Er líf eftir Janus Daða? | Olís-deild karla hefst aftur í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2017 15:00 Janus Daði hefur kvatt Hauka og er genginn í raðir Aalborg í Danmörku. vísir/anton Keppni í Olís-deild karla í handbolta hefst á ný í kvöld eftir 47 daga frí vegna HM í Frakklandi. Sautjánda umferð deildarinnar fer fram í heild sinni í kvöld. Haukar mæta botnliði Stjörnunnar á heimavelli. Þetta er fyrsti leikur Hauka eftir brotthvarf Janusar Daða Smárasonar sem hefur verið besti leikmaður deildarinnar undanfarin tímabil. Í staðinn fengu Haukar króatíska risann Ivan Ivokovic. Um er að ræða tvítuga örvhenta skyttu sem telur 207 sentímetrar og vegur 115 kíló. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, hitti Ivokovic á dögunum og afraksturinn má sjá með því að smella hér. Stjarnan byrjaði tímabilið vel og var komið með átta stig eftir sjö umferðir. En svo hallaði undan fæti hjá Garðbæingum sem hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum.Árni Bragi Eyjólfsson er langmarkahæsti leikmaður Aftureldingar í vetur með 103 mörk.vísir/hannaÍ Mosfellsbænum tekur topplið Aftureldingar á móti ÍBV. Mosfellingar sýndu mikinn stöðugleika fyrir áramót og náðu í 24 stig þrátt fyrir mikil meiðslavandræði. Eyjamönnum, sem var spáð 2. sæti í spá forráðamanna, fyrirliða og þjálfara Olís-deildarinnar fyrir tímabilið, ollu vonbrigðum fyrir áramót. ÍBV situr í 6. sætinu með 16 stig, og er nær botninum en toppnum. FH sækir Fram heim í Safamýrina. FH-ingar sýndu góða takta fyrir áramót og sitja í 3. sæti deildarinnar. Þá unnu þeir deildarbikarinn milli jóla og nýárs. Fram, sem missti nánast heilt lið í sumar, hefur komið nokkuð óvart og er búið að safna 13 stigum og situr í 7. sæti deildarinnar. Fram vann tvo síðustu leiki sína fyrir HM-fríið.Sverre Jakobsson og lærisveinar hans fá Valsmenn í heimsókn.vísir/hannaValsmenn fara norður yfir heiðar og mæta Akureyri í KA-heimilinu. Akureyringar byrjuðu liða verst og töpuðu sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Árangurinn í næstu sex leikjum var hins vegar mjög góður; þrír sigrar og þrjú jafntefli. Töp í síðustu tveimur leikjunum fyrir áramót þýddi hins vegar að Akureyringar fóru inn í HM-fríið í fallsæti. Valsmenn hafa verið upp og ofan og eru í 4. sætinu með 18 stig, jafnmörg og FH sem er í sætinu fyrir ofan. Á Selfossi mæta heimamenn Gróttu. Hið unga lið Selfoss hefur unnið átta leiki og tapað átta. Varnarleikurinn hefur verið aðalhöfuðverkur Selfyssinga en aðeins Fram hefur fengið á sig fleiri mörk. Hins vegar eru Haukar eina liðið í deildinni sem hefur skorað meira en Selfoss. Grótta vann fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu en síðan hafa Seltirningar aðeins unnið tvo af 13 leikjum.Leikir kvöldsins: 18:00 Akureyri - Valur 19:30 Afturelding - ÍBV 19:30 Haukar - Stjarnan 19:30 Fram - FH 19:30 Selfoss - Grótta Olís-deild karla Tengdar fréttir Matthías Daðason kominn heim í Fram Safamýrarfélagið styrkir sig fyrir seinni hluta Olís-deildar karla. 1. febrúar 2017 10:49 Morkunas fer frá Haukum og til Cocks í Finnlandi Giedrius Morkunas mun yfirgefa Hauka í vor en þessi snjalli markvörður hefur spilað með Hafnarfjarðarliðinu frá árinu 2012. 31. janúar 2017 20:34 Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15 Einar Andri framlengir um þrjú ár Einar Andri Einarsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Aftureldingu. 2. febrúar 2017 10:57 Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Keppni í Olís-deild karla í handbolta hefst á ný í kvöld eftir 47 daga frí vegna HM í Frakklandi. Sautjánda umferð deildarinnar fer fram í heild sinni í kvöld. Haukar mæta botnliði Stjörnunnar á heimavelli. Þetta er fyrsti leikur Hauka eftir brotthvarf Janusar Daða Smárasonar sem hefur verið besti leikmaður deildarinnar undanfarin tímabil. Í staðinn fengu Haukar króatíska risann Ivan Ivokovic. Um er að ræða tvítuga örvhenta skyttu sem telur 207 sentímetrar og vegur 115 kíló. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, hitti Ivokovic á dögunum og afraksturinn má sjá með því að smella hér. Stjarnan byrjaði tímabilið vel og var komið með átta stig eftir sjö umferðir. En svo hallaði undan fæti hjá Garðbæingum sem hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum.Árni Bragi Eyjólfsson er langmarkahæsti leikmaður Aftureldingar í vetur með 103 mörk.vísir/hannaÍ Mosfellsbænum tekur topplið Aftureldingar á móti ÍBV. Mosfellingar sýndu mikinn stöðugleika fyrir áramót og náðu í 24 stig þrátt fyrir mikil meiðslavandræði. Eyjamönnum, sem var spáð 2. sæti í spá forráðamanna, fyrirliða og þjálfara Olís-deildarinnar fyrir tímabilið, ollu vonbrigðum fyrir áramót. ÍBV situr í 6. sætinu með 16 stig, og er nær botninum en toppnum. FH sækir Fram heim í Safamýrina. FH-ingar sýndu góða takta fyrir áramót og sitja í 3. sæti deildarinnar. Þá unnu þeir deildarbikarinn milli jóla og nýárs. Fram, sem missti nánast heilt lið í sumar, hefur komið nokkuð óvart og er búið að safna 13 stigum og situr í 7. sæti deildarinnar. Fram vann tvo síðustu leiki sína fyrir HM-fríið.Sverre Jakobsson og lærisveinar hans fá Valsmenn í heimsókn.vísir/hannaValsmenn fara norður yfir heiðar og mæta Akureyri í KA-heimilinu. Akureyringar byrjuðu liða verst og töpuðu sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Árangurinn í næstu sex leikjum var hins vegar mjög góður; þrír sigrar og þrjú jafntefli. Töp í síðustu tveimur leikjunum fyrir áramót þýddi hins vegar að Akureyringar fóru inn í HM-fríið í fallsæti. Valsmenn hafa verið upp og ofan og eru í 4. sætinu með 18 stig, jafnmörg og FH sem er í sætinu fyrir ofan. Á Selfossi mæta heimamenn Gróttu. Hið unga lið Selfoss hefur unnið átta leiki og tapað átta. Varnarleikurinn hefur verið aðalhöfuðverkur Selfyssinga en aðeins Fram hefur fengið á sig fleiri mörk. Hins vegar eru Haukar eina liðið í deildinni sem hefur skorað meira en Selfoss. Grótta vann fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu en síðan hafa Seltirningar aðeins unnið tvo af 13 leikjum.Leikir kvöldsins: 18:00 Akureyri - Valur 19:30 Afturelding - ÍBV 19:30 Haukar - Stjarnan 19:30 Fram - FH 19:30 Selfoss - Grótta
Olís-deild karla Tengdar fréttir Matthías Daðason kominn heim í Fram Safamýrarfélagið styrkir sig fyrir seinni hluta Olís-deildar karla. 1. febrúar 2017 10:49 Morkunas fer frá Haukum og til Cocks í Finnlandi Giedrius Morkunas mun yfirgefa Hauka í vor en þessi snjalli markvörður hefur spilað með Hafnarfjarðarliðinu frá árinu 2012. 31. janúar 2017 20:34 Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15 Einar Andri framlengir um þrjú ár Einar Andri Einarsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Aftureldingu. 2. febrúar 2017 10:57 Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Matthías Daðason kominn heim í Fram Safamýrarfélagið styrkir sig fyrir seinni hluta Olís-deildar karla. 1. febrúar 2017 10:49
Morkunas fer frá Haukum og til Cocks í Finnlandi Giedrius Morkunas mun yfirgefa Hauka í vor en þessi snjalli markvörður hefur spilað með Hafnarfjarðarliðinu frá árinu 2012. 31. janúar 2017 20:34
Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15
Einar Andri framlengir um þrjú ár Einar Andri Einarsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Aftureldingu. 2. febrúar 2017 10:57
Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita