NBA: Draugavilla réð úrslitum í Chicago í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 07:45 Dramatíkin var mikil í nótt þeagar Chicago Bulls vann Boston Celtics í æsispennandi lokaleik fyrir hlé vegna Stjörnuleikshátíðar NBA-deildarinnar í körfubolta sem fer fram um helgina. Aðeins tveir leikir fóru fram og nú er deildin komin í vikufrí.Jimmy Butler fiskaði villu á Marcus Smart þegar 0,9 sekúndur voru eftir, setti bæði vítin sín niður og tryggði Chicago Bulls 104-103 sigur á Boston Celtics. Fjölmiðlamenn í Bandaríkjunum lýstu þessu sem draugavillu en það er mjög óalgengt í NBA-deildinni að dómararnir dæmi á litla snertingar á lokasekúndum leikjanna. Jimmy Butler og Isaiah Thomas hjá Boston háðu mikið einvígi í leiknum en þeir enduðu báðir með 29 stig, 7 stoðsendingar og settu hvor um sig niður öll níu vítin sín. Thomas skoraði 11 af síðustu 14 stigum Boston en Butler 6 af síðustu 14 stigum Chicago. Eftir að Butler setti vítin sín niður af mikilli yfirvegun þá fékk Al Horford vonlítið lokaskot sem var of stutt og hitti ekkert nema loft. Jimmy Butler hefur komið sterkur inn í Chicago Bulls liðið eftir meiðsli og liðið hefur unnið Toronto Raptors og Boston Celtics í fyrstu tveimur leikjum hans eftir fjarveruna. Þetta var aðeins annað tap Boston Celtics í síðustu þrettán leikjum og Isaiah Thomas hefur verið stighæstu í öllum leikjunum. Hann varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu Boston Celtics sem skoraði 20 stig eða meira í 41 leik í röð. John Havlicek átti áður metið sem voru 40 leikir. Kelly Olynyk var næststigahæstur hjá Boston með 17 stig, Terry Rozier skoraði 11 stig og Amir Johnson var með 10 stig. Bobby Portis kom með 19 stig inn af bekknum og Robin Lopez var með 15 stig. Dwyane Wade lék ekki með Chicago vegna veikinda.Otto Porter yngri skoraði sex þrista og alls 25 stig þegar Washington vann 11-98 útisigur á Indiana Pacers. Þetta var fjórði sigur Washington í röð. Markieff Morris skoraði 21 stig fyrir Wizards-liðið, John Wall bætti við 20 stigum og 12 stoðsendingum og Bradley Beal var með 19 stig. Myles Turner og Paul George voru stigahæstir hjá Indiana með 17 stig hvor. NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Dramatíkin var mikil í nótt þeagar Chicago Bulls vann Boston Celtics í æsispennandi lokaleik fyrir hlé vegna Stjörnuleikshátíðar NBA-deildarinnar í körfubolta sem fer fram um helgina. Aðeins tveir leikir fóru fram og nú er deildin komin í vikufrí.Jimmy Butler fiskaði villu á Marcus Smart þegar 0,9 sekúndur voru eftir, setti bæði vítin sín niður og tryggði Chicago Bulls 104-103 sigur á Boston Celtics. Fjölmiðlamenn í Bandaríkjunum lýstu þessu sem draugavillu en það er mjög óalgengt í NBA-deildinni að dómararnir dæmi á litla snertingar á lokasekúndum leikjanna. Jimmy Butler og Isaiah Thomas hjá Boston háðu mikið einvígi í leiknum en þeir enduðu báðir með 29 stig, 7 stoðsendingar og settu hvor um sig niður öll níu vítin sín. Thomas skoraði 11 af síðustu 14 stigum Boston en Butler 6 af síðustu 14 stigum Chicago. Eftir að Butler setti vítin sín niður af mikilli yfirvegun þá fékk Al Horford vonlítið lokaskot sem var of stutt og hitti ekkert nema loft. Jimmy Butler hefur komið sterkur inn í Chicago Bulls liðið eftir meiðsli og liðið hefur unnið Toronto Raptors og Boston Celtics í fyrstu tveimur leikjum hans eftir fjarveruna. Þetta var aðeins annað tap Boston Celtics í síðustu þrettán leikjum og Isaiah Thomas hefur verið stighæstu í öllum leikjunum. Hann varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu Boston Celtics sem skoraði 20 stig eða meira í 41 leik í röð. John Havlicek átti áður metið sem voru 40 leikir. Kelly Olynyk var næststigahæstur hjá Boston með 17 stig, Terry Rozier skoraði 11 stig og Amir Johnson var með 10 stig. Bobby Portis kom með 19 stig inn af bekknum og Robin Lopez var með 15 stig. Dwyane Wade lék ekki með Chicago vegna veikinda.Otto Porter yngri skoraði sex þrista og alls 25 stig þegar Washington vann 11-98 útisigur á Indiana Pacers. Þetta var fjórði sigur Washington í röð. Markieff Morris skoraði 21 stig fyrir Wizards-liðið, John Wall bætti við 20 stigum og 12 stoðsendingum og Bradley Beal var með 19 stig. Myles Turner og Paul George voru stigahæstir hjá Indiana með 17 stig hvor.
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira