Sjáðu eina ótrúlegustu senu í sögu Super Bowl sem leiddi til sigurs Patriots Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. febrúar 2017 13:45 New England Patriots varð í nótt Super Bowl-meistari í fimmta sinn þegar liðið lagði Atlanta Falcons, 34-28, í fyrsta framlengda úrslitaleik NFL-deildarinnar frá upphafi. Leikurinn var algjör sturlun og endurkoma New England söguleg en liðið lenti mest 28-3 undir. Tom Brady tók þá til sinna ráða og skoraði 25 stig í röð á sama tíma og Atlanta-liðið brotnaði niður. New England var 28-20 undir þegar Brady og félagar fóru í síðustu sóknina þar sem þeir þurftu að skora snertimark og tvö aukastig. Í þeirri sókn leit eitt ótrúlegasta grip í sögu Super Bowl dagsins ljó. Þegar tvær mínútur og 28 sekúndur voru eftir kastaði Tom Brady boltanum í áttina að útherjanum Julian Edelman en það var Robert Alford, bakvörður Falcons, sem snerti boltann fyrstur. Þrír leikmenn Atlanta stukku svo í áttina að boltanum á móti Edelman einum. Boltinn fór aldrei í grasið og á einhvern ótrúlegan hátt tókst Edelman að nýta sér það og grípa boltann á sturlaðan hátt. Þetta kerfi varð til þess að sókn New England hélt áfram og endaði liðið á því að jafna leikinn og vinna hann í framlengingu. Það var erfitt að sjá hvort þetta væri gripinn bolti eða ekki. Dómarinn vildi meina að svo væri á vellinum en Atlanta véfengdi úrskurðun dómarans og lét skoða þetta í myndavélabásnum. Eftir smá jappl, jaml og fuður stóð kerfið og New England hélt áfram í sókn. Þetta ótrúlega atvik má sjá í spilaranum hér að ofan í lýsingu Tómasar Þórs Þórðarsonar. NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Treyju Brady stolið eftir leik "Ég veit nákvæmlega hvar ég setti hana.“ 6. febrúar 2017 10:00 Nýkrýndur Super Bowl meistari sleppir ferð Patriots í Hvíta Húsið vegna Trumps Martellus Bennett er enginn aðdáandi nýja forsetans og ætlar ekki að heimsækja hann með bikarinn. 6. febrúar 2017 11:00 Tilfinningarnar báru Tom Brady ofurliði: Vann leikinn fyrir móður sína sem berst fyrir lífinu Tom Brady skráði nafn sitt í íþróttasöguna í gær þegar hann leiddi New England Patriots til sigurs í NFL-deildinni þegar liðið vann Atanta Falcons, 34-28, í einum magnaðasta íþróttaleik sögunnar. 6. febrúar 2017 11:15 NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
New England Patriots varð í nótt Super Bowl-meistari í fimmta sinn þegar liðið lagði Atlanta Falcons, 34-28, í fyrsta framlengda úrslitaleik NFL-deildarinnar frá upphafi. Leikurinn var algjör sturlun og endurkoma New England söguleg en liðið lenti mest 28-3 undir. Tom Brady tók þá til sinna ráða og skoraði 25 stig í röð á sama tíma og Atlanta-liðið brotnaði niður. New England var 28-20 undir þegar Brady og félagar fóru í síðustu sóknina þar sem þeir þurftu að skora snertimark og tvö aukastig. Í þeirri sókn leit eitt ótrúlegasta grip í sögu Super Bowl dagsins ljó. Þegar tvær mínútur og 28 sekúndur voru eftir kastaði Tom Brady boltanum í áttina að útherjanum Julian Edelman en það var Robert Alford, bakvörður Falcons, sem snerti boltann fyrstur. Þrír leikmenn Atlanta stukku svo í áttina að boltanum á móti Edelman einum. Boltinn fór aldrei í grasið og á einhvern ótrúlegan hátt tókst Edelman að nýta sér það og grípa boltann á sturlaðan hátt. Þetta kerfi varð til þess að sókn New England hélt áfram og endaði liðið á því að jafna leikinn og vinna hann í framlengingu. Það var erfitt að sjá hvort þetta væri gripinn bolti eða ekki. Dómarinn vildi meina að svo væri á vellinum en Atlanta véfengdi úrskurðun dómarans og lét skoða þetta í myndavélabásnum. Eftir smá jappl, jaml og fuður stóð kerfið og New England hélt áfram í sókn. Þetta ótrúlega atvik má sjá í spilaranum hér að ofan í lýsingu Tómasar Þórs Þórðarsonar.
NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Treyju Brady stolið eftir leik "Ég veit nákvæmlega hvar ég setti hana.“ 6. febrúar 2017 10:00 Nýkrýndur Super Bowl meistari sleppir ferð Patriots í Hvíta Húsið vegna Trumps Martellus Bennett er enginn aðdáandi nýja forsetans og ætlar ekki að heimsækja hann með bikarinn. 6. febrúar 2017 11:00 Tilfinningarnar báru Tom Brady ofurliði: Vann leikinn fyrir móður sína sem berst fyrir lífinu Tom Brady skráði nafn sitt í íþróttasöguna í gær þegar hann leiddi New England Patriots til sigurs í NFL-deildinni þegar liðið vann Atanta Falcons, 34-28, í einum magnaðasta íþróttaleik sögunnar. 6. febrúar 2017 11:15 NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Nýkrýndur Super Bowl meistari sleppir ferð Patriots í Hvíta Húsið vegna Trumps Martellus Bennett er enginn aðdáandi nýja forsetans og ætlar ekki að heimsækja hann með bikarinn. 6. febrúar 2017 11:00
Tilfinningarnar báru Tom Brady ofurliði: Vann leikinn fyrir móður sína sem berst fyrir lífinu Tom Brady skráði nafn sitt í íþróttasöguna í gær þegar hann leiddi New England Patriots til sigurs í NFL-deildinni þegar liðið vann Atanta Falcons, 34-28, í einum magnaðasta íþróttaleik sögunnar. 6. febrúar 2017 11:15
NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41