Stingum stimplunum í skúffuna og iðkum mannréttindi Ellen Calmon skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Margir virðast hafa meðfædda löngun til að merkja allt og alla. Oft er þetta gert óviljandi, merkimiði sem verður til á sekúndubroti og stimpillinn er mundaður um leið. Í öðrum tilvikum er um úthugsaða og jafnvel kerfisbundna stimpilstefnu að ræða. Fólk er fljótt að ákveða hvaða eiginleika næsti maður hafi út frá útliti, framkomu eða bakgrunni. Gleggsta dæmið um kerfisbundna stimpilstefnu nú um stundir er tilskipun nýs Bandaríkjaforseta um bann við komu fólks til Bandaríkjanna frá sjö sjálfstæðum ríkjum. Með þessari aðgerð er fólk frá þessum löndum stimplað. Það er flokkað með grunuðum vígamönnum á grundvelli þjóðernis og trúar. Stefnan er skýrð þannig að gripið sé til hennar til að vernda fólk. Í nærsamfélagi okkar er stimplun einnig beitt en dæmin segja að það sé gert af góðvild. Fyrir skömmu var um slíkt dæmi að ræða, pelsagjöf til fátæks fólks. Umræðan um merktu pelsana fjallaði mest um stimplunina. En mig langar til að beina umræðunni að fátæktinni, hún er ekki náttúrulögmál. Verði fátækt upprætt mun samfélagið verða betra og auðugra. Að gefa pelsa eða mat upprætir ekki vandamálið. Heldur er það neyðarráðstöfun vegna stöðunnar eins og hún er, plástur, sem virkar í raun eins og stimpill. Velferðarkerfið verður að vera nægilega öflugt til að uppræta fátækt. Annars vegar þarf að styðja fólk til sjálfshjálpar og hins vegar með beinum fjármunagreiðslum. Of margir telja að greiðslur verði að vera lágar til þess að fólk komi sér út úr fátækt, að með fátæktarpíningu vaxi fólki ásmegin. Sannleikurinn er hins vegar sá að lágar greiðslur koma fólki lengra út á jaðarinn og skapa kvíða. Með aukinni fátækt eykst sjálfsmorðstíðni á meðal fátæks fólks. Við hljótum öll að vilja samfélag þar sem allir eiga möguleika óháð uppruna, trú, móðurmáli, fötlun, kynferði, kynhneigð og efnahag svo eitthvað sé nefnt. Merkimiðar og stimplun, óviljandi eða ekki, viðhalda fordómum og stuðla að sundrung. Við skulum ekki vera þar! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Margir virðast hafa meðfædda löngun til að merkja allt og alla. Oft er þetta gert óviljandi, merkimiði sem verður til á sekúndubroti og stimpillinn er mundaður um leið. Í öðrum tilvikum er um úthugsaða og jafnvel kerfisbundna stimpilstefnu að ræða. Fólk er fljótt að ákveða hvaða eiginleika næsti maður hafi út frá útliti, framkomu eða bakgrunni. Gleggsta dæmið um kerfisbundna stimpilstefnu nú um stundir er tilskipun nýs Bandaríkjaforseta um bann við komu fólks til Bandaríkjanna frá sjö sjálfstæðum ríkjum. Með þessari aðgerð er fólk frá þessum löndum stimplað. Það er flokkað með grunuðum vígamönnum á grundvelli þjóðernis og trúar. Stefnan er skýrð þannig að gripið sé til hennar til að vernda fólk. Í nærsamfélagi okkar er stimplun einnig beitt en dæmin segja að það sé gert af góðvild. Fyrir skömmu var um slíkt dæmi að ræða, pelsagjöf til fátæks fólks. Umræðan um merktu pelsana fjallaði mest um stimplunina. En mig langar til að beina umræðunni að fátæktinni, hún er ekki náttúrulögmál. Verði fátækt upprætt mun samfélagið verða betra og auðugra. Að gefa pelsa eða mat upprætir ekki vandamálið. Heldur er það neyðarráðstöfun vegna stöðunnar eins og hún er, plástur, sem virkar í raun eins og stimpill. Velferðarkerfið verður að vera nægilega öflugt til að uppræta fátækt. Annars vegar þarf að styðja fólk til sjálfshjálpar og hins vegar með beinum fjármunagreiðslum. Of margir telja að greiðslur verði að vera lágar til þess að fólk komi sér út úr fátækt, að með fátæktarpíningu vaxi fólki ásmegin. Sannleikurinn er hins vegar sá að lágar greiðslur koma fólki lengra út á jaðarinn og skapa kvíða. Með aukinni fátækt eykst sjálfsmorðstíðni á meðal fátæks fólks. Við hljótum öll að vilja samfélag þar sem allir eiga möguleika óháð uppruna, trú, móðurmáli, fötlun, kynferði, kynhneigð og efnahag svo eitthvað sé nefnt. Merkimiðar og stimplun, óviljandi eða ekki, viðhalda fordómum og stuðla að sundrung. Við skulum ekki vera þar! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun