Sýrlensku flóttafólki vegnar vel Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Langþreyttir flóttamenn hvíldu lúin bein við komuna til Íslands fyrir ári. vísir/stefán Sýrlensku flóttamönnunum 56 sem komu til Íslands í fyrra vegnar vel, að mati verkefnisstjóra sveitarfélaganna sem þeir komu til. Börnin sem voru 32 eru öll í leikskólum, grunn- og framhaldsskólum en af þeim fullorðnu sem voru 24 eru fjórir komnir í fasta vinnu. Margrét Arngrímsdóttir, verkefnisstjóri og ráðgjafi flóttamanna hjá Kópavogsbæ, segir fjórtán sýrlenska flóttamenn hafa komið til Kópavogs í fyrra, sex fullorðna og átta börn. „Það er enginn í fastri vinnu eins og er en nokkrir hafa farið í starfsþjálfun samhliða íslenskunámi. Það er bara einn sem talar ensku. Hann er með BA-próf í enskum bókmenntum. Skólaganga hinna er mislöng. Það er mjög erfitt að fá nám sem er ekki sambærilegt og hjá okkur metið og það er hvorki auðvelt fyrir þá sem tala bara arabísku að fara að vinna né vinnustaði að taka á móti þeim.“Margrét Arngrímsdóttir, verkefnisstjóri hjá KópavogsbæÍslenskunámið gengur misvel hjá þeim fullorðnu. „Slíkt er mjög algengt þegar fólk hefur gengið í gegnum erfiðleika. Þá er það ekki alveg móttækilegt fyrir nýju tungumáli. Börnunum gengur hins vegar vel að læra íslensku, þau hafa aðlagast vel og eignast vini,“ segir Margrét sem kveður foreldrana almennt tala um að þeir væru að koma til Íslands fyrir börnin sín. „Þeir vilja betra líf fyrir þau. Það skiptir þá máli að sjá að börnunum líður vel. Þeim þykir auðvitað vænt um landið sitt og væru örugglega þar ef ekki hefði komið stríð.“ Í fyrra komu 19 sýrlenskir flóttamenn til Hafnarfjarðar, níu fullorðnir og tíu börn. „Það er einn kominn í vinnu og annar er á leiðinni í vinnu. Við metum það svo að þetta hafi gengið vonum framar. Samvinnan við fólkið hefur verið góð. Flóttamennirnir hafa tekið þátt í aðlögunarferlinu og þeirri erfiðu vinnu sem felst í því að takast á við komuna hingað,“ segir Karen Theódórsdóttir, verkefnisstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. Helga bætir því við að eðlilega séu þeir sem komu í október ekki komnir á vinnumarkað. Sýrlensku flóttamennirnir sem komu til Akureyrar í fyrra voru 23, þar af voru níu fullorðnir. Þrír þeirra eru komnir með fasta vinnu, að sögn Kristínar Sóleyjar Sigursveinsdóttur, verkefnisstjóra hjá Akureyrarbæ. Hún segir að tveir vinni við svipuð störf og þeir fengust við heima í Sýrlandi, það er við rafvirkjun og pípulagnir. „Ein kvennanna er í meistaranámi og önnur í vinnustaðaþjálfun. Í heildina vegnar flóttamönnunum vel en þetta gengur mishratt. Það hefur hver sinn hátt á að takast á við þetta. Krökkunum vegnar vel í skóla og þeir eru í tómstundum sem hefur mikið að segja.“ Kristín getur þess að þrír flóttamannanna tali þokkalega ensku en þeir sem eru eingöngu arabískumælandi hafi fyrstir fengið vinnu. „Þrír flóttamannanna eru með háskólamenntun og það er alþekkt að háskólamenntuðum gengur verr að fá vinnu við sitt hæfi þar sem menntun og reynsla er metin að fullu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Sýrlensku flóttamönnunum 56 sem komu til Íslands í fyrra vegnar vel, að mati verkefnisstjóra sveitarfélaganna sem þeir komu til. Börnin sem voru 32 eru öll í leikskólum, grunn- og framhaldsskólum en af þeim fullorðnu sem voru 24 eru fjórir komnir í fasta vinnu. Margrét Arngrímsdóttir, verkefnisstjóri og ráðgjafi flóttamanna hjá Kópavogsbæ, segir fjórtán sýrlenska flóttamenn hafa komið til Kópavogs í fyrra, sex fullorðna og átta börn. „Það er enginn í fastri vinnu eins og er en nokkrir hafa farið í starfsþjálfun samhliða íslenskunámi. Það er bara einn sem talar ensku. Hann er með BA-próf í enskum bókmenntum. Skólaganga hinna er mislöng. Það er mjög erfitt að fá nám sem er ekki sambærilegt og hjá okkur metið og það er hvorki auðvelt fyrir þá sem tala bara arabísku að fara að vinna né vinnustaði að taka á móti þeim.“Margrét Arngrímsdóttir, verkefnisstjóri hjá KópavogsbæÍslenskunámið gengur misvel hjá þeim fullorðnu. „Slíkt er mjög algengt þegar fólk hefur gengið í gegnum erfiðleika. Þá er það ekki alveg móttækilegt fyrir nýju tungumáli. Börnunum gengur hins vegar vel að læra íslensku, þau hafa aðlagast vel og eignast vini,“ segir Margrét sem kveður foreldrana almennt tala um að þeir væru að koma til Íslands fyrir börnin sín. „Þeir vilja betra líf fyrir þau. Það skiptir þá máli að sjá að börnunum líður vel. Þeim þykir auðvitað vænt um landið sitt og væru örugglega þar ef ekki hefði komið stríð.“ Í fyrra komu 19 sýrlenskir flóttamenn til Hafnarfjarðar, níu fullorðnir og tíu börn. „Það er einn kominn í vinnu og annar er á leiðinni í vinnu. Við metum það svo að þetta hafi gengið vonum framar. Samvinnan við fólkið hefur verið góð. Flóttamennirnir hafa tekið þátt í aðlögunarferlinu og þeirri erfiðu vinnu sem felst í því að takast á við komuna hingað,“ segir Karen Theódórsdóttir, verkefnisstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. Helga bætir því við að eðlilega séu þeir sem komu í október ekki komnir á vinnumarkað. Sýrlensku flóttamennirnir sem komu til Akureyrar í fyrra voru 23, þar af voru níu fullorðnir. Þrír þeirra eru komnir með fasta vinnu, að sögn Kristínar Sóleyjar Sigursveinsdóttur, verkefnisstjóra hjá Akureyrarbæ. Hún segir að tveir vinni við svipuð störf og þeir fengust við heima í Sýrlandi, það er við rafvirkjun og pípulagnir. „Ein kvennanna er í meistaranámi og önnur í vinnustaðaþjálfun. Í heildina vegnar flóttamönnunum vel en þetta gengur mishratt. Það hefur hver sinn hátt á að takast á við þetta. Krökkunum vegnar vel í skóla og þeir eru í tómstundum sem hefur mikið að segja.“ Kristín getur þess að þrír flóttamannanna tali þokkalega ensku en þeir sem eru eingöngu arabískumælandi hafi fyrstir fengið vinnu. „Þrír flóttamannanna eru með háskólamenntun og það er alþekkt að háskólamenntuðum gengur verr að fá vinnu við sitt hæfi þar sem menntun og reynsla er metin að fullu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira