Díana Dögg meiddist illa: „Ég hef aldrei grenjað jafnhátt“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2017 13:45 Díana Dögg er á hækjum og fer í skoðun á miðvikudaginn. vísir/eyþór/skjáskot Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Vals í Olís-deild kvenna í handbolta, verður frá keppni næstu vikurnar að minnsta kosti eftir svakaleg meiðsli sem hún varð fyrir í tapleik liðsins gegn Gróttu um síðustu helgi. Díana stal boltanum í vörninni af Gróttustúlkum og var á leiðinni í hraðaupphlaup þegar Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, reyndi að ná boltanum aftur en togaði aðeins í Valskonuna sem féll til jarðar. Díana skildi hægri fótinn eftir og lagðist svo með allan þungan á fótinn þannig hann yfirspenntist gríðarlega. Eyjakonan, sem gekk í raðir Vals síðasta vor, steinlá eftir, greip um fótinn og var síðar borin af velli. „Fóturinn er enn þá fastur við mig,“ segir Díana Dögg nokkuð létt þegar Vísir spyr fyrir um meiðslin. „Ég er að bíða eftir að komast í segulómun bæði á ökkla og hné en ég er bara á hækjum þessa stundina.“Svakalegt að sjá en Díana en búin að horfa mörgum sinnum.mynd/skjáskotMikill sársauki Díana Dögg viðurkennir að sársaukinn hafi verið svakalegur. Hún átti ekki möguleika í baráttunni við tárin er hún lá sárþjáð á parketinu í Valshöllinni. „Þetta var mjög vont. Ég hafði aldrei grenjað inn á vellinum áður en ég hef heldur aldrei grenjað jafn hátt og þarna,“ segir Díana sem getur ekki einu sinni stigið í fótinn er hún haltrar um ganga Háskólans í Reykjavík. „Ég finn til en verkurinn er ekki jafn stöðugur og fyrst. Ég þarf samt að mæta í skólann. Ég er í fjármálaverkfræði á fyrsta ári og hér er ekkert gefið eftir.“ Díana Dögg segir tímasetninguna á meiðslunum virkilega óheppilega þar sem styttist í úrslitakeppnina. Hún hefur aldrei meiðst alvarlega áður. Díana fer í segulómun á miðvikudaginn og verður bara að halda niður í sér andanum þangað til. „Þessi bið er mjög erfið sérstaklega af því að maður veit ekki neitt. Ég er bara í biðstöðu fram á miðvikudaginn og bjarga mér á verkjalyfjum fram að því,“ segir hún.Díana Dögg verður frá keppi næstu vikurnar.vísir/eyþórHorft mörgum sinnum Leikurinn var í beinni útsendingu á heimasíðu Vals og er atvikið því til á myndbandi en það fylgir fréttinni. Díana viðurkennir að hún er búin að horfa á þetta oftar en einu sinni. „Ég er búin að horfa á þetta mjög oft og þetta verður ógeðslegra með hverju skiptinu. Ég er orðin svo vön því ég er búin að horfa á myndbandið frá því í fyrra þegar augað á mér fór til andskotans líka mörgum sinnum. Ég er líka búin að horfa á þetta hægt til að reyna að átta mig á hvað er að gerast,“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir. Atvikið má sjá með því að smella hér en það gerist eftir sjö mínútur og 40 sekúndur. Olís-deild kvenna Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Vals í Olís-deild kvenna í handbolta, verður frá keppni næstu vikurnar að minnsta kosti eftir svakaleg meiðsli sem hún varð fyrir í tapleik liðsins gegn Gróttu um síðustu helgi. Díana stal boltanum í vörninni af Gróttustúlkum og var á leiðinni í hraðaupphlaup þegar Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, reyndi að ná boltanum aftur en togaði aðeins í Valskonuna sem féll til jarðar. Díana skildi hægri fótinn eftir og lagðist svo með allan þungan á fótinn þannig hann yfirspenntist gríðarlega. Eyjakonan, sem gekk í raðir Vals síðasta vor, steinlá eftir, greip um fótinn og var síðar borin af velli. „Fóturinn er enn þá fastur við mig,“ segir Díana Dögg nokkuð létt þegar Vísir spyr fyrir um meiðslin. „Ég er að bíða eftir að komast í segulómun bæði á ökkla og hné en ég er bara á hækjum þessa stundina.“Svakalegt að sjá en Díana en búin að horfa mörgum sinnum.mynd/skjáskotMikill sársauki Díana Dögg viðurkennir að sársaukinn hafi verið svakalegur. Hún átti ekki möguleika í baráttunni við tárin er hún lá sárþjáð á parketinu í Valshöllinni. „Þetta var mjög vont. Ég hafði aldrei grenjað inn á vellinum áður en ég hef heldur aldrei grenjað jafn hátt og þarna,“ segir Díana sem getur ekki einu sinni stigið í fótinn er hún haltrar um ganga Háskólans í Reykjavík. „Ég finn til en verkurinn er ekki jafn stöðugur og fyrst. Ég þarf samt að mæta í skólann. Ég er í fjármálaverkfræði á fyrsta ári og hér er ekkert gefið eftir.“ Díana Dögg segir tímasetninguna á meiðslunum virkilega óheppilega þar sem styttist í úrslitakeppnina. Hún hefur aldrei meiðst alvarlega áður. Díana fer í segulómun á miðvikudaginn og verður bara að halda niður í sér andanum þangað til. „Þessi bið er mjög erfið sérstaklega af því að maður veit ekki neitt. Ég er bara í biðstöðu fram á miðvikudaginn og bjarga mér á verkjalyfjum fram að því,“ segir hún.Díana Dögg verður frá keppi næstu vikurnar.vísir/eyþórHorft mörgum sinnum Leikurinn var í beinni útsendingu á heimasíðu Vals og er atvikið því til á myndbandi en það fylgir fréttinni. Díana viðurkennir að hún er búin að horfa á þetta oftar en einu sinni. „Ég er búin að horfa á þetta mjög oft og þetta verður ógeðslegra með hverju skiptinu. Ég er orðin svo vön því ég er búin að horfa á myndbandið frá því í fyrra þegar augað á mér fór til andskotans líka mörgum sinnum. Ég er líka búin að horfa á þetta hægt til að reyna að átta mig á hvað er að gerast,“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir. Atvikið má sjá með því að smella hér en það gerist eftir sjö mínútur og 40 sekúndur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira