Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. febrúar 2017 20:30 Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Birna hafi verið á lífi um borð í rauða Kia Rio bílnum, þegar hann kom til Hafnarfjarðarhafnar að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins. Rannsókn lögreglu miðist við að henni hafi ekki verið unnið mein fyrr en eftir að skipverjinn, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu, var farinn um borð í togarann. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að lögregla gangi nú út frá því að Birnu hafi verið unninn mestur miski á bryggjusporðinum við Hafnarfjarðarhöfn á milli klukkan 6.10 og 7 að morgni þegar sá sem enn er í gæsluvarðhaldi var einn með henni í bílnum. Verjandi mannsins, sem nú hefur verið látinn laus, segir það hafa verið ljóst nánast frá upphafi að hann hafi ekkert haft með morðið á Birnu að gera. Hann hefur gert athugasemdir við að maðurinn hafi enn réttarstöðu sakbornings en ekki vitnis. „Hann hefur svarað öllum þeim spurningum sem hefur verið beint að honum og reynt að upplýsa um málið. Það er ekki rétt að hann hafi ekki verið samstarfsfús frá upphafi. Hann er komin heim til sín og laus úr gæsluvarðhaldinu sem skiptir mestu máli. Nú þarf hann að vinna úr því í rólegheitum með fjölskyldunni og það stendur til að fara til sálfræðings,“ segir Unnsteinn og bætir við að aðalmálið sé að málið upplýsist sem fyrst. „Sérstaklega vegna fjölskyldu hennar og svo auðvitað líka svo sakleysi hans sé sannað,“ segir Unnsteinn. Hann úrskýrir að einangrunin hafi reynst skjólstæðingi sínum erfið. „Ég hugsa að hann hafi rætt við mig tvisvar til þrisvar á hverjum degi. Bæði fyrir andlegan stuðning og til að rifja upp,“ segir Unnsteinn en eins og fram hefur komið var maðurinn mjög ölvaður umrætt kvöld. Unnsteinn segir að manninum hafi verið tekið vel við komuna á Grænlandi. „Eftir því sem hann segir mér var tekið mjög vel að honum bæði af fjölskyldu, vinum og vinnuveitanda. Hlúð að honum bara,“ segir Unnsteinn. Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var ekki yfirheyrður í dag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsóikn málsins, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvenær hann verði yfirheyrður næst. Þá var ekki leitað í dag að fatnaði eða síma Birnu en í gær var leitað við Vogsósa án árangurs. Ekki liggur fyrir játning í málinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Birna hafi verið á lífi um borð í rauða Kia Rio bílnum, þegar hann kom til Hafnarfjarðarhafnar að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins. Rannsókn lögreglu miðist við að henni hafi ekki verið unnið mein fyrr en eftir að skipverjinn, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu, var farinn um borð í togarann. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að lögregla gangi nú út frá því að Birnu hafi verið unninn mestur miski á bryggjusporðinum við Hafnarfjarðarhöfn á milli klukkan 6.10 og 7 að morgni þegar sá sem enn er í gæsluvarðhaldi var einn með henni í bílnum. Verjandi mannsins, sem nú hefur verið látinn laus, segir það hafa verið ljóst nánast frá upphafi að hann hafi ekkert haft með morðið á Birnu að gera. Hann hefur gert athugasemdir við að maðurinn hafi enn réttarstöðu sakbornings en ekki vitnis. „Hann hefur svarað öllum þeim spurningum sem hefur verið beint að honum og reynt að upplýsa um málið. Það er ekki rétt að hann hafi ekki verið samstarfsfús frá upphafi. Hann er komin heim til sín og laus úr gæsluvarðhaldinu sem skiptir mestu máli. Nú þarf hann að vinna úr því í rólegheitum með fjölskyldunni og það stendur til að fara til sálfræðings,“ segir Unnsteinn og bætir við að aðalmálið sé að málið upplýsist sem fyrst. „Sérstaklega vegna fjölskyldu hennar og svo auðvitað líka svo sakleysi hans sé sannað,“ segir Unnsteinn. Hann úrskýrir að einangrunin hafi reynst skjólstæðingi sínum erfið. „Ég hugsa að hann hafi rætt við mig tvisvar til þrisvar á hverjum degi. Bæði fyrir andlegan stuðning og til að rifja upp,“ segir Unnsteinn en eins og fram hefur komið var maðurinn mjög ölvaður umrætt kvöld. Unnsteinn segir að manninum hafi verið tekið vel við komuna á Grænlandi. „Eftir því sem hann segir mér var tekið mjög vel að honum bæði af fjölskyldu, vinum og vinnuveitanda. Hlúð að honum bara,“ segir Unnsteinn. Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var ekki yfirheyrður í dag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsóikn málsins, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvenær hann verði yfirheyrður næst. Þá var ekki leitað í dag að fatnaði eða síma Birnu en í gær var leitað við Vogsósa án árangurs. Ekki liggur fyrir játning í málinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30
Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06
Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00