Geta ekki haldið skipverjanum lengur en þrjá mánuði án ákæru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2017 21:16 Lögregla leiðir sakborninginn í málinu úr Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn fimmtudag. Vísir/Anton Brink Lögregla og ákæruvald geta ekki haldið skipverjanum af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í gæsluvarðhaldi lengur en þrjá mánuði, það er tólf vikur, án ákæru. Manninum er nú haldið á grundvelli rannsóknarhagsmuna og er ekki hægt að halda honum lengur en tólf vikur vegna þeirra.Samkvæmt 2. málsgrein 95. greinar laga um meðferð sakamála má hins vegar halda einstaklingi lengur í gæsluvarðhaldi sé hann grunaður um brot sem varðar allt að 10 ára fangelsi. Er það þá gert á grundvelli almannahagsmuna en ákæruvald verður þó að gefa út ákæru áður en til þess kemur, það er innan tólf vikna. Sé það ekki gert verður að sleppa viðkomandi úr haldi að sögn Jóns H. B. Snorrasonar, yfirsaksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 19. janúar síðastliðinn, er grunaður um manndráp og varðar það allt að 16 ára fangelsi. Hann sætir einangrun á Litla-Hrauni en í liðinni viku var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna varðhald í Héraðsdómi Reykjaness, eða til 16. febrúar. Verjandi mannsins kærði þann úrskurð til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm en reikna má með að það verði gert á morgun.Greint var frá því fyrr í kvöld að lögreglan telji að dánarorsök Birnu hafi verið drukknun. Þá voru áverkar á líki hennar sem benda til þess að þrengt hafi verið að hálsi hennar. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, vildi ekki tjá sig um dánarorsökina þegar Vísir leitaði eftir því fyrr í kvöld. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Lögregla og ákæruvald geta ekki haldið skipverjanum af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í gæsluvarðhaldi lengur en þrjá mánuði, það er tólf vikur, án ákæru. Manninum er nú haldið á grundvelli rannsóknarhagsmuna og er ekki hægt að halda honum lengur en tólf vikur vegna þeirra.Samkvæmt 2. málsgrein 95. greinar laga um meðferð sakamála má hins vegar halda einstaklingi lengur í gæsluvarðhaldi sé hann grunaður um brot sem varðar allt að 10 ára fangelsi. Er það þá gert á grundvelli almannahagsmuna en ákæruvald verður þó að gefa út ákæru áður en til þess kemur, það er innan tólf vikna. Sé það ekki gert verður að sleppa viðkomandi úr haldi að sögn Jóns H. B. Snorrasonar, yfirsaksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 19. janúar síðastliðinn, er grunaður um manndráp og varðar það allt að 16 ára fangelsi. Hann sætir einangrun á Litla-Hrauni en í liðinni viku var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna varðhald í Héraðsdómi Reykjaness, eða til 16. febrúar. Verjandi mannsins kærði þann úrskurð til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm en reikna má með að það verði gert á morgun.Greint var frá því fyrr í kvöld að lögreglan telji að dánarorsök Birnu hafi verið drukknun. Þá voru áverkar á líki hennar sem benda til þess að þrengt hafi verið að hálsi hennar. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, vildi ekki tjá sig um dánarorsökina þegar Vísir leitaði eftir því fyrr í kvöld.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30
Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06
Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00