Ekki búið að ákveða hvenær maðurinn verður yfirheyrður aftur Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2017 12:39 Maðurinn sem er í haldi vegna málsins var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness þar sem hann var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. vísir/anton brink „Það er ekki ákveðið hvenær á að yfirheyra hann næst,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um manninn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald og einangrun í gær til tveggja vikna grunaður um aðild að dauða Birnu Brjánsdóttur. Birna hvar aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðinn. Hún sást síðast á gangi við Laugaveg 31 klukkan 05:25 umrædda laugardagsnótt. Lík hennar fannst svo við Selvogsvita í Ölfusi átta dögum síðar, 22. janúar síðastliðinn. Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi og einangrun er sá sem lögregla telur að hafi ekið Kia Rio-bifreið í miðbæ Reykjavíkur um það leyti sem Birna hvarf. Lögreglan hefur greint frá því að lífsýni sem fannst í bílnum sé úr Birnu og það sé staðfesting á því að hún hafi verið í bílnum. Aðspurður hvers vegna ekki hafi verið ákveðið hvenær maðurinn verður yfirheyrður aftur vegna rannsóknar málsins segir Grímur enga sérstaka ástæðu fyrir því. Annar maður var í haldi vegna rannsóknar málsins en honum var sleppt úr haldi í gær eftir tveggja vikna einangrunarvist. Hann var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gær þar sem hann staðfesti þann framburð sem hann hafði gefið hjá lögreglu. Hann var ekki látinn sæta farbanni og fór til Nuuk á Grænlandi með áætlunarflugi Flugfélags Íslands í gærkvöldi. Grímur segir í samtali við Vísi að hann sé enn með stöðu sakbornings vegna málsins. Jón H.B. Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í gær að maðurinn væri að sjálfsögðu ekki látinn laus ef hann væri sakaður um manndráp. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Birna Brjánsdóttir borin til grafar í dag „Jarðarförin er opin og í raun og veru má fólk koma. Svo er erfisdrykkja í flugskýli Landhelgisgæslunnar á eftir sem er líka opin,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir 3. febrúar 2017 07:00 Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29 Kærir úrskurðinn til Hæstaréttar Verjandi skipverjans sem var í dag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 2. febrúar 2017 17:27 Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
„Það er ekki ákveðið hvenær á að yfirheyra hann næst,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um manninn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald og einangrun í gær til tveggja vikna grunaður um aðild að dauða Birnu Brjánsdóttur. Birna hvar aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðinn. Hún sást síðast á gangi við Laugaveg 31 klukkan 05:25 umrædda laugardagsnótt. Lík hennar fannst svo við Selvogsvita í Ölfusi átta dögum síðar, 22. janúar síðastliðinn. Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi og einangrun er sá sem lögregla telur að hafi ekið Kia Rio-bifreið í miðbæ Reykjavíkur um það leyti sem Birna hvarf. Lögreglan hefur greint frá því að lífsýni sem fannst í bílnum sé úr Birnu og það sé staðfesting á því að hún hafi verið í bílnum. Aðspurður hvers vegna ekki hafi verið ákveðið hvenær maðurinn verður yfirheyrður aftur vegna rannsóknar málsins segir Grímur enga sérstaka ástæðu fyrir því. Annar maður var í haldi vegna rannsóknar málsins en honum var sleppt úr haldi í gær eftir tveggja vikna einangrunarvist. Hann var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gær þar sem hann staðfesti þann framburð sem hann hafði gefið hjá lögreglu. Hann var ekki látinn sæta farbanni og fór til Nuuk á Grænlandi með áætlunarflugi Flugfélags Íslands í gærkvöldi. Grímur segir í samtali við Vísi að hann sé enn með stöðu sakbornings vegna málsins. Jón H.B. Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í gær að maðurinn væri að sjálfsögðu ekki látinn laus ef hann væri sakaður um manndráp.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Birna Brjánsdóttir borin til grafar í dag „Jarðarförin er opin og í raun og veru má fólk koma. Svo er erfisdrykkja í flugskýli Landhelgisgæslunnar á eftir sem er líka opin,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir 3. febrúar 2017 07:00 Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29 Kærir úrskurðinn til Hæstaréttar Verjandi skipverjans sem var í dag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 2. febrúar 2017 17:27 Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Birna Brjánsdóttir borin til grafar í dag „Jarðarförin er opin og í raun og veru má fólk koma. Svo er erfisdrykkja í flugskýli Landhelgisgæslunnar á eftir sem er líka opin,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir 3. febrúar 2017 07:00
Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29
Kærir úrskurðinn til Hæstaréttar Verjandi skipverjans sem var í dag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 2. febrúar 2017 17:27
Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00