Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. febrúar 2017 20:30 Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Birna hafi verið á lífi um borð í rauða Kia Rio bílnum, þegar hann kom til Hafnarfjarðarhafnar að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins. Rannsókn lögreglu miðist við að henni hafi ekki verið unnið mein fyrr en eftir að skipverjinn, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu, var farinn um borð í togarann. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að lögregla gangi nú út frá því að Birnu hafi verið unninn mestur miski á bryggjusporðinum við Hafnarfjarðarhöfn á milli klukkan 6.10 og 7 að morgni þegar sá sem enn er í gæsluvarðhaldi var einn með henni í bílnum. Verjandi mannsins, sem nú hefur verið látinn laus, segir það hafa verið ljóst nánast frá upphafi að hann hafi ekkert haft með morðið á Birnu að gera. Hann hefur gert athugasemdir við að maðurinn hafi enn réttarstöðu sakbornings en ekki vitnis. „Hann hefur svarað öllum þeim spurningum sem hefur verið beint að honum og reynt að upplýsa um málið. Það er ekki rétt að hann hafi ekki verið samstarfsfús frá upphafi. Hann er komin heim til sín og laus úr gæsluvarðhaldinu sem skiptir mestu máli. Nú þarf hann að vinna úr því í rólegheitum með fjölskyldunni og það stendur til að fara til sálfræðings,“ segir Unnsteinn og bætir við að aðalmálið sé að málið upplýsist sem fyrst. „Sérstaklega vegna fjölskyldu hennar og svo auðvitað líka svo sakleysi hans sé sannað,“ segir Unnsteinn. Hann úrskýrir að einangrunin hafi reynst skjólstæðingi sínum erfið. „Ég hugsa að hann hafi rætt við mig tvisvar til þrisvar á hverjum degi. Bæði fyrir andlegan stuðning og til að rifja upp,“ segir Unnsteinn en eins og fram hefur komið var maðurinn mjög ölvaður umrætt kvöld. Unnsteinn segir að manninum hafi verið tekið vel við komuna á Grænlandi. „Eftir því sem hann segir mér var tekið mjög vel að honum bæði af fjölskyldu, vinum og vinnuveitanda. Hlúð að honum bara,“ segir Unnsteinn. Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var ekki yfirheyrður í dag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsóikn málsins, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvenær hann verði yfirheyrður næst. Þá var ekki leitað í dag að fatnaði eða síma Birnu en í gær var leitað við Vogsósa án árangurs. Ekki liggur fyrir játning í málinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Birna hafi verið á lífi um borð í rauða Kia Rio bílnum, þegar hann kom til Hafnarfjarðarhafnar að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins. Rannsókn lögreglu miðist við að henni hafi ekki verið unnið mein fyrr en eftir að skipverjinn, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu, var farinn um borð í togarann. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að lögregla gangi nú út frá því að Birnu hafi verið unninn mestur miski á bryggjusporðinum við Hafnarfjarðarhöfn á milli klukkan 6.10 og 7 að morgni þegar sá sem enn er í gæsluvarðhaldi var einn með henni í bílnum. Verjandi mannsins, sem nú hefur verið látinn laus, segir það hafa verið ljóst nánast frá upphafi að hann hafi ekkert haft með morðið á Birnu að gera. Hann hefur gert athugasemdir við að maðurinn hafi enn réttarstöðu sakbornings en ekki vitnis. „Hann hefur svarað öllum þeim spurningum sem hefur verið beint að honum og reynt að upplýsa um málið. Það er ekki rétt að hann hafi ekki verið samstarfsfús frá upphafi. Hann er komin heim til sín og laus úr gæsluvarðhaldinu sem skiptir mestu máli. Nú þarf hann að vinna úr því í rólegheitum með fjölskyldunni og það stendur til að fara til sálfræðings,“ segir Unnsteinn og bætir við að aðalmálið sé að málið upplýsist sem fyrst. „Sérstaklega vegna fjölskyldu hennar og svo auðvitað líka svo sakleysi hans sé sannað,“ segir Unnsteinn. Hann úrskýrir að einangrunin hafi reynst skjólstæðingi sínum erfið. „Ég hugsa að hann hafi rætt við mig tvisvar til þrisvar á hverjum degi. Bæði fyrir andlegan stuðning og til að rifja upp,“ segir Unnsteinn en eins og fram hefur komið var maðurinn mjög ölvaður umrætt kvöld. Unnsteinn segir að manninum hafi verið tekið vel við komuna á Grænlandi. „Eftir því sem hann segir mér var tekið mjög vel að honum bæði af fjölskyldu, vinum og vinnuveitanda. Hlúð að honum bara,“ segir Unnsteinn. Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var ekki yfirheyrður í dag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsóikn málsins, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvenær hann verði yfirheyrður næst. Þá var ekki leitað í dag að fatnaði eða síma Birnu en í gær var leitað við Vogsósa án árangurs. Ekki liggur fyrir játning í málinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30
Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06
Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00