Ferskum gulrótum skaut upp á Dalvík í vorveðrinu Benedikt Bóas skrifar 14. febrúar 2017 06:00 Gulræturnar sem Guðný tók upp. Mynd/Guðný Sigríður Ólafsdóttir „Þær voru dásamlega góðar. Brakandi ferskar og fínar,“ segir Guðný Sigríður Ólafsdóttir, kennari á Dalvík, en hún tók upp fulla skál af nýjum gulrótum á sunnudag. Slíkt er auðvitað frekar fjarstæðukennt enda ekki algengt að gulrætur láti á sér kræla í miðjum febrúarmánuði. „Ég hef ekki einu sinni tekið upp svona stórar gulrætur fyrr,“ segir hún en gulræturnar kúrðu í beðinu austan við hús hennar á Dalvík. Mikill hiti hefur verið á landinu að undanförnu og fór hitinn upp í 19,1 gráðu við Eyjabakka en Trausti Jónsson veðurfræðingur á þó eftir að staðfesta það. Hæsti staðfesti hitinn í gær var á Seyðisfirði þar sem hitinn sló í 13,7 gráður. Enda hafa margir nýtt sér góða veðrið og farið í golf, sótt kindur á fjall, vegir hafa verið heflaðir og mörg skólabörn nýttu sér góða veðrið með því að vera á stuttermabol í frímínútum. Séu vefmyndavélar Vegagerðarinnar skoðaðar má sjá að það er varla snjóarða á eða við vegi landsins. „Þetta er óvenjulegt. Tíðin er óvenjuleg,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, fagstjóri almennrar veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, og bætir því við að þetta stefni í að verða sögulegur febrúar hvað hita varðar. Fyrir ári var forsíðumynd Fréttablaðsins af krökkum að ganga úr skólanum í gríðarlegu fannfergi enda voru alhvítir dagar í Reykjavík alls 27 í febrúar í fyrra. Snjómagn var einnig í meira lagi, það mesta í febrúar síðan árið 2000. Alhvítt var allan febrúar í fyrra á Akureyri. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að fyrir helgi hafi byggst upp svokölluð fyrirstöðuhæð sem hafi setið föst og beint köldu lofti frá Austur-Evrópu yfir Bretland meðal annars. Hlýtt loft hafi komið langt sunnan úr höfum og vegna fyrirstöðuhæðarinnar ekki komist neitt annað en til Íslands. Hefði þetta gerst að sumarlagi hefði hitinn líklega farið yfir 25 stig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Þær voru dásamlega góðar. Brakandi ferskar og fínar,“ segir Guðný Sigríður Ólafsdóttir, kennari á Dalvík, en hún tók upp fulla skál af nýjum gulrótum á sunnudag. Slíkt er auðvitað frekar fjarstæðukennt enda ekki algengt að gulrætur láti á sér kræla í miðjum febrúarmánuði. „Ég hef ekki einu sinni tekið upp svona stórar gulrætur fyrr,“ segir hún en gulræturnar kúrðu í beðinu austan við hús hennar á Dalvík. Mikill hiti hefur verið á landinu að undanförnu og fór hitinn upp í 19,1 gráðu við Eyjabakka en Trausti Jónsson veðurfræðingur á þó eftir að staðfesta það. Hæsti staðfesti hitinn í gær var á Seyðisfirði þar sem hitinn sló í 13,7 gráður. Enda hafa margir nýtt sér góða veðrið og farið í golf, sótt kindur á fjall, vegir hafa verið heflaðir og mörg skólabörn nýttu sér góða veðrið með því að vera á stuttermabol í frímínútum. Séu vefmyndavélar Vegagerðarinnar skoðaðar má sjá að það er varla snjóarða á eða við vegi landsins. „Þetta er óvenjulegt. Tíðin er óvenjuleg,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, fagstjóri almennrar veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, og bætir því við að þetta stefni í að verða sögulegur febrúar hvað hita varðar. Fyrir ári var forsíðumynd Fréttablaðsins af krökkum að ganga úr skólanum í gríðarlegu fannfergi enda voru alhvítir dagar í Reykjavík alls 27 í febrúar í fyrra. Snjómagn var einnig í meira lagi, það mesta í febrúar síðan árið 2000. Alhvítt var allan febrúar í fyrra á Akureyri. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að fyrir helgi hafi byggst upp svokölluð fyrirstöðuhæð sem hafi setið föst og beint köldu lofti frá Austur-Evrópu yfir Bretland meðal annars. Hlýtt loft hafi komið langt sunnan úr höfum og vegna fyrirstöðuhæðarinnar ekki komist neitt annað en til Íslands. Hefði þetta gerst að sumarlagi hefði hitinn líklega farið yfir 25 stig.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira