Hringbraut rekin með 65 milljóna tapi: „Reksturinn hefur verið erfiður“ Haraldur Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2017 16:13 Sölvi Tryggvason og Linda Blöndal, þáttastjórnendur á Hringbraut. Hringbraut Fjölmiðlafyrirtækið Hringbraut, sem rekur samnefnda sjónvarpsstöð, vefsíðu og útvarpsstöð, var rekið með 65,5 milljóna króna tapi á fyrsta rekstrarári þess eða 2015. Guðmundur Örn Jóhannsson, stjórnarformaður fjölmiðilsins og stærsti hluthafi, segir reksturinn erfiðan og að fyrirtækið hafi einnig verið rekið með tapi í fyrra. „Reksturinn hefur verið erfiður en við höfum náð að laga það aðeins til. Við höfum lækkað kostnað og aðlagað okkur að erfiðara umhverfi en við finnum fyrir því að það er erfiðara að ná í auglýsingatekjur en var. Við höfum breytt fyrirtækinu þannig að við erum núna meira í framleðslu á efni og nýtum okkar tæki og tól í það,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Við sjáum fyrir okkur að sækja um styrki til framleiðslu á sjónvarpsefni líkt og framleiðslufyrirtækin og fleiri hafa gert. Við ætlum að halda áfram en ef það birtir ekki til á árinu 2017 þá endurmetum við stöðuna.“ Samkvæmt ársreikningi Hringbrautar – miðlunar ehf. fyrir 2015 námu heildareignir fjölmiðilsins 15,3 milljónum króna í lok ársins og skuldirnar 80,7 milljónum. Eigið féð var því neikvætt um 65,4 milljónir. Hringbraut fór í loftið í febrúar 2015 og er einkarekið fjölmiðlafyrirtæki. Í árslok 2015 var allt hlutafé fjölmiðilsins í eigu Guðmundar. Síðan þá hafa Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri og þáttastjórnandi á Hringbraut, og fjárfestirinn Jón von Tetzhner, bæst í eigendahópinn. Að sögn Guðmundar eru þau bæði minnihlutaeigendur en upplýsingar um eignarhald á fjölmiðlinum hafa ekki verið uppfærðar á vef Fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlar Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Fjölmiðlafyrirtækið Hringbraut, sem rekur samnefnda sjónvarpsstöð, vefsíðu og útvarpsstöð, var rekið með 65,5 milljóna króna tapi á fyrsta rekstrarári þess eða 2015. Guðmundur Örn Jóhannsson, stjórnarformaður fjölmiðilsins og stærsti hluthafi, segir reksturinn erfiðan og að fyrirtækið hafi einnig verið rekið með tapi í fyrra. „Reksturinn hefur verið erfiður en við höfum náð að laga það aðeins til. Við höfum lækkað kostnað og aðlagað okkur að erfiðara umhverfi en við finnum fyrir því að það er erfiðara að ná í auglýsingatekjur en var. Við höfum breytt fyrirtækinu þannig að við erum núna meira í framleðslu á efni og nýtum okkar tæki og tól í það,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Við sjáum fyrir okkur að sækja um styrki til framleiðslu á sjónvarpsefni líkt og framleiðslufyrirtækin og fleiri hafa gert. Við ætlum að halda áfram en ef það birtir ekki til á árinu 2017 þá endurmetum við stöðuna.“ Samkvæmt ársreikningi Hringbrautar – miðlunar ehf. fyrir 2015 námu heildareignir fjölmiðilsins 15,3 milljónum króna í lok ársins og skuldirnar 80,7 milljónum. Eigið féð var því neikvætt um 65,4 milljónir. Hringbraut fór í loftið í febrúar 2015 og er einkarekið fjölmiðlafyrirtæki. Í árslok 2015 var allt hlutafé fjölmiðilsins í eigu Guðmundar. Síðan þá hafa Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri og þáttastjórnandi á Hringbraut, og fjárfestirinn Jón von Tetzhner, bæst í eigendahópinn. Að sögn Guðmundar eru þau bæði minnihlutaeigendur en upplýsingar um eignarhald á fjölmiðlinum hafa ekki verið uppfærðar á vef Fjölmiðlanefndar.
Fjölmiðlar Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira