Umfjöllun: Afturelding - Valur 25-29 | Valsmenn unnu toppliðið Brynjar Ingi Erluson í N1-höllinni í Mosfellsbæ skrifar 15. febrúar 2017 21:00 Anton Rúnarsson skoraði sex mörk fyrir Val. vísir/stefán Valur vann góðan fjögurra marka sigur á Aftureldingu í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikið var í N1-höllinni við Varmá í Mosfellsbæ. Leiknum lauk með 29-25 sigri Vals en liðið er með 21 stig í fjórða sæti deildarinnar. Það eru níu dagar síðan liðin gerðu 25-25 jafntefli í Valshöllinni við Hlíðarenda en þá voru Valsmenn með fjögurra marka forystu í hálfleik en glutruðu henni niður í þeim síðari. Gestirnir voru ákveðnir í að það myndi ekki eiga sér stað aftur í kvöld en liðið var með forystu allan leikinn en staðan í hálfleik var 15-12 fyrir Val. Valur var mest sex mörkum yfir í leiknum en virtust gefa eftir þegar um það bil tíu mínútur voru eftir. Afturelding komst á flug og minnkaði muninn niður í tvö mörk. Heimamenn byrjuðu að hiksta þegar munurinn var svo lítill og gekk ekkert upp hjá þeim þrátt fyrir að Davíð Svansson væri að verja eins og berserkur. Valsmenn komust aftur í þægilega stöðu og undir lokin kláruðu þeir Josip Juric og Vignir Stefánsson dæmið til þess að loka leiknum algerlega. Lokatölur því 29-25 fyrir Val sem er áfram í fjórða sætinu með 21 stig. Afturelding gæti tapaði efsta sætinu en liðið er með 25 stig, stigi meira en Haukar sem eiga leik inni. Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður Aftureldingar, var að verja vel í byrjun leiks hjá heimamönnum, en lítið gekk hjá honum undir lok síðari. Davíð fékk tækifærið í síðari hálfleiknum og gerði ekki annað en að verja. Hann tók samtals 12 bolta. Hlynur Morthens var með 8 bolta fyrir Val en Sigurður Ingiberg Ólafsson með 4 bolta. Hann kom inn á undir lok fyrri hálfleiks og varði mikilvægt víti frá Árna Braga Eyjólfssyni og hélt sæti sínu megnið af síðari hálfleiknum. Orri Freyr Gíslason var frábær á línunni hjá Val og náði að koma inn sex mörkum á meðan Vignir Stefánsson átti hörkuleik í horninu. Hann setti sex mörk og nokkur af þeim afar mikilvæg. Anton Rúnarsson var þá lykilmaður í sókninni, átti hættulegar sendingar og reyndi á markverði Aftureldingar með föstum skotum. Gunnar Malmquist Þórsson fékk að líta rautt spjald fyrir þriðju brottvísun. Hann fékk tvisvar tvær mínútur fyrir klaufaleg brot og svo þriðju brottvísun fyrir vitlausa skiptingu. Alexander Örn Júlíusson fékk tvær tveggja brottvísanir hjá Val. Valsmenn litu afar vel út í leiknum en Afturelding var að tapa óþarfa boltum og það kostaði liðið. Það hefur ekki enn unnið deildarleik á þessu ári og gæti nú misst toppsætið eftir að hafa átt frábæran fyrri hluta tímabils. Valsmenn undirbúa sig nú af kappi fyrir Svartfjallaland en liðið fer í nótt og mun leika gegn Partizan í Áskorendakeppninni. Afturelding getur á meðan undirbúið sig fyrir úrslitahelgina í Coca-Cola bikarnum. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Valur vann góðan fjögurra marka sigur á Aftureldingu í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikið var í N1-höllinni við Varmá í Mosfellsbæ. Leiknum lauk með 29-25 sigri Vals en liðið er með 21 stig í fjórða sæti deildarinnar. Það eru níu dagar síðan liðin gerðu 25-25 jafntefli í Valshöllinni við Hlíðarenda en þá voru Valsmenn með fjögurra marka forystu í hálfleik en glutruðu henni niður í þeim síðari. Gestirnir voru ákveðnir í að það myndi ekki eiga sér stað aftur í kvöld en liðið var með forystu allan leikinn en staðan í hálfleik var 15-12 fyrir Val. Valur var mest sex mörkum yfir í leiknum en virtust gefa eftir þegar um það bil tíu mínútur voru eftir. Afturelding komst á flug og minnkaði muninn niður í tvö mörk. Heimamenn byrjuðu að hiksta þegar munurinn var svo lítill og gekk ekkert upp hjá þeim þrátt fyrir að Davíð Svansson væri að verja eins og berserkur. Valsmenn komust aftur í þægilega stöðu og undir lokin kláruðu þeir Josip Juric og Vignir Stefánsson dæmið til þess að loka leiknum algerlega. Lokatölur því 29-25 fyrir Val sem er áfram í fjórða sætinu með 21 stig. Afturelding gæti tapaði efsta sætinu en liðið er með 25 stig, stigi meira en Haukar sem eiga leik inni. Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður Aftureldingar, var að verja vel í byrjun leiks hjá heimamönnum, en lítið gekk hjá honum undir lok síðari. Davíð fékk tækifærið í síðari hálfleiknum og gerði ekki annað en að verja. Hann tók samtals 12 bolta. Hlynur Morthens var með 8 bolta fyrir Val en Sigurður Ingiberg Ólafsson með 4 bolta. Hann kom inn á undir lok fyrri hálfleiks og varði mikilvægt víti frá Árna Braga Eyjólfssyni og hélt sæti sínu megnið af síðari hálfleiknum. Orri Freyr Gíslason var frábær á línunni hjá Val og náði að koma inn sex mörkum á meðan Vignir Stefánsson átti hörkuleik í horninu. Hann setti sex mörk og nokkur af þeim afar mikilvæg. Anton Rúnarsson var þá lykilmaður í sókninni, átti hættulegar sendingar og reyndi á markverði Aftureldingar með föstum skotum. Gunnar Malmquist Þórsson fékk að líta rautt spjald fyrir þriðju brottvísun. Hann fékk tvisvar tvær mínútur fyrir klaufaleg brot og svo þriðju brottvísun fyrir vitlausa skiptingu. Alexander Örn Júlíusson fékk tvær tveggja brottvísanir hjá Val. Valsmenn litu afar vel út í leiknum en Afturelding var að tapa óþarfa boltum og það kostaði liðið. Það hefur ekki enn unnið deildarleik á þessu ári og gæti nú misst toppsætið eftir að hafa átt frábæran fyrri hluta tímabils. Valsmenn undirbúa sig nú af kappi fyrir Svartfjallaland en liðið fer í nótt og mun leika gegn Partizan í Áskorendakeppninni. Afturelding getur á meðan undirbúið sig fyrir úrslitahelgina í Coca-Cola bikarnum.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira