„Þetta er bara alveg stórkostlegt“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2017 12:49 Gleði og þakklæti efst í huga, segir sjávarútvegsráðherra. vísir/vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir gleði og þakklæti efst í huga nú eftir að samkomulag hefur náðst í sjómannadeilunni. Viðsemjendur hafi staðið undir því trausti sem til þeirra hafi verið gert. „Gleði og þakklæti. Það eru svona fyrstu viðbrögðin. Mér finnst útgerðarmenn og sjómenn, báðir deilendur, hafa sýnt það að þeir hafa risið svo sannarlega undir þessu trausti. Við erum búin að ná samkomulagi í þessari grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar og það er alveg ótrúlega dýrmætt upp á framtíðina að gera,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Þorgerður segir mikilvægt að samningar skyldu hafa tekist án aðkomu ríkisins. „Það er mjög mikilvægt. Þetta eru skýr skilaboð til annarra erfiðra kjaradeilna sem fram undan eru. Það eru líka mikilvæg skilaboð fyrir greinina. Hún er ekki ríkisstyrkt, hefur ekki verið það, og eitt af því sem gerir sjávarútveginn okkar svona glæsilegan eins og raun ber vitni. Honum er vel stýrt. Þetta er öflug grein sem við höfum enn frekari sóknarfæri í og þessi samningur, þetta er bara alveg stórkostlegt,“ segir hún. Deiluaðilar komust að samkomulagi seint í nótt en það hafði fyrst og fremst steytt á þeirri kröfu sjómanna að fá skattfrjálsa fæðispeninga. Niðurstaðan varð sú að sjómenn fá endurgjaldslaust fæði en samningurinn verður kynntur sjómönnum síðar í dag. Þá verða greidd atkvæði um samninginn í kvöld og á niðurstaða úr atkvæðagreiðslu að liggja fyrir annað kvöld. Sjómenn hafa verið í verkfalli í tíu vikur, sem gerir það að lengsta verkfalli sögunnar. Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 „Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir gleði og þakklæti efst í huga nú eftir að samkomulag hefur náðst í sjómannadeilunni. Viðsemjendur hafi staðið undir því trausti sem til þeirra hafi verið gert. „Gleði og þakklæti. Það eru svona fyrstu viðbrögðin. Mér finnst útgerðarmenn og sjómenn, báðir deilendur, hafa sýnt það að þeir hafa risið svo sannarlega undir þessu trausti. Við erum búin að ná samkomulagi í þessari grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar og það er alveg ótrúlega dýrmætt upp á framtíðina að gera,“ segir Þorgerður í samtali við fréttastofu. Þorgerður segir mikilvægt að samningar skyldu hafa tekist án aðkomu ríkisins. „Það er mjög mikilvægt. Þetta eru skýr skilaboð til annarra erfiðra kjaradeilna sem fram undan eru. Það eru líka mikilvæg skilaboð fyrir greinina. Hún er ekki ríkisstyrkt, hefur ekki verið það, og eitt af því sem gerir sjávarútveginn okkar svona glæsilegan eins og raun ber vitni. Honum er vel stýrt. Þetta er öflug grein sem við höfum enn frekari sóknarfæri í og þessi samningur, þetta er bara alveg stórkostlegt,“ segir hún. Deiluaðilar komust að samkomulagi seint í nótt en það hafði fyrst og fremst steytt á þeirri kröfu sjómanna að fá skattfrjálsa fæðispeninga. Niðurstaðan varð sú að sjómenn fá endurgjaldslaust fæði en samningurinn verður kynntur sjómönnum síðar í dag. Þá verða greidd atkvæði um samninginn í kvöld og á niðurstaða úr atkvæðagreiðslu að liggja fyrir annað kvöld. Sjómenn hafa verið í verkfalli í tíu vikur, sem gerir það að lengsta verkfalli sögunnar.
Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 „Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09
„Þetta er búið að taka á“ Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að samkomulagi í nótt. 18. febrúar 2017 11:56