelo Anthony, á opinberum vettvangi. Kawhi Leonard skoraði 36 stig fyrir San Antonio Spurs sem átti möguleika með sigri að tryggja sér að vera meira fleiri sigra en töp á tuttugasta tímabilinu í röð. Spurs fær nóg af tækifærum til að ná því í næstu leikjum en liðið hefur unnið 41 af 54 leikjum sínum.Tobias Harris kom með 24 stig inn af bekknum og Kentavious Caldwell-Pope bætti við 21 stigi þegar Detroit Pistons vann 102-101 útisigur á Toronto Raptors. Tobias Harris skoraði líka sigurkörfuna 13,2 sekúndum fyrir leikslok. Andre Drummond var með 10 stig og 18 fráköst fyrir Detroit en hjá Toronto skoraði DeMar DeRozan 26 stig og Jonas Valanciunas var með 17 stig og 9 fráköst. Þetta var tíunda tap Toronto-liðsins í síðustu fjórtán leikjum en eitt besta lið Austurdeildarinnar hefur gefið mikið eftir að undanförnu.Andrew Wiggins skoraði 27 stig þegar Minnesota Timberwolves vann öruggan 117-89 sigur á vængbrotnu liði Chicago Bulls. Karl-Anthony Towns bætti við 22 stigum fyrir Úlfanna og Ricky Rubio var með 17 stig, 11 stoðsendingar og 6 fráköst. Doug McDermott skoraði 16 stig fyrir Chicago sem lék án þeirra Jimmy Butler, Dwyane Wade, Nikola Mirotic og Paul Zipser.DeMarcus Cousins átti stórleik þegar Sacramento Kings vann 105-99 sigur á New Orleans Pelicans og fangaði um leið sínum þriðja sigri í röð. Cousins var með 28 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar. Darren Collison bætti við 20 stigum og 8 stoðsendingum fyrir Kings-liðið en hjá Pelíkönunum var Anthony Davis með 32 stig og 10 fráköst. New Orleans tapaði þarna í áttunda skiptið í síðustu tíu leikjum.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 105-99 Toronto Raptors - Detroit Pistons 101-102 Minnesota Timberwolves - Chicago Bulls 117-89 New York Knicks - San Antonio Spurs 94-90Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira